Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

UTMB & Scott Jurek

Styttist í hlaupið og spennan vex.   

Eftir hremmingarnar í WS100 í vor þá ætla ég að vera á varkár og auk þess sem ég ætla að taka púlsmæli með og hlaupa  eftir honum.  Ég er nefninlega svo viðkvæmur fyrir öllum orkuskotunum sem koma af og til í svona hlaupum t.d. eftir hvert gel að ég þarf að hlaupa þá orku úr mér (yfirleitt hlaupið mun hraðar en gott er í svona löngu hlaupiu) sem gerir hlaupið því frekar rykkjótt og ætla ég að reyna að nota púlsmælinn til að stramma mig af.  Ef ég finn að eitthvað er ekki eins og það á að vera þá hætti ég og set augun frekar á hlaupið að ári.  

Er heldur ekki viss um að ég sé að fullu búinn að jafna mig eftir WS, átti lengi í vandræðum með púlsinn á æfingum og því urðu þær oft frekar endasleppar.  Finnst lærin heldur ekki komin í fyrro styrk en vonandi kemur það með karbólódi vikunnar. 

Hef ávallt hlaupið fyrri hlutann á 12 tímum en seinni hlutann á 20 til 30 tímum!  Ætla að reyna að jafna þetta aðeins núna.  

Í WS100 hlaupinu brugðust lærin mér algjörlega, var úber sterkur áður en ég fór út en þau voru búin eftir nokkra km.  Í UTMB í fyrra gat ég tekið 4500 metra hæðarlækkun á botnkeyrslu (sumstaðar mjög bratt) og lærin héldu það vel út, fór ekki að finna til fyrr en á km 130.  Hvað klikkaði í WS er ég ekki viss um en frá byrjun fannst mér eitthvað vera að, hvort sem það var kvefið sem ég var með vikuna á undan eða eitthvað annað.   

Hélt að ég hefði amk þann styrk þegar ég fór í WS en þar var ekkert. Hljóp mikið með hlaupara frá USA í WS og lenti hann í tómum hremmingum og kláraði á 26-27 tímum og langt frá getu en hann hafði aldrei lent neðar en í 5 sæti í 50 km/50 mílna hlaupum svo það er eitthvað við WS sem gerir það erfiðara en önnur hlaup þrátt fyrir að brautin sjálf sé létt.  

Hlaupið núna mun því ráðast af því hvernig lærin þola niðurhlaupin.  

Annars var ég að fá SMS frá systrum mínum sem einu sinni héldu að ég væri stórskrýtinn að hlaupa eins og vitleysingur út um öll fjöll.   Þær eru núna í matarboði hjá Scott Jurek í Chamonix á meðan ég sit hér í Noregi og borða fúlt salat!!  :)


RVK maraþon

Það var gaman að fylgjast með hlaupurum úr fjarlægð og margir að standa sig vel, gaman að sjá Íslendinga fremsta eða í fremstu röð í öllum vegalengdum.  Þess utan er gaman að sjá hversu mörg ný nöfn eru komin á lista yfir okkar bestu hlaupara og hvað tímarnir eru góðir, ótrúlega margir undir 40 mín/10 km og 1:30 í hálfu en þar var nú ekki þétt setin bekkurinn þegar ég var að byrja.  

Stefnir því að við eignumst ansi marga góða hlaupara á næstu árum ef þeir halda áfram að bæta sig.  

 

 


.....for 20 hours of running thru the most beautiful race course on earth

Þetta eru orð Bandarríkjamannsins Karl Meltzer um UTMB hlaupið en hann hefur hlaupið flest 100 mílna hlaup í USA. 

Get ekki annað en verið sammála honum, það er fátt sem toppar þetta hlaup.  WS100 var að stærstum hluta skógahlaup og bauð ekki upp á mikið útsýni, ekkert verra fyrir það enda eru engin tvö hlaup eins í þessari vegalengd.

Börkur


Reykjavíkurmaraþon

Nú framundan er Reykjavíkurmaraþon og því fylgir ávallt heljar mikið tilstand enda margir að stíga sín fyrstu skref í 10, 21,1 og maraþoni.  

Mikil umræða hefur verið um aðstoð og vilja sumir meina að hvatning og það að hjóla með fólki og gefa því kók eða orkudrykk sé ólögleg utanaðkomandi aðstoð.  Þvílíkt anskotans kjaftæði sem það er! 

Frá því að ég byrjaði að hlaupa þá hefur alltaf verið lagt mikið í það að styðja byrjendur í hlaupum og líka þá sem vilja ná PB.   Þess utan hafa margir ekki getað drukkið þá drykki sem eru í boði eða vilja hafa sína eigin drykki t.d. átti ég í erfiðleikum með blá Poweradin lengi vel og lét alltaf einhvern geyma minn eigin orkudrykki í hlaupum heima.  Það er jafnmikið sport fyrir aðstandendur og vini að aðstoða sitt fólk eins og fyrir keppendur að taka þátt.  T.d. er það alvanalegt að í maraþonum erlendis að hlauparar láti sitt fólk vera með drykki á leiðinni, enda er það ekki bannað.  Einungis ætlast til að hlauparar hlaupi tilgreinda vegalengd. 

Að þessu sögðu þá er vert að benda á það að í Tour du France eru óskráðar reglur þess efnis að ef einn af fremstu mönnum lendir í vandræðum t.d. keðjan fer af þá bíða hinir eftir honum (amk skyldist mér það á frétt um daginn).  Það er nefninlega heimska að það þurfi að vera reglur til um allt, það er nóg að gera kröfu til fremstu hlauparanna þ.e. þeir sem eru í baráttu um verðlauna sæti að þeirra árangur sé óumdeildur að keppni lokinni.  Þá er t.d. stór munur á því hvort keppendur mæti með utankomandi og planlagðan pacer í keppni eða hvort einhver slæst í för með keppendanum.  

Mér vitanlega er engin almenningskeppni á Íslandi haldin með fyrirfram skilgreindum reglum og engin að ég held undir merkjum ÍSÍ eða annars sambands og hafa þau því enga lögsögu til að ákveða hvort eitt eða annað sé ólöglegt en geta að sjálfsögðu verið leiðbeinandi aðili.  Correct me if I´m wrong!

Þannig að ekki láta umræðu undafarnar vikur trufla ykkur, aðstoðið ykkar fólk í brautinni eins og þið best getið, hvort sem það er hvatning, kók eða snickers!!:)


Challenge Copenhagen

Búið að vera meiriháttar að fylgjast með þríþrautarköppunum í dag og þrælspennandi.   Þar sem þeir störtuðu á mismunandi tímum þá var spennan enn meiri því heildartímarnir sögðu ekki allt þar sem munur á startímum gat verið töluverður.   Fjórir skelltu sér undir 11 tímana sem er vel að verki staðið og voru þeir að klára maraþonið að vel viðundandi tímum.  Hef bara tekið einu sinni þátt í þríþraut og þá var hjólaleggurinn 7 km og 3 km hlaup á eftir, ekki voru það merkilegar vegalengdir miðað við Ironman en ég gleymi því seint hvað fæturnir voru ónýtir eftir þessa stuttu stund á hjólinu, að hlaupa maraþon eftir 180 km á hjóli er eitthvað sem er ekkert annað en ofurmannlegt!

Til hamingju allir Ironmen og konur, frábært að fylgjast með ykkur, þið hafið án efa hvatt marga til að prófa Ironman með frammistöðunni í dag.


« Fyrri síða

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband