Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

London to Brighton 90 km

Gunnlaugur er í dag að hlaupa frá London til Brighton

Hér fyrir neðan er slóð þar sem hægt er að fylgjast með hlaupurunum, Gunnlaugur og Neil Kapoor hafa því miður ekki sendi með sér en hægt að sjá hvernig hlaupinu miðar.  Sýnist flestar vera á bilinu 50 - 70 km nú kl 13:00 að íslenskum tíma og því kannski ekki langt eftir fyrir fremstu menn.

 

London to Brighton

 

Ef valið er Show trails fyrir aftan hvern hlaupara kemur leiðin í ljós.  Best að vera með Aerial view (efst til vinstri) og þá sést hvernig leiðin liggur um ensk sveitahéruð.  Sýnist ekki vanþörf á að vera með kortið uppi allann tímann því ekki er þetta auðratanlegt að sjá.


Stelpur lesa þetta!

Frásögn Krissy Moehl frá UTMB hlaupinu en hún sigraði og var 11 í heildina.  Á auk þess 3 sætið í Hardrock 100 sem er almennt álitið erfiðasta 100 mílna hlaup heims.   Jebb, eins og ég segi þá þá eruð þið stelpur ekki að hlaupa nógu langt, þegar komið er yfir 100 km farið þið að taka okkur strákana í nefið!

Frásögn Krissy Moehl 

 


Ef ykkur leiðist....

...þá er hægt að dunda sér við að fletta í gegnum þessi þýsku trail blöð.   Mjög flottar myndir og þeir sem kunna þýsku geta lesið sér til um búnað, hlaupaleiðir og keppnir.  Rúmlega hundrað síður hvert.  Ekki slæmt.

Blaðið    Þurfið að fletta aðeins niður til að sjá öll blöðin.

 

 


Óvænt uppákoma

Á leið niður þriðja síðasta fjallið í Frakklandi í svarta myrkri fór allt í einu að heyrast í kúabjöllum sem eru mikið notaðar til að hvetja hlaupara áfram.   Þar sem ég var staddur frekar ofarlega í fjallinu og stígurinn mjög erfiður yfirferðar og þröngur fannst mér skrýtið að nokkur væri að hvetja hlaupara á þessum stað. 

Stuttu seinna heyri ég köll í frönskum hlaupurum sem voru stutt á undan mér.  Þar sem franskan er ekki góð gerði ég mér enga grein fyrir því hvað þeir voru að kallast á.  Svo ég hélt bruninu áfram niður en það var eins og hljóðið nálgaðist hratt og þar sem ég varð ekki var við neitt ljós þá var þetta eitthvað meira en lítið undarlegt.  

Nokkrum skrefum seinna hleyp ég næstum framan á vel hyrnt svart naut, og ekki bara eitt heldur sex stykki.   Mér varð ekki um sel enda erfitt að víkja eða forða sér frá þessum vígalegu nautum sem voru ekki að fara að stoppa.  Vinstra megin við mig var brattur og ókleifur bakki og hægra meginn eitthvert snarbratt hyldýpi.  Það eina sem ég gat gert var að stökkva á örgrannt tré sem var í kantinum hægra meginn og vonaði að það héldi.  Nautin stikuðu svo hjá en stoppuðu svo hjá næsta hlaupara á eftir svo hann komst hvergi.  

Ég varð því að hlaupa upp á eftir nautunum og reka þau áfram til að losa hann úr prísundinni.  

Greinilega von á ýmsu í svona hlaupum!

 


Leadville 100 miles MTB

Lance Armstrong vann ef ég man rétt.  Að ári verður víst 24 stunda hjóla og hlaupakeppni en eitt af frægari 100 mílna hlaupunum er Leadville 100 sem er haldið viku eftir hjólakeppnina.


Steinn að gera góða hluti

Steinn Jóhanns þríþrautargarpur var enn og aftur að sanna sig sem einn besti íþróttamaður landsins þegar hann náði 15 sæti í sprettþraut (þríþraut) í Köln í dag og varð ennfremur í fyrsta sæti í sínum aldursflokki.   Verður gaman að fylgjast með honum í Barcelóna í næsta mánuði þegar hann tekst á við heilan járnkarl.

P.s. skv. hlaupadagbókinni þá var Torben í 6. sæti í þessari keppni sem er náttúrulega frábær árangur og hefur verið gaman fylgjast með árangri hans í gegnum árin og hvað hann hefur vaxið mikið sem íþróttamaður og var hann ekki slæmur þegar hann byrjaði.  Verður gaman að fylgjast með þessum ofurjöxlum í þríþrautum framtíðarinnar.   

Er kannski stutt í íslenskan sigur í þríþraut á erlendri grundu?  

 


Frásögn af keppninni

Góð frásögn af keppni fyrstu manna í UTMB

Held að það lýsi best hve erfið þessi keppni er að Scott Jurek sem er einn af þeim betri í heiminum með besta tímann í Western States og eina af bestu tímunum í Hardrock 100 og Spartathlon mátti gera sér 19 sætið að góðu þrátt fyrir að hafa æft í allt sumar í ölpunum. 


Að skána

Svona löng og erfið hlaup eins og UTMB taka vel á líkamann og var ég með töluverðan bjúg eftir hlaupið og um 5 kg þyngri eftir hlaup en fyrir en það er að ganga til baka.  Er nú ca. 2 kg þyngri og finn  að allt er að færast í fyrra horf. 

Öndunin var erfið þar til í morgunn en þindin verður býsna viðkvæm eftir svona átök og eins og hún fái strengi.  Því getur maður bara notast við brjóstkassaöndun en ekki þindaröndun og er afleiðingin frekar grunn öndun og ör.

Einnig hef ég verið með töluverðan hausverk sem ég skrifa á þau átök þegar maður hleypur niður langar erfiðar brekkur með ca. 4 kg bakpoka á bakinu.  Fann um miðbik hlaupsins að axlirnar voru orðnar ansi þreyttar.  

Var býsna þreyttur í gær og í dag en ég hef vanist því að þreytan komi af fullu afli yfir mann 2-3 dögum eftir átök og svefnleysi.  

Annars bara nokkuð frískur í liðum og slíku og reikna með að byrja æfingar í rólegheitum á morgunn.  

Félagar mínir í Bretlandi voru ekki lengi að hvetja til hópferðar að ári í hlaupið en við vorum 3 af 7 sem fórum núna.  Það er ekki hægt að sleppa því tækifæri enda öðlingar þar á ferð.

 


Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband