Leita í fréttum mbl.is

WS100

Það var frekar kalt i Kanada og USA dagana fyrir hlaupid og náði ég mér í slæma kvefpest föstudaginn fyrir hlaupid og var ekkert of bjartsynn á að ég gæti lagt af stað þegar ég lagðist á koddann kl 21:00 um kvöldið. 

Var þó skárri þegar ég vaknaði og græjaði mig í fötinn og náði í númerið.  Eftir startið gekk ég nokkuð greiðlega upp fyrstu brekkuna, hljóp 3-4 sinnum smá spotta til að prófa lappirnar en annars var þetta of bratt til að hlaupa, amk fyrir mig.  Þegar yfir tindinn var komið la leiðin yfir snjóbreiðu næstu 8 km eða svo.  Ákvað að hengja mig í 15 manna hóp og hlaupa aftastur, þannig gat ég valið bestu leiðina þegar ég sæi hvernig hinir hlypu hana.  Stor hluti af leiðinni var í lækjarfarvegum og snjóslabbi og hraðinn ekki mikill enda hlaupararnir endalaust á hausnum.  Helt bara rólegri ferð fyrir aftan þá og passaði mig á því að misstíga mig ekki. 

Þegar niður úr þessu var komið tók við vegur næstu ca. 20 km, bæði niðurámóti og á flatlendi.  Reyndi að halda rólegu tempói en nýta mér jafnframt það að það var þægilegt hitastig.   Við Duncan Canyon var byrjað að hitna og ég tók þá ákvörðun að labba sem mest yfir hádaginn eða fra ca. 9-10 vel fram yfir hádegi, amk til 3-4 eða þar til það færi að kólna (ca. til Forrest hill).  Hafði ekki fengið neina hitaþjálfun af viti þar sem Norðmenn lokuðu sundlauginni fra apríl til maí. 

   Setti stefnuna á að vera í Forrest hill vel eftir fimm um daginn. Það gekk ágætlega, fullt af fólki tók fram úr mér á þessum parti og spurði hvort ekki væri allt í lagi og ég sagði bara eins og var að ég ætlaði að taka því rólega í sólinni, og það skyldi það vel þegar ég sagðist vera frá Íslandi.  Fra Duncan Canyon til Forrest hill leiddist mér eiginlega, bara ganga upp og niður.  Þó að Mont Blanc hlaupið sé með fleiri háum fjöllum þá fannst mér erfiðar andlega að fara upp þessar endalausu smá hæðir.   Töluverður snjór var í Robinson flat og eftir þá stöð villtist ég og fleiri hlauparar en þá hafði gulum veifum og flöggum verið komið fyrir á stórum bletti í skóginum og engin leið að vita hvert við áttum að hlaupa.  Það var ekki fyrr en við heyrðum aðra hlaupara kalla að við værum að fara ranga leið að við fundum út úr þessu rugli. 

Matalystin var ekki mikil en hún hverfur vanalegast þegar ég kvefast og fátt sem ég gat étið á drykkjarstöðvunum eða réttara sagt, maginn var ekki í stuði fyrir það sem var í boði.  Vínber og melónur ásamt geli var matseðill dagsins (og já þetta er viðbóður saman þegar borðað er í heilan dag)

Brekkurnar upp að Devils point og Michingan bluff voru frekar erfiðar enda vel heitt þar. Stoppaði dálítið lengi á Devil´s point þar sem íspinninn sem ég fékk var svo beinfrosinn að það tók dágóða stund að þíða hann upp í hitanum !

Frá Michigan Bluff var markmiðið að ná upp orku og koma fínn inn í Forrest hill.  Margir kvörðuðu yfir hitanum í giljunum og Portugali einn sem var alltaf í nágrenni við mig kvartaði mikið undan honum sem og fremstu hlauparar.  Hitinn angraði mig þó ekki mikið fyrri hluta leiðarinnar. 

Kom í Forrest hill nokkuð kátur á ca. 13:30 tímum og var bara rólegur. Fann aðeins fyrir blöðurmyndun undir táberginu báðum meginn en ákvað að kíkja ekkert á það, hlyti að þola það í nokkra klukkutíma í viðbót. 

Þegar ég lagði af stað frá Forrest hill fann ég að orkan var í góðu lagi og ég ekkert of stirrður fyrir hlaup, reyndar bara æstur í hlaup svo við rúlluðum frekar greitt niður frá Forrest hill og langleiðina niður að American river.  Þá byrjaði að dimma og mitt crew var með betra ljósið handan við ánna.  Fannst frekar erfitt og óöruggt að hlaupa með litla ljósið þannig að ég gekk síðasta partinn að stórum hluta. 

Við stöðinna við ánna fékk ég mér melónur og gel til viðbótar og það fór beint upp úr mér, taldi nóg komið af gelum í þessari keppni!

Fórum yfir ánna í gúmmíbát og var ræðarinn ánægður með að heyra að við værum frá Íslandi og sagðist vera á leið til Íslands næsta sumar til að vinna við fljótasiglingar.  Lítill heimur!

Hittum Allan Trans sem var í crewinu mínu við ánna og gengum með honum upp í Green gate stöðina.  Var bara í góðu standi og eftir að hafa skipt um ljós gengum við af stað, fórum fljótt að hlaupa og var það bara létt.  Þegar ég var ca. hálfnaður kom ég einu geli ofan í mig en þegar ég ætlaði að fá mér annað þá kúgaðist ég og létt það gott heita.  Rúllaði fínn niður að ALT stöðinni, frekar þyrstur þó því nóttin var heitari en ég átti von á.  Steig á vigtina og var rétt yfir en annars hafði ég alltaf verið á gramminu.  Þar sem ég var sá eini sem kom inn á stöðina fór ég eitthvað að tala við læknana og sagði að gelin gerðu mig vel grænan í framan og bara að hugsa um þau fengu mig til að kúgast.  A leið til drykkjarborðsins kallaði læknirinn í mig og spyr hvort að ég hafi pissað nýlega, ég kvað nei við og spurði hann þá hvort ég vildi ekki fá mér að drekka og athuga hvort ég gæti pissað.  Það var minnsta málið, langaði þó mest til að bruna í mark því mér leið mjög vel og orkustuðullinn hár.  Mér gekk þó ekkert að pissa, fékk reyndar frekar lítið að drekka. 

Læknunum stóð ekki á sama, ekki gátu þau látið mig fara eftir að vera búin að taka mig í sína umsjá og ekki búin að fá grænt ljós á mitt ástand svo á endanum tóku þau ákvörðun um að senda mig á sjúkrahús í tékk.  Það reyndist góð ákvörðun því nýrun höfðu fengið slattia af próteini frá niðurbroti í vöðvunum sem er ekki gott og maður vill hreinsa burt SNAREST.   Var þó ekki að pissa blóði eins og margir aðrir og læknirinn var feginn að ég hélt ekki áfram.  Allann þennan tíma leið mér mjög vel og fannst þetta bara vesen en betra að vera öruggur, engin sylgja er nýrnanna virði.   Hef sennilega fundið þetta á mér því rétt áður en ég fór út keypti ég auka tryggingu til að dekka svona áföll en þá hafði ég lesið alltof margar WS100 frásagnir sem höfðu endað þarna inni á þessu sama sjúkrahúsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að ná þó þetta langt, þetta er ekkert smá þrekvirki.  Og maður fær bara ógeð á melónum og geli við það eitt að lesa þessa frásögn :)

Fríða (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 09:58

2 identicon

Segi það sama.... til hamingju með að ná þetta langt. En já það er betra að halda nýrunum í lagi :) Þú ert hetja fyrir það eitt að byrja á þessu :)

Robbi (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 11:25

3 identicon

Hæ Börkur, til hamingju með afrekið og ákvörðunin að klára ekki þessi 15 mílur (hver sem hana tók) og vera heilbrigður það sem eftir er. Varstu sáttur við þessu ákvörðun? Frásögnin hljómar frekar eins og þér hafi liðið ágætlega allan tima en svo þurftir þú að hætta... Farðu vel með þig.

bk Corinna

Corinna (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 13:15

4 identicon

Flottur :) Vel gert! Það er nú betra að komast heill frá þessu en ekki. Svo kemur annað WS eftir þetta, þú virðist hafa farið nokkuð létt með þessar 85 mílur sem þú kláraðir þannig að þú varst á góðri siglingu.

En hvað er málið með gel, melónur og vínber? Er það eitthvað sem ofurhlauparar lifa á í sólahring á hlaupum án þess að fá ógeð og ælu upp í háls? Ég ætla nú bara rétt að vona (er nokkuð viss um) að Frakkarnir hafi þetta aðeins kræsilegra

Helga Þóra (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 13:30

5 identicon

Ja Corinna eg var sáttur við þessa ákvörðun, var alveg klárt hjá mér að ég myndi hætta ef að það kæmu upp einhver svona vandamál og hefði ég líklega líka hætt ef hitinn hefði orðið mjög mikill.  Leiðin er kannski ekki eins erfið og í UTMB en aðstæðurnar eru einhvernveginn öðruvísi.

Borkur (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 15:41

6 identicon

Þú ert til fyrirmyndar

Auður (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 21:54

7 identicon

Tek undir með Auði - þú ert til fyrirmyndar :)

Sigrún (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 22:16

8 identicon

Þú ert alltaf flottur:) Góð frásögn.Ég er stolt af þérGóða ferð heim.S

Saga (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 19:48

9 identicon

Leitt að þú þurfti að hætta. En til lukku með skynsemina og þær 85 mílur sem þú klárðir! Þetta er allt reynsla í hlaupapokann þinn :)

Helga Árna (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 00:11

10 identicon

Fúlt að þurfa að hætta - en eins og þú segir, nýrun eru meira virði en medalía.....!! Þú ert samt algjör nagli að leggja í þetta. þetta er gott í bankann......... þ.e reynslubankann og hann er ekki beint tómur hjá þér :-)

Sigrún Glenna (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband