Leita í fréttum mbl.is

Hásin

Nú er rúm vika síðan ég rétt náði að bjarga mér frá falli á hjólinu og um leið bjarga því að lenda fyrir stífbónuðum BMW!

Það tók sinn toll því þegar ég setti lappirnar niður þá fékk ég pedalana á fullu krafti aftan á hásinarnar og þar sem þeir eru prýddir göddum til að gera þá stamari þá urðu verulegir eftirmálar af þessu "slysi".   Hásinameiðsl eru ekki beint á óskalista hlauparans, sérstaklega ekki þegar hann er að fara keppa eftr 4 vikur.  

Fór á brettið í dag og prófaði dæmið og virtist allt vera í nokkuð góðu standi svo ég rúllaði 15 km.  Sár eru þó ennþá sjáanleg þrátt fyrir að rúm vika sé síðan að þetta gerðist.

Í fyrstu var þetta í lagið og ég gat hlaupið með því að setja plástur á neðra sárið en þegar marið fór að koma (mest á milli sáranna) þá varð ég að hætta öllum hlaupum enda þrýsti hælkappinn reglulega á sárið.

 En nú er bara að skokka rólega næstu daga áður en ég tek vikufrí eða svo fyrir hlaupið úti.

Hásin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

áds! vonandi tjaslast þetta saman fljótt og vel.

Valdís (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 21:16

2 identicon

Ásgeir segir að þú sért bara vælukjói.   Hann segist vera með slitin liðbönd (...næstumþví) og gengur um með úldna risaspelku með járnum í utanum hnéð bara til að geta labbað sársaukalítið.   Hann segir að þú ættir nú ekkert að vera að væla "kallinn minn" og kallar það gott ef hann getur eitthvað hlaupið fyrir keppnina okkar...  þeas "ef ég kemst í keppnina og verð ekki bara aðstoðarmaður þinn þarna.  Er SVO illa farinn".

Bibba (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 00:10

3 identicon

hahaha, já Bibba, ég og kallinn þinn er kominn í meting saman, hvor verður ónýtari þegar að keppni kemur........úldna risaspelku púhahahah :)

Börkur (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 06:26

4 identicon

Ekkert væl drengur, komaso

hvala (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 19:43

5 identicon

Shit

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband