Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Kalt

Hver æfing er nú tekin í -10 til -13 gráðum og er það í góðu lagi svo lengi sem lognið flýtir sér ekki.  Var dálítið lengi að finna rétta samsetninguna á fötum til eiga við svona hita en frétti það svo frá Eiði Aðalgeirs að hann hlypi alltaf í Powerstretch peysu frá 66°N.  Þar sem ég átti eina inn í skáp þá var hún dregin fram og þvílík snilldarpeysa, heldur vel hita og er þægileg í alla staði þó hún sé oftast algjörlega á floti eftir 20-25 km hlaup.  Norska ullarpeysan (Devold) er eins og ískápur við hliðina á þessari græju og jafnvel þó ég væri í annarri peysu til.  Notast svo við einfaldan hlaupajakka utan yfir.  Mæli klárlega með henni í vetrarhlaupin.

Þarf að fara að endurnýja skónna mína hvað úr hverju, finn að dempunin er orðin léleg og ekki eins gaman að fara út að hlaupa og ca. 15 sek farnar af æfingarpace-inum sem gerist iðulega þegar skórnir hætta að virka sem skildi, gerist yfirleitt þegar þeir skríða yfir 700 km.  Hætti yfirleitt að nota þá eftir 850 km.

Árið stefnir í 3000km, vantar 3 góðar æfingar upp á það og þá ætti ég um leið að detta inn í nýtt ár í mínu besta formi hingað til, vigtinn töluvert sunnar enn síðustu ár, spennandi keppnir framundan,  svo þetta lítur bara vel út.

 

 


25 kaldir

Vaknaði hress og kátur í morgunn og græjaði mig fljótlega út að hlaupa, planið var 25-30 km en nokkuð hvasst var fyrst í morgunn og með mælinn nálægt -10°C þá hljómaði svona langt hlaup ekkert alltof vel.  En eins og ávallt er allt mun betra þegar maður er kominn af stað og það var ekki fyrr en í restina þegar ég hljóp á móti ísköldum strekkingi að fæturnir fóru að stífna og allt varð hægara. 

Leið að öðru leiti vel og 30 km hefðu ekki verið vandamál á aðeins hlýrri degi.


Jæja

Kollurinn búinn að vera á fullu síðustu daga eftir að ég fékk inni í hlaupinu, 6 mánuðir til er ekki svo langur tími til að komast í gott form ekki síst þegar megnið af æfingum þurfa fara fram yfir vetrarmánuðina. 

Að mörgu þarf að hyggja, ferðalag yfir hálfan hnöttin, gisting, æfingar o.s.frv. 

Ætli ég byrji ekki bara formlegar æfingar á jóladag, tek nokkra daga í kæruleysi þangað til.

 


Western States 100

Mikil spenna búin að vera í desember, setti inn umsókn í október fyrir lotteríið nú í byrjun des.  Mjög margir voru um fá sæti svo líkurnar voru ekki miklar og fór það því þannig að ég komst ekki inn.  Bara einn frá Noregi og einn frá Svíþjóð.

Fékk síðan póst í þessari viku frá Greg Soderlund um að ég hefði verið valinn til "representera" mitt land í keppninni. Þurfti bara að staðfesta það og var skiljanlega snöggur að.  

Greiddi svo áðan fyrir plássið svo nú er ég kominn inn í WS100, jeiiii :)

Draumur að rætast sem hefur blundað síðan Gunnlaugur fór í þetta hlaup 2005/6.  Á eftir að ræða vel við hann um þetta hlaup á næstu mánuðum en þangað til verða æfingar teknar föstum tökum.   Hlaupið er 26. júní.

Jez Bragg, kunningi minn frá Bretlandi mun einnig keppa en hann fékk sjálfkrafa skráningu út á 3ja sætið í fyrra.

Bara gaman!


Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband