Leita í fréttum mbl.is

Mývatnsmaraþon - report

Mætti í Mývatnssveitina ca. 40 mín fyrir hlaup sem var í það stysta því ég var smátíma að græja mig og ná í númer.  Þannig að ég náði lítið að pæla í hlaupinu sjálfu, leið og slíku.  

Margt góðra manna og kvenna voru mætt á svæðið og leit út fyrir góða keppni á öllum vígstöðvum.  

Eftir startið tók ég því rólega en sá fljótt að betra væri að halda sig í hóp en að vera einn á ferð.  Jók því smá við hraðann og kom mér í hóp með Rúnari Marinó, Unnari Hjalta, Erlendi Birgis o.fl.  

Hraðinn var meiri en ég ætlaði að fara á en hugsaði sem svo að ég væri amk ekki að berjast við vindinn einn.   Síðan gekk bara nokkuð vel að km þá fór ég aðeins að finna fyrir taki aftan á hægra lærinu og átti um stund erfitt með að halda í hópinn en eftir það var kallað á mig að hlaupa með hópnum þá herti ég mig upp og náði honum.  Hélt því vel að afleggjaranum að Norður Mývatni. 

Þar átti meðvindur að taka við af miklum mótvindi sem auðvitað varð ekki.  Ég datt hinsvegar í góðan gír og hljóp vel næstu km og fjarlægðist hópinn örlítið.  Eftir drykkjarstöð á km 25 náði Unnar mér og við rúlluðum fínt saman.  Mér leið stórvel og planaði hvernig ég ætti að taka hlaupið eftir km 30.  Unnar hafði þá spurt mig á hvaða tíma ég væri að stefna og sagði ég amk undir 3:20 en meðalpace-inn var vel undir því (ca. 3:13 maraþon).   

Síðan tek ég eftir því að Unnar eykur bilið og taldi ég að hann væri að gefa í en ég skildi ekki afhverju ég gat ekki haldið í hann, leið vel og allt virkaði fínt.  Stuttu seinna sé að ég er kominn nálægt 5 mín pace og var ekki að skilja hvað væri í gangi.  500m seinna var ég orðinn það stífur aftan í lærinu að hraðinn var kominn niður í góðan gönguhraða.   

Frá km 29 var að mestu gengið að drykkjarstöðinni á km 30 þar sem ég reyndi að teygja á eins og ég gat.  Var ekki viss um ég gæti haldið áfram en ákvað að prófa að hlaupa.  Fann að kollurinn var í góðu lagi og dauðlangaði að rúlla nokkra km í viðbót, fæturnir voru kannski ekki á sama máli en kollurinn fékk að ráða.  Gekk svona la la enda fljótur að stífna í stoppinu.  Að km 32 var þetta bara bull en gat svo aðeins farið að hlaupa betur.  

Þegar ég komst svo í brekkuna niður frá drykkjarstöðinni á 35 km þá fór ég loks að sjá aftur tempó fyrir neðan 5 mín.  Síðustu 7 km voru svo aðeins betri þótt leiðin síðustu 3 km hafi verið aðeins meira upp á við en ég bjóst við.  Tíminn 3:43, langt frá markmiðinu en í góðu miðað við það gauf sem ég lenti í.

Allt í allt frábært hlaup, veðrið slapp og jarðböðin/grillið toppuðu þennan dag.  

Takk fyrir mig, starfsfólk Mývatnsmaraþons.

 

....já og nú undir kvöld hef ég smátt og smátt verið að fá verri og verri strengi framan í lærin, áts....!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband