Leita í fréttum mbl.is

UTMB 2010 - áhugaverð keppni I

Eftir að hafa fjórum sinnum til Chamonix og alltaf lent í sól og blíðu þá hlaut að koma að veðrið færi að stríða manni, það gerðist núna.  

Veðurspáin viku fyrir spáði rigningu en þegar nær dróg þá var veðurspáin sól og blíða og 27 stiga hiti. Þegar ég mæti á svæðið var vel heitt en á föstudeginum rigndi fram yfir hádegi, úrhelli reyndar.  

En við start var veðrið tilvalið til hlaupa, ca. 15 gráður og skýjað.  Tíu mínútum eftir start byrjaði hinsvegar að rigna nokkuð duglega og hélst það upp fyrsta fjallið.  Fór frekar rólega upp þar sem þetta fjall hefur alltaf reynst mér erfitt, bæði upp og niður.  Niðurhlaupið var erfitt og vel hált í drullu og blautu grasi og var annar hver hlaupari á hausnum.  Hlakkaði hinsvegar til að hlaupa inn í St. Gervais en það er ekkert sem toppar að hlaupa hring í bænum undir fagnaðarlátum áhorfenda sem raða sér meðfram leiðinni.  Þegar ég kom inn á drykkjarstöðina voru frekar margir hlauparar á svæðinu en ég fór beint að vatnsborðinu og byrjaði að fylla á.   Leit svo í kringum mig og fannst eitthvað skrýtið í gangi, hlaupararnir virtust ganga hringi þarna inni og ég sá þrjá þjóta út öfuga leið.  Hugsaði bara með mér að vera snöggur að fylla á og drífa mig út af svæðinu og ná þannig fram út mörgum en þá heyrði ég í hátalarkerfinu að búið væri að stoppa hlaupið.  

Ég byrjaði því að leita eftir hlaupurum sem ég þekkti en um leið fylgdist ég með viðbrögðum annarra hlaupara sem voru að koma inn á stöðina.  Ljóst að margir tóku þetta ansi nærri sér enda búnir að æfa vel, ferðast langar leiðir og komnir í adrenalín vímu eftir hlaup niður fjallið og hringinn í bænum.  

Hitti svo á Höskuld og við sáum að við kæmumst ekki strax í rútu eða lest þannig að við ætluðum bara að fá okkur bjór á staðnum meðan við biðum.  Þá renndi smárúta upp að okkur og okkur boðið að taka hana til Chamonix.   Þar röltum við á næsta bar og fengum okkur stóran bjór enda ekkert sem benti til nýrrar keppni enda mígringdi á leiðinni heim í rútunni.  

Hitti síðan TDS hlauparana, Daníel og Sigga, en keppninni þeirra hafði verið aflýst án þess að þeir hefði fengið að hlaupa nokkuð og voru þeir að vonum svekktir.  Síðan var tjattað fram á nótt þar til SMS kom rétt fyrir 3 um að hlaup yrði daginn eftir.   Skreið inn í rúm annars hugar enda heillaði það ekki að skella sér í 100km hlaup eftir hlaupið kvöldið áður, nokkra bjóra og smá rauðvín og kannski 1 klst svefn því rúturnar áttu að fara snemma og því ræs kl. 5.  

Íslensku hlaupararnir fyrir start

 

 

 

 

 

 

Íslensku hlaupararnir

Á leið upp fyrsta fjallið

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leið upp fyrsta fjallið

Á leið upp fyrsta fjallið II

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leið upp fyrsta fjallið

Á leið inn í St. Gervais

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leið inn í St. Gervais á km 20

Confusion

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlauparar strax eftir stopp

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel af sér vikið Börkur, þetta á eftir að verða heill kafli í ævisögunni. Og svo kemur alltaf annað hlaup, þú átt eftir að taka þessi fjöll í gegn nokkrum sinnum í viðbót.

Davíð (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband