Leita í fréttum mbl.is

Skótest - hollenskir tréklossar

Keypti Nimbus 10 um daginn á fínu verði og endurnýjaði þar með kynni mín við Nimbus eftir ca. 4 ára fjarveru.  Hafði mjög góða reynslu af Nimbus fyrir utan týpuna (6 eða 7) sem þeir gerðu svo létta að öll dempun að viti var í burtu.  

Hef hinsvegar orðið fyrir vobrigðum með þessa skó, eru ekki eins góðir og hægt var að skilja af umsögnum á netinu auk þess eru þetta fyrstu skórnir sem kalla fram verki í hnjánum eftir 10 km rúnt (og bara yfirhöfuð verk í hnjánum).  Á reyndar eftir að prófa þá með orginal innleggjum og sjá hvort þeir virki ekki betur þannig en hef notað Superfeet inleggin hingað til.   

Í viðbót finnst mér þeir vera hundleiðinlegir að hlaupa í og var því feginn að fara aftur í Nike Pegasus sem eru einstaklega vel heppnaðir. Nimbus má þó eiga það að yfirbyggingin er betri og skórinn passar mér betur þ.e. meira pláss fremst og almennt passar Nimbusinn vel á fótinn og er ekkert sem angrar mig þar.

Mun samt ekki gefa Nimbus upp á bátinn, eiga að vera góðir skór en þegar verið er að breyta skónum mikið á milli ára er nánast hægt að segja að það sé jafnmikill breyting á milli ára í sömu tegund og að færa sig yfir í nýja tegund.

nimbus_10.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars ganga hlaupin vel, orðið autt að mestu og spáð hlýjindum næstu vikuna.  Hef farið í nokkrar gönguskíðaferðir og fór t.d. í eina í dag sem varði í 4 klst og var ég algjörlega búin þegar ég kom heim.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var skuggalegur munur á Nimbus 9 og 10 ég átti 9 sem var léttur skór en í mínu tilfelli entista bara í 400Km en þá var öll dempun horfin. 10 er mikið öðruvísi og yfirbyggingin minnir á Kinsei II skóin, ég fékk enga verki í þeim en mér finnst þeir þungir og stífir.

Fór síðan í NB1063 en hafði aldrei prófað annað en Pegasus, Asics og Adidas fyrir það en NB 1063 er uppáhaldsskórin minn í dag léttur rúmgóður og engir verkir.

Jóhann (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband