Leita í fréttum mbl.is

Jökulsárhlaupið


Undirbjó mig ekkert sérstaklega þar sem ég komst aldrei í neinn karbólód gír eins og ég ætlaði.  Drakk því bara aðeins af orkudrykk fyrir hlaupið og ætlaði bara að hlaupa á þeirri orku sem var til staðar eftir nokkrar ferðir út að borða í RVK vikuna á undan ásamt 5 gelum. 

Ætlaði að byrja rólega og tókst það nokkurn veginn, var ekkert stressaður þó ég sæi fremstu menn hverfa á undan mér.   Gekk þokkalega fyrstu 4 km og allt á plani þegar ég lenti í tómu rugli.  Öll orka hvarf og þar með löngunin til að klára þetta hlaup.  Skakklappaðist þó áfram á þokkalegum hraða en var farinn að sjá að ég færi í besta falli bara niður í Hólmatungur og ekki meter meir. 

Ákvað svo að gera eitthvað í mínum málum á km 8 og steig út fyrir brautina og fékk mér gel og vatn í rólegheitum meðan nokkrir þustu hjá.   Var lítið skárri og  var því nánast búin að ákveða að hætta í Hólmatungum.  Fæ mér vatn og í því mætir félagi Ævar á staðinn og í stað eymdar ákvað ég að rúlla með honum.    Stuttu síðar finn ég hvar orkustigið vex hratt og fljótlega ligg ég rétt yfir 4 mín tempó.  Eins og ávallt er ég í baráttunni við Ívar og Ingólf og því markið sett að nýta þessa nýfengnu orku til að elta þá uppi en þeir höfðu ca. 2 mín forskot á mig.  Hljóp svo eins og druslan dró næstu km og hljóp nokkra hlaupara uppi sem höfðu farið fram út mér.  Náði tvíeykinu ásamt félaga Halldóri stuttu fyrir Vesturdal og fann þá orkuna vera farna að dvína aðeins.  Fékk mér annað gel en það gerði lítið nema að halda í horfinu.  Ákvað því að rúlla þægilega niður að næstu drykkjarstöð og keyra frekar á síðustu km ef ég fengi auka orku í restina. 

Rúllaði svo fínt niður með brúninni og dró jafnt og þétt á Ívar og Ingólf og einn til (Viðar Braga).  Sá að ég var hraðari í ójöfnunum svo ég var alveg rólegur og nokkuð viss um að ná þeim í restina.  Þegar nær dróg "skóginum" í lokin keyrði ég upp hraðann og náði þessum þremur og er að gera mig tilbúin til að fara fram úr við næsta tækifæri þegar Ingólfur steinliggur fyrir framan mig og þar sem ég ætla að stinga mér framúr meðan hann er í einhverri Matrix stellingu og við það að lenda þá flýg ég að sjálfsögðu líka á hausinn. 

(Hér vildi ég að sagan hefði verið á þann veg að Ingólfur hefði sparkað mig niður en eftir kröftug mótmæli frá þá lét ég undan, sagan hefði þó óneytanlega verið betri þannig!) 

Ég var varla lentur þegar ég fékk þessa líku svakafínu krampa aftan í lærin og var alveg stopp við að ná þeim úr mér í ca. 2 mín.   Þar með missti ég af möguleikunum á topp tíu.

Tíminn svona la la, hefði átt að liggja nær 2:40 á góðum degi en í heildina bara sáttur með að hafa náð að rífa mig upp eftir Hólmatungur og hlaupa dúndurgott hlaup það sem eftir var. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha fórstu út að borða með 5 gellum? (Vantar ekki örugglega eitt L?) :)

Til hamingju með hlaupið!

Heiða (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 20:15

2 identicon

Sé þetta rétt, sem ég dreg ekki í efa, getur það verið skýringin á orkuleysi í hlaupinu. Hef heyrt að knattspyrnuþjálfarar banni kvennafar jafnvel sólarhring fyrir leik, og það þó einungis ein gella eigi í hlut. En fimm, Börkur, þú ert nú ekki tvítugur lengur. Tek svo að sjálfsögðu undir hamingjuóskir með hlaupið.

Davíð (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 21:14

3 identicon

sönnunargagn er í myndunum hans Snorra á facebook, þar sjást allavega fjórar gellur með Berki. 

http://www.facebook.com/#!/photo.php?pid=120868&id=100001137986881&ref=mf&fbid=119961971385068

Fríða (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 21:36

4 identicon

Ha ha snilld!  Svona fer þegar maður skrifar of hratt.  Fór reyndar út að borða með 3 gellum í vikunni á undan en var svo með 5 gel í hlaupinu :)

Börkur (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband