Leita í fréttum mbl.is

Nýtt blogg

Hef ákveðið að flytja mig á blogspot bloggið og reyni að vera aktívari þar en ég hef verið hér....! 

kíkið á www.borkur72.blogspot.com 


Kvefpest

Þá er komið að pest ársins, eftir góða viku eftir jólin sem náði 100 km vaknaði ég rámur í hálsi og lungun frekar viðkvæm fyrir kulda og varð hugsað til Ritarans sem hefur háði harða baráttu við sína hálsbólgu/kvef.   Ekkert stórvægilegt svo sem en þar sem það er ca. -10 gráður úti núna læt ég það aðeins bíða að fara út að skokka til að lengja þetta ekki meira en þörf er á.  Vona að ég komist út á morgunn og þá er bara að keyra á góða viku það sem eftir er af henni.  

 

 


"...you can quit... and they don't care... but you will always know..."

Rakst á þessa setningu á bloggi á alnetinu í dag og fannst hún býsna skondin og segja um leið ansi mikið.  

Frostið að minnka hér og tók ég smá túr núna í kvöld til að testa hamstring og nára í vinstri fæti og virðist allt vera á réttri leið og gat ég hlaupið hratt án vandkvæða þannig að stopp síðustu daga virðist hafa gert mér gott.  Stefni á aðra æfingu í fyrramálið og svo eftir vinnu og fyrir norska skötu enda ekkert víst  að maður verði í standi til að hlaupa eftir að hafa étið hana......

Skráði mig í UTMB í fimmta skiptið núna, það er orðinn svo góður hópur í kringum þetta núna að það er orðið  möst að drífa sig.   Ég og Ásgeir erum skráðir í UTMB og vonandi skráir Höskuldur sig líka í lengsta hlaupið.    Við erum nú níu talsins sem eru skráð hlaupin þrjú CCC, TDS og UTMB.   Sjá nánar hér: UTMB   1 punkt þarf í CCC en Laugavegur gefur einn punkt og í TDS þarf 2 punkta t.d. Laugaveginn 2009/2010.  Ekki er hægt að miða við hlaup fyrir 2008 og eldri.  


Frost

Nú er byrjað að frysta duglega, -10 stig verður normið um jólin en ég er aðeins betur græjaður núna en í fyrra og vonandi næ ég að æfa þokkalega þrátt fyrir kuldan.  Síðustu viku hefur hvassviðri fylgt í kaupbæti og er óhætt að segja að það sé "hressandi".  

Tókst að ná mér í smá meiðsl í nára á interval æfingu um daginn en ætti að ná að hlaupa það úr mér smátt og smátt.   

Óhætt að óska Gunnlaugi til hamingju með 24 tíma hlaupið, þetta er ótrúlega vegalengd á bretti.

 


Jæja.......

Hefur alveg vantað bloggstuðið hjá mínum en nú sest ég við skriftir aftur.

Verið rólegt hjá mér í haust en er samt í ágætis formi eftir smá set-back í lok okt/byrjun nóv þegar ég fékk smá tak í hamstring á vinstri fæti.  Veðrið hefur þó verið frekar leiðinlegt og oft mikil hálka þannig að ég hef þá látið það vera að fara út að hlaupa.  


.....en númer eitt í bakvarðarsveitinni var Jói!!

(vona að ég hafi náð að bjarga mér fyrir horn eftir að hafa gleymt að minnast á hann hér fyrir neðan)

 Grin 


UTMB 2010 - Ræs í rigningu

Rétt fyrir klukkan hálf fimm á laugardagsmorgni þá hrökk ég upp þegar úrhelli gerði svo glumdi í öllu húsinu.  Afskrifaði þar með hlaupið sem búið var að melda og ákvað að tékka hvernig Arnfríði og Helgu gengi svo ég gæti í það minnsta gengið/hlaupið á móti þeim til að gera eitthvað þann daginn. 

Stuttu seinna kom SMS, búið að aflýsa CCC og setja á annað hlaup fyrir TDS/UTMB hlaupara en þar sem rúturnar væru uppteknar við að ná í CCC hlaupara yrðu bara 1000 pláss laus í hlaupið.  En svo var öðrum frjálst að fara með bílum og auk þess var slatti af TDS hlaupurum þegar staðsettur í Courmayeur eftir að hafa gist um nóttina.  

Var í engu stuði og fór í hlaupagallann eftir að hafa heyrt í Sigga Kiernan, vissi ekki hvort Danni ætlaði en amk var ákveðið að hittast við rúturnar um 6.  Það ringdi vel á okkur þannig að útlitið var ekki bjart og þar sem ég var vel stirrður eftir fyrra hlaupið og illa sofinn heillaði beddinn mig meira en hlaup í rigninu.  Siggi og Danni voru mun hressari en ég enda náð aðeins meiri svefn og voru úthvíldir.  

En yfir við fórum og vorum komnir til Courmayeur fyrir átta og hlaupstart var áætlað kl. 10.  Sól og blíða var þarna og kætti það mig aðeins enda mun betra að hlaupa í flottu veðri en rigningu og þoku.  Ég og Siggi komum frekar seint að startinu og urðum að troða okkur framar til að lenda ekki alltof aftarlega í biðröðinni upp fyrsta fjallið en 1400 hlauparar ná ekki að breiða mikið úr sér á þeim 2 km sem hlaupið er eftir áður er farið er upp í fjall eftir einstígi.  

Startið gekk ágætlega fyrir sig, hljóp með Sigga en Danni hvarf strax á undan okkur.  Vorum ca. númer 500 að ég taldi þegar við byrjuðum að klifra upp fjallið.  Við smá flöskuháls náði Siggi að komast aðeins framar og gaf svo vel í upp, eftir það sá ég hann ekki og var í rauninni aldrei viss hvort ég væri á undan honum eða eftir, en taldi líklegra að hann væri fyrir framan mig.  

Ég hélt nokkuð jafnri ferð upp enda ljóst að biðröð yrðið fyrstu 20 km og erfitt að taka framúr nema með styttri stoppum á drykkjarstöðvunum.  Fannst líka hraðinn bara fínn á þeim sem ég hljóp með og var ekkert að stressa mig.  Þegar ég kom niður í Arnuva þá ákvað ég að fara í stakkinn og langerma bol þar sem það leit út fyrir að vera slæmt veður á næsta fjalli Col de Ferret, 2536m.  

Ganga þangað upp var erfiðari en oft áður, náði ekki alveg að detta í gang en yfirleitt hef ég tekið síðustu 500m í hækkun (af 1300m) nokkuð greiðlega. Hinsvegar var veðrið frekar slæmt efst uppi og sá ég ekki tímastöðina á toppnum fyrr en ég nánast gekk á hana.  Strax og komið var yfir fjallið tók við blíða en leiðin niður fjallið var eitt drullumall.  Skellti mér því í fluggírinn og rúllaði greitt niður í dalinn og náði nokkrum hlaupurum í leiðinni.  Svo var hlaupið niður í La Fouly stöðina og tekið stutt stopp en nú hafði mér tekist að ná góðum tökum á stoppunum, tvær súpur og fylla á vatn og út.  ca. 5-7 mín.  

Áfram var haldið og var ég undrandi hvað ég gat hlaupið en dalurinn hefur stundum verið erfiður. Hljóp því nánast alla leið að brekkunni upp í Champex, leið bara vel og hafði náð með stuttu stoppi í La Fouly og stöðugu hlaupi niður ca. 50 sætum að ég taldi.  Þarna var ég að plana næsta hluta þ.e. frá Champex og í mark, orkan var í góðu lagi en lærin orðin dálítið sár.  

Var í góðu stuði og ætlaði að dúndra á restina eftir stutt stopp í Champex, en fyrst var það brekkan upp í Champex, ca. 25 mín ganga.  Um leið og ég steig í hana fór allt á hliðina, svefnleysið helltist yfir mig og nánast lamdi mig til jarðar.  Náði samt að halda mér gangandi alla leiðina upp en þessi mikla breyting frá því að vera í miklu stuði og ákveðni yfir í þreytu og missa 50 hlaupara fram úr sér á þessum stutta spotta gerði útaf við alla frekari hlaupalöngun.  Hafði þarna sofið í 1 klst+ síðustu 35 klst og því ekkert skrýtið að ég yrði svolítið framlár.  

Sá fram á amk 10 klst í viðbót í hlaupinu og yrði þá kominn í 45 klst með 1 klst svefn, hafði ekki áhuga leggja mig í klst í Champex og safna kröftum, búinn að fá nóg af þeirri lausn.   Ákvað því að láta staðarnumið og þrátt fyrir hvatningu Íslendinganna sem voru mætt á svæðið þá varð því ekki breytt.  

Renndi í bæinn með mínu fólki og eftir sturtu var hlaupið í markið til að sjá Jez Bragg koma í markið og náðum við því upp á sekúndu. Sem var algjörlega meiriháttar enda hann hluti af íslensk/bresk/franskri vinagrúppu sem varð til 2007 og hefur haldið hópinn síðan og átt keppendur á hverju ári í UTMB/TDS/PTL.

Seinna um kvöldið jókst stuðið heldur betur þegar von var á Danna og Sigga í mark og stóðu þeir sig ótrúlega vel miðað við hafa verið ca. númer 5-600 yfir ráslínuna, að vera á topp 150 fyrir þá er bara snilld.  Þeir voru heldur betur ánægðir með að hafa klárað þetta hlaup enda ólíkt öllu öðru sem þeir hafa prófað.  

Arnfríður og Helga Þóra voru líka í góðum málum þar til keppnin þeirra var stöðvuð, hefðu verið langt undir tímamörkum þrátt fyrir rigningu og erfiðar aðstæður í fjöllunum.

Í allt var þetta bara meiriháttar helgi, systur mínar tvær Sigrún og Saga, Snjólaug, Siggi Smára, Halldóra og Geir stóðu sig vel í bakvarðasveitinni og er það gullsígildi að eiga góða að.  Sérstaklega var gaman að sjá systurnar og Snjólaugu nýta tækifærið og drífa sig upp í fjöllinn með næsta kláf og hlaupa niður.  En það munu líða mánuðir þar til brosið fer af mannskapnum, allir byrjaðir að pæla í vegalengdum næsta árs, hvort UTMB 166 km sé möguleiki o.s.frv.  Ég verð klárlega á ráslínunni 2011 ef ég kemst inn.  

DSC_0108

Danni og Halldóra fyrir utan Champex stöðina

 DSC_0151

Siggi að klára

P1000513

 Danni og Halldóra við markið

DSC_0161

Eftirpartý á sunnudagskvöldið

P1000528

Sigurvegarar, Jez í grænu, Lizzy Hawk í The North Face bol og Mike Wolf (nr. 2) í hvítum TNF bol.

 

 

 

 

 


UTMB 2010 - áhugaverð keppni I

Eftir að hafa fjórum sinnum til Chamonix og alltaf lent í sól og blíðu þá hlaut að koma að veðrið færi að stríða manni, það gerðist núna.  

Veðurspáin viku fyrir spáði rigningu en þegar nær dróg þá var veðurspáin sól og blíða og 27 stiga hiti. Þegar ég mæti á svæðið var vel heitt en á föstudeginum rigndi fram yfir hádegi, úrhelli reyndar.  

En við start var veðrið tilvalið til hlaupa, ca. 15 gráður og skýjað.  Tíu mínútum eftir start byrjaði hinsvegar að rigna nokkuð duglega og hélst það upp fyrsta fjallið.  Fór frekar rólega upp þar sem þetta fjall hefur alltaf reynst mér erfitt, bæði upp og niður.  Niðurhlaupið var erfitt og vel hált í drullu og blautu grasi og var annar hver hlaupari á hausnum.  Hlakkaði hinsvegar til að hlaupa inn í St. Gervais en það er ekkert sem toppar að hlaupa hring í bænum undir fagnaðarlátum áhorfenda sem raða sér meðfram leiðinni.  Þegar ég kom inn á drykkjarstöðina voru frekar margir hlauparar á svæðinu en ég fór beint að vatnsborðinu og byrjaði að fylla á.   Leit svo í kringum mig og fannst eitthvað skrýtið í gangi, hlaupararnir virtust ganga hringi þarna inni og ég sá þrjá þjóta út öfuga leið.  Hugsaði bara með mér að vera snöggur að fylla á og drífa mig út af svæðinu og ná þannig fram út mörgum en þá heyrði ég í hátalarkerfinu að búið væri að stoppa hlaupið.  

Ég byrjaði því að leita eftir hlaupurum sem ég þekkti en um leið fylgdist ég með viðbrögðum annarra hlaupara sem voru að koma inn á stöðina.  Ljóst að margir tóku þetta ansi nærri sér enda búnir að æfa vel, ferðast langar leiðir og komnir í adrenalín vímu eftir hlaup niður fjallið og hringinn í bænum.  

Hitti svo á Höskuld og við sáum að við kæmumst ekki strax í rútu eða lest þannig að við ætluðum bara að fá okkur bjór á staðnum meðan við biðum.  Þá renndi smárúta upp að okkur og okkur boðið að taka hana til Chamonix.   Þar röltum við á næsta bar og fengum okkur stóran bjór enda ekkert sem benti til nýrrar keppni enda mígringdi á leiðinni heim í rútunni.  

Hitti síðan TDS hlauparana, Daníel og Sigga, en keppninni þeirra hafði verið aflýst án þess að þeir hefði fengið að hlaupa nokkuð og voru þeir að vonum svekktir.  Síðan var tjattað fram á nótt þar til SMS kom rétt fyrir 3 um að hlaup yrði daginn eftir.   Skreið inn í rúm annars hugar enda heillaði það ekki að skella sér í 100km hlaup eftir hlaupið kvöldið áður, nokkra bjóra og smá rauðvín og kannski 1 klst svefn því rúturnar áttu að fara snemma og því ræs kl. 5.  

Íslensku hlaupararnir fyrir start

 

 

 

 

 

 

Íslensku hlaupararnir

Á leið upp fyrsta fjallið

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leið upp fyrsta fjallið

Á leið upp fyrsta fjallið II

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leið upp fyrsta fjallið

Á leið inn í St. Gervais

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leið inn í St. Gervais á km 20

Confusion

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlauparar strax eftir stopp

 

 

 

 

 


Siggi mættur

Sjaldan verið sprækari þótt hann segði að síðasta fjallið hefði mátt missa sín. 

Tíminn var 15:12:12

Aldrei að vita nema að það verði gripið í bjór af þessu tilefni :)

...hvernig væri að óska þeim félögum til hamingju hér á blogginu?


Danni kominn

Danni búinn að skila sér í mark á flottum tíma. 13:59:42

Ótrúlega gaman að vera svona mörg að taka á móti honum - Siggi er væntanlegur og verður hópurinn klár í að taka á móti honum.


Næsta síða »

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband