Leita í fréttum mbl.is

Vetur

Búið að vera vetrarlegt í dag, stórhríð stóran hluta dagsins þannig að ekki sést í næsta hús.  Var að vonast að það lægði með kvöldinu en á endanum ákvað ég að drífa mig út.  Skemmst er frá því að segja að það var heljarvetur á stuttri hlaupaleið, þétt hríð og skafrenningur svo það var hlaupið að mestu með augun lokuð. 

Fékk nóg eftir rúma sex km og kom heim með andlitið vel stungið af ísnálum.  En fór a.m.k út.

Stefni á að hjóla í vinnuna á morgunn þótt færið og veðrið sé ekki það besta.

 

Lag sem hæfir hlaupinu: Lonesome traveller.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband