Leita í fréttum mbl.is

Kalt

Hver æfing er nú tekin í -10 til -13 gráðum og er það í góðu lagi svo lengi sem lognið flýtir sér ekki.  Var dálítið lengi að finna rétta samsetninguna á fötum til eiga við svona hita en frétti það svo frá Eiði Aðalgeirs að hann hlypi alltaf í Powerstretch peysu frá 66°N.  Þar sem ég átti eina inn í skáp þá var hún dregin fram og þvílík snilldarpeysa, heldur vel hita og er þægileg í alla staði þó hún sé oftast algjörlega á floti eftir 20-25 km hlaup.  Norska ullarpeysan (Devold) er eins og ískápur við hliðina á þessari græju og jafnvel þó ég væri í annarri peysu til.  Notast svo við einfaldan hlaupajakka utan yfir.  Mæli klárlega með henni í vetrarhlaupin.

Þarf að fara að endurnýja skónna mína hvað úr hverju, finn að dempunin er orðin léleg og ekki eins gaman að fara út að hlaupa og ca. 15 sek farnar af æfingarpace-inum sem gerist iðulega þegar skórnir hætta að virka sem skildi, gerist yfirleitt þegar þeir skríða yfir 700 km.  Hætti yfirleitt að nota þá eftir 850 km.

Árið stefnir í 3000km, vantar 3 góðar æfingar upp á það og þá ætti ég um leið að detta inn í nýtt ár í mínu besta formi hingað til, vigtinn töluvert sunnar enn síðustu ár, spennandi keppnir framundan,  svo þetta lítur bara vel út.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugnaður í þér. Gangi þér vel í baráttunni :)

Robbi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Til hamingju með daginn kæri vinur.  Við eigum eftir að sakna þín á Dyngjuveginum í kvöld!

Eva Margrét Einarsdóttir, 31.12.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband