Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi

Rakst á þessa grein um daginn en þar tekur blaðamaður Washington times saman 10 bestu hlaupara síðasta áratugar.  Athyglisvert að á þeim lista eru tveir hlauparar sem eru með gervifætur, hinn velþekkti Oscar Pistorius og Amy Palmiero-Winters sem gerði sér lítið fyrir og vann kvennaflokkinn í Heartlands 100 mílna utanvegarhlaupinu um daginn og ekki bara það heldur var það annar besti tíminn í kvennaflokki frá upphafi þess hlaups.  Hún er auk þess margreynd í þríþraut og á 3:04:16 í maraþoni, takk fyrir!

Best runners of the decade


Lognið á undan storminum

Eftir óvenju miklar æfingar síðan í nóvember miðað við síðustu ár var mig farið að lengja eftir mælanlegum árangri.  Hef mest verið að taka +/- 20 km og safna km og æfingartímum.  Slíkt skilar sér vel í hraða skv. minni reynslu þó það komi kannski ekki samhliða.  Var því farið að lengja eftir góðu hlaupi.

Aðalvandinn hefur verið hálka og sú staðreynd að ég þarf að hlaupa úr einum "firði" yfir í annan og þarf strax á km 1,5 að byrja að þræla yfir 80m háa hæð sem er svipað og að hlaupa upp að hitaveitutönkunum í Grafarholti og það dregur dálítið úr lönguninni til að taka tempóhlaup.  Svo þarf að að sjálfsögðu að hlaupa yfir hæðina til baka aftur þannig að ég er búinn að fara þessa hæð ansi oft en er orðinn í staðinn fjandi öflugur í brekkunum :)

Síðustu tvær vikur hljóp ég minna en ég hefði getað gert, einhver þreyta í kollinum held ég.  Svo fann ég í dag þegar ég fór út að mér leið stórvel eftir hvíldina og ákvað taka brekkuna á meiri hraða en venjulega og eftir hana jók ég hraðan þannig að ég endaði á 4,5 tempó hlaupi þar sem ég hljóp niðurundir 4 mín pace án þess að vera reyna mikið á mig.  Gat ekki keyrt á fullu vegna hálku og myrkurs sumsstaðar en það lofar góðu að vera kominn á þetta ról þegar þrjár vikur eru liðnar af janúar.   

Flyt í aðra íbúð í næstu viku sem er í hinum firðinum og þá hef ég mun betri aðstæður til að taka spretti og  tempóhlaup.

Annars er spáð stormi hér á morgunn svo það verður bara að koma í ljós hvort ég nái æfingu á morgunn.


Shoe review - Nike Air Pegasus+ 26

Keypti mér nýja Nike Air Pegasus um jólin þegar hin tvö pörin voru orðin slöpp (Air zoom vomero 3 og Air max moto 6).

nike.jpg

Er búinn að hlaupa frá áramótum í þeim og líka bara vel.  Fyrir neutral runner eru þeir mjög fínir en ég hleyp einnig með Superfeet innlegg frá Afreksvörum.   Skórnir eru það sem ég kalla hraðir æfingarskór, góðir fyrir tempóæfingar og lengri hlaup.  Dempunin er vel ásættanleg þó hún sé ekki eins mikil og í Air zoom vomero.  Dugir vel fyrir dunk eins og mig.  

Í gær þegar ég var að hlaupa á auðu í fyrsta skipti í skónum var ég fljótur að detta niður um 10-15 sek pr. km á hröðustu km án þess að vera að leggja hart að mér.   

Stærðin er passleg m.v. það númer sem ég nota en Air max moto eru samt rúmbetri í sömu stærð.

Mæli klárlega með þeim.  Fæ Asics Nimbus í næstu viku og verður gaman að endurnýja kynnin við þá en ég hef gefið þeim frí í 3 ár eða svo eftir að ég kynntist Nike skónum.  En Asics mega vera góðir til að toppa Nike skónna :) 


UTMB

Vegna mikils fjölda umsókna varð að hafa útdrátt í UTMB og CCC, allir Íslendingarnir komust að, ég og Höskuldur Kristvins höldum enn og aftur á vit ævintýrana í UTMB, tvær fræknar konur eru skráðar í CCC og 4 öflugir menn í TDS.  Ég er skráður undir Noregi :)

 race number Name FirstnameCategorydpt :CountryNationality :Statute
  KRISTVINSSON HoskuldurV3 H-ISISTo pay

 
The North Face® Ultra-Trail® Courmayeur-Champex-Chamonix - CCC® 2010
 race number Name FirstnameCategorydpt :CountryNationality :Statute
  JONASDOTTIR Helga ThoraSE F-ISISTo pay
  KJARTANSDOTTIR ArnfridurV2 F-ISISTo pay

 
Sur les Traces des Ducs de Savoie - TDS 2010
 race number Name FirstnameCategorydpt :CountryNationality :Statute
  ARNASON BirkirSE H-ISISTo pay
  GUDMUNDSSON DanielV1 H-ISISTo pay
  KIERNAN SigurdurV1 H-ISISTo pay
  SIGURDSSON Johann GisliSE H-ISISTo pay

 

 

Verður bara gaman!

Myndband frá TDS


Langhlaupari ársins

Frábært framtak hjá Torfa á hlaup.is að velja langhlaupara ársins.  Margir hlauparara náðu góðum árangri í fyrra og það sem stendur kannski hæst er árangur Gunnlaugs í 48 tímunum, Bigga í maraþoninu og Völu og Þorbergs í Laugaveginum.  Margir aðrir koma svo þar rétt á eftir. 

Til hamingju Gunnlaugur og Vala með titillinn.

 

Rúllaði 24 km í kvöld, nýtti morguninn í göngutúr í birtunni sem eykst nú dag frá degi.  Orðið bjart um 9 en dimmt ca. 14:15.


1 stk. Yaktrax gormar

Búinn með eitt par af Yaktrax gormum þetta árið, greinilegt að nýjasta gerðin er verri en sú gamla en ég á hana enn heima í fínu standi eftir tvo vetur.  Báðir gormarnir farnir.

Tók frí á mánudaginn, tók 19 km á þriðjudaginn en í gær var líkaminn í heljarstuði til að fara út að hlaupa en hugurinn var ekki á sama máli.  Þegar þeir urðu loks sammála rétt fyrir ellefu um kvöldið sagði ég sjálfur stopp þar sem ég nennti ekki að mæta ósofinn í vinnuna kl. 6.  Þannig að þessi vika verður rétt yfir 100 km ef helgin gengur upp.

Fór aftur 19 km í dag í gaddavírs hálku eftir hláku gærdagsins og hefði ekkert orðið úr hlaupum ef ég hefði ekki haft gormana þótt þeir væru farnir að slitna.


Góð vika að baki

Búin að vera að undirbúa mig fyrir ögn lengri viku undanfarið og ákvað að fara upp í 140 km.   Reikna samt ekki með að fara ofar en það a.m.k. ekki alveg á næstunni.  Kem bara býsna vel frá þessu og ekkert of erfitt, aðstæður hafa þó ekki verið þær bestu, erfitt færi, snjókoma, hláka og svell gerðu þessa kílómetra ögn meira krefjandi.

Hef hlaupið með gorma allann tímann og hafði ég alveg gleymt hversu gott er að hlaupa með þá, hraðinn er meiri þar sem minna fer í spól og þeir eru ekkert að þvælast fyrir.


2009 og 2010

2009 varð nú ekki ár stórra afreka sem skýrist af mestu af því að ég var nánast alveg frá síðustu mánuði 2008 vegna meiðsla í ilinni, plantar fasciitis.  Þá um áramótin var ég að lagast en það tók fram í maí að vera það góður að meiðslin hættu að angra mann við æfingar.  Flutningur til Noregs færði auk þess plön til þannig að Laugavegurinn datt út en hann hefði orðið sá sjöundi í röðinni og var ég svolítið svekktur því ég stefndi á 10 í röð. 

Náði Jökulsárhlaupinu og gekk ágætlega, náði 6 sæti umkringdur Laugaskokkurum. 

Æfingar hér úti gengu ágætlega svo ég kom nokkuð sterkari inn í UTMB hlaupið en tókst að rústa hásininni á hægri fæti rétt fyrir hlaup og gat vart hlaupið 3 km viku fyrir hlaupið.  Fór því rólega af stað í hlaupið þar til ég fann að allt hélt, þá dúndraði ég af stað og fann að ég var margfalt sterkari en síðustu ár og þoldi niðurhlaupin mjög vel og gekk vel upp á móti þar til á ca. km 120, þá sagði hásinin stopp.  Eftir alltof langt stopp stökk ég af stað og náði að fræsa vel í mark, en síðasti hlutinn er einhver flottasta hlaupaleið sem hægt er að komast í.  4 mánuðum seinna er ennþá stórt ör á hásininni en hún heldur vel og ekki til að hafa áhyggjur af.

Náði að koma mér í gang aftur í haust en vanalega hef ég verið rólegur í nóv/des svo nú kem ég í fínu formi inn í 2010 með tæpa 400 km í des og 3000 km í heildina.  Er ca. 13 kg léttari en um síðustu áramót þannig að ég vona að ég nái að hefja 2010 með stæl :)

Planið fyrir 2010 er enn sem komið er ekki fullmótað en amk Western States í júní, Laugavegurinn í júlí og UTMB í ágúst.   Er að skoða keppnir nú í vetur og fram á vor en ekkert fastnelgt í þeim efnum.  Kannski kemst maður heim í vormaraþon.  Hvernig sem það allt verður þá er allavegana stefna sett á að taka hlaupin á góðu farti.


Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband