Leita í fréttum mbl.is

Latur, Laser, Ljós

Kominn í gang eftir smá hlé í febrúar.  Fór heim í laser aðgerð á augum og var því smá hlaupastopp í kjölfarið.  Áður en ég fór heim kom vika með allt að -18 gráðum og hvössum vindi sem skiljanlega gerði lítið úr hlaupum.  Seinnihluta febrúar kom önnur svona vika svo í heildina var þetta hátt í 4 vikna stopp.  Kem samt sprækur frá því, þegar ég hef farið út að hlaupa sýnist mér ca. 10-15 sek hafi farið af  pace-inum, þ.e. ég er mun hraðari eftir pásuna en fyrir.  Hvíldin gerði mér því gott. 

Var samt hlaupalatur í síðustu viku, kom mér bara ekki út þrátt fyrir fínt færi og veður en brúkaði hjólið þeim mun meira en ég hef reynt að hjóla í vinnuna (2 x 7 km) á hverjum degi og reynt að taka smá rúnt um helgar.  Er orðinn mun sterkari á hjólinu og léttara að klifra yfir Storsvingen, 80 m hæð, á leið til vinnu og það þótt vetrarfæri sé.  

Nú er orðið allbjart um kl 6 þegar ég hjóla í vinnuna og hef ég verið að velta fyrir mér að fara að taka morgunrúnt t.d. 6 km hring áður en hjólað er í vinnuna.

Pepp lag dagsins: Basement Jaxx, Rende-vouz

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband