Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Mývatnsmaraþon - report

Mætti í Mývatnssveitina ca. 40 mín fyrir hlaup sem var í það stysta því ég var smátíma að græja mig og ná í númer.  Þannig að ég náði lítið að pæla í hlaupinu sjálfu, leið og slíku.  

Margt góðra manna og kvenna voru mætt á svæðið og leit út fyrir góða keppni á öllum vígstöðvum.  

Eftir startið tók ég því rólega en sá fljótt að betra væri að halda sig í hóp en að vera einn á ferð.  Jók því smá við hraðann og kom mér í hóp með Rúnari Marinó, Unnari Hjalta, Erlendi Birgis o.fl.  

Hraðinn var meiri en ég ætlaði að fara á en hugsaði sem svo að ég væri amk ekki að berjast við vindinn einn.   Síðan gekk bara nokkuð vel að km þá fór ég aðeins að finna fyrir taki aftan á hægra lærinu og átti um stund erfitt með að halda í hópinn en eftir það var kallað á mig að hlaupa með hópnum þá herti ég mig upp og náði honum.  Hélt því vel að afleggjaranum að Norður Mývatni. 

Þar átti meðvindur að taka við af miklum mótvindi sem auðvitað varð ekki.  Ég datt hinsvegar í góðan gír og hljóp vel næstu km og fjarlægðist hópinn örlítið.  Eftir drykkjarstöð á km 25 náði Unnar mér og við rúlluðum fínt saman.  Mér leið stórvel og planaði hvernig ég ætti að taka hlaupið eftir km 30.  Unnar hafði þá spurt mig á hvaða tíma ég væri að stefna og sagði ég amk undir 3:20 en meðalpace-inn var vel undir því (ca. 3:13 maraþon).   

Síðan tek ég eftir því að Unnar eykur bilið og taldi ég að hann væri að gefa í en ég skildi ekki afhverju ég gat ekki haldið í hann, leið vel og allt virkaði fínt.  Stuttu seinna sé að ég er kominn nálægt 5 mín pace og var ekki að skilja hvað væri í gangi.  500m seinna var ég orðinn það stífur aftan í lærinu að hraðinn var kominn niður í góðan gönguhraða.   

Frá km 29 var að mestu gengið að drykkjarstöðinni á km 30 þar sem ég reyndi að teygja á eins og ég gat.  Var ekki viss um ég gæti haldið áfram en ákvað að prófa að hlaupa.  Fann að kollurinn var í góðu lagi og dauðlangaði að rúlla nokkra km í viðbót, fæturnir voru kannski ekki á sama máli en kollurinn fékk að ráða.  Gekk svona la la enda fljótur að stífna í stoppinu.  Að km 32 var þetta bara bull en gat svo aðeins farið að hlaupa betur.  

Þegar ég komst svo í brekkuna niður frá drykkjarstöðinni á 35 km þá fór ég loks að sjá aftur tempó fyrir neðan 5 mín.  Síðustu 7 km voru svo aðeins betri þótt leiðin síðustu 3 km hafi verið aðeins meira upp á við en ég bjóst við.  Tíminn 3:43, langt frá markmiðinu en í góðu miðað við það gauf sem ég lenti í.

Allt í allt frábært hlaup, veðrið slapp og jarðböðin/grillið toppuðu þennan dag.  

Takk fyrir mig, starfsfólk Mývatnsmaraþons.

 

....já og nú undir kvöld hef ég smátt og smátt verið að fá verri og verri strengi framan í lærin, áts....!

 

 

 


Mývatnsmaraþon

Skráði mig í hlaupið áðan, er það líklega í fjórða eða fimmta skiptið sem ég ákveð að skella mér í maraþon kvöldið áður, það eykur spennuna.  Hefur samt ekki alltaf gengið upp og er það aðallega matarræðið, þ.e. að hafa verið búinn að borða einhvern fjandann áður en ákvörðun er tekin og því erfitt að snúa því við.

Lítur út fyrir að það verði góð mæting að sunnan og verður ansi spennandi að sjá úrslitin í öllum vegalengdum.

Ég sjálfur stefni á sub 3:30 ef veður verður þokkalegt.  Mjög hvasst búið að vera hér norðanlands í dag en vonandi verður það gengið niður á morgunn.


Eyvindarstaðahlaupið

Evindarstaðahlaupið fór fram í dag í annað sinn í ár og vel tókst til að vanda en Gugga í Átaki og Ágúst maðurinn hennar sjá um úfærsluna á því.  Hlaupnar eru 3 mism leiðir fram í Eyvindarstaði í Eyjarfjarðasveit (nánar tilt. í Sölvadal) sú lengsta 36.7 km.   

Hljóp  ásamt 3 öðrum lengstu leiðina.  Skiptist fljótlega í tvo hópa og hljóp ég með Þresti en Einar og Gulli voru á eftir okkur.   Ég og Þröstur pössuðum vel saman og hlupum við 5 tempó-ið í byrjun en hægðum aðeins á okkur eftir 7 km og héldum ca. 5:15 upp í km 20 en þá fundum við að við vorum bara í góðum málum tókum allar bremsur af og dúndruðum niður á 4:30 tempó fram að km 30 en þar vorum við á ca. 2:30.00.   Þá tóku við brekkurnar góðu upp í Sölvadal og náðum við að halda okkur hlaupandi upp allar brekkurnar þann 6 km part sem þær taka en um 250m hækkun er á áfangastað.

Fengum góðar móttökur á Eyvindarstöðum en þar var fyrir hópur fólks sem hljóp 9 km og 24 km ásamt  fylgdarliði.  

Leið dúndurvel eftir hlaupið og greinilega í mun betra formi en á sama tíma í fyrra.  Tíminn var 3:07:00 sem er 10 mín bæting frá því í fyrra.  

Án efa eitt af betri hlaupum sem í boði hér á landi.

Eyvindarstaðir

 


Áhugaverð bók

Var bent á þessa bók um daginn, reikna með að panta hana við tækifæri

Born to Run

Barefoot running, hlauparar og aðrir hafa verið að færa sig aðeins yfir á "skó" með minni dempun eða hlaupa jafnvel berfættir.   Five Fingers skórnir eru dæmi um slíka skó.  Myndbandið hér á eftir fer yfir muninn á að hlaupa án skós og í skóm á hlaupabretti.

Myndband


Vindur

Ólíkt venju var frekar mikill vindur í gær og í dag.  Ég dró því morgunhlaupið í gær fram á kvöld og tók tæpa 20 km.  Mætti svo inn á Akureyri í morgunn og fór á æfingu með Bjargshópnum.  Fann strax að ég var mjög þreyttur eftir æfinguna kvöldið áður en náði að skrönglast 20 km en hafði ekkert í brekkur að gera svo orkulaus var ég.

Þau fóru 24 km en ég stytti af fyrrgreindum sökum.


Er að gera klárt fyrir 1. maí hlaup UFA

Geri mér vonir um að ná ásættanlegum tíma þ.e. 42.xx, veðrið lofar góður logn og blíða eins og alltaf hér fyrir norðan!

Kláraði á 41:56 og bara býsna sáttur, fann þreytu í lærunum fyrstu km og slakaði aðeins á en hljóp síðan eins og ég gat þegar það lagaðist.  Reyndi að ná næsta manni en þrátt fyrir að hafa minnkað bilið verulega þá náði ég honum bara "næstum því".


Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband