Leita í fréttum mbl.is

25 kaldir

Vaknaði hress og kátur í morgunn og græjaði mig fljótlega út að hlaupa, planið var 25-30 km en nokkuð hvasst var fyrst í morgunn og með mælinn nálægt -10°C þá hljómaði svona langt hlaup ekkert alltof vel.  En eins og ávallt er allt mun betra þegar maður er kominn af stað og það var ekki fyrr en í restina þegar ég hljóp á móti ísköldum strekkingi að fæturnir fóru að stífna og allt varð hægara. 

Leið að öðru leiti vel og 30 km hefðu ekki verið vandamál á aðeins hlýrri degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Börkur.

Til hamingju að vera kominn í WS. Það er upplifun sem þú átt ekki eftir að gleyma. Bara örfáir praktiskir hlutir. Skipulegðu sem fyrst ferðaáæltun til Californíu í gegnum alla dvölina þar. Hvenær ferðu og hvenær kemurðu til baka. Pantaðu gistipláss í Squaw Valley sem fyrst. Það er ódýrt núna en fyllist þegar nær dregur. Eins þarftu að hyggja að gistingu í San Francisco. Hún verður dýrari eftir því sem nær dregur.

Mbk

Gunnlaugur

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 18:16

2 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar, ætla að leggjast yfir þetta um jólin og þú mátt alveg senda mér hvernig þú hafðir þetta í e-pósti, þ.e. hve langan tíma þú varst á svæðinu, hvar þú gistir o.s.frv.  

Var einmitt að fá bókina þína í hendurnar í þessum töluðu orðum og þar ert þú á forsíðunni að koma í mark í WS, stefni á að eignast eins mynd bara með mér á henni :)

Börkur (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 20:43

3 identicon

Er þá UTMB dottið út hjá þér?

Fríða (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 21:01

4 identicon

Neibb, það er tveimur mánuðum seinna og ætti maður að vera kominn aftur í góðan gír.

Börkur (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 22:26

5 identicon

Sæll Börkur.

Ég flaug vestur á mánudegi. Var í San Francisco þrid. og mid. Það er nauðsynlegt til að átta sig á hlutunum, venjast hitanum aðeins og skoða þessa stórkostlegu borg. Við Ágúst keyrðum til Squaw Valley á fid. og vorum komnir þangað um miðjan dag. Þá var fundur seinni partinn. Föstudagur er aðal undirbúningsdagurinn, stóri fundurinn, skráning og afhending gagna. Hlaupið byrjar á laugardagsmorgun og endar í Auburn framan af sunnudegi. Komið til San Francisco á sunnudagskvöld. Ég var svo í SF á mád. og þrid. til að nota ferðina og skoða mig um. Mæli með því. Átti góða daga þarna meðan ég var að jafna mig í fótunum. Flaug heim á mid. Þú þarft að finna út úr því hvernig þú kemst til Sqauw Valley og síðan til baka frá Auburn. Það þarf einnig að flytja dót frá SV til Auburn á meðan á hlaupinu stendur ef þú hefur engan hjálparmann. Svo þarf að komast heim til SF frá Auburn. Ég hafði ekki áhyggjur af þessu vegna aðstoðar þeirra Ágústar og Kristins.

 Mbk

Gunnlaugur

gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband