Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Léleg æfing

Var alveg harðákveðinn að taka 13-17 km í dag og skellti mér niður í Átak eftir vinnu.  Klæddi mig í gallann og hugsaði um leið hvaða leið ég ætlaði að fara og hvernig ég ætlaði að hlaupa hana, en um leið og ég komst út og byrjaði að hlaupa fann ég að ég lappirnar voru grjótþungar og náði ég engu stuði í þar svo ég endaði á að stytta hlaupið niður í ca. 8 km.  Líklega bara einn af þessum dögum þar sem maður hittir sjálfan sig illa fyrir.

Fréttamat

Verð að taka undir með Gunnlaugi að fréttamatið er frekar skrítið hjá þessum blessuðum fjölmiðlum okkar.  Það er engin launung að fjölmiðlar fjalla ekkert eða amk lítið um almenningshlaup ef Reykjavíkurmaraþon er undanskilið, já og kannski ÍR hlaupið. 

Þátttakan í hlaupinu um helgina hefði átt að vekja athygli enda ekki á hverjum degi sem 150 manns hlaupa hálft maraþon.

Spurningin er, er það framtaksleysi okkar hlauparanna að t.d. úrslit og umfjöllun um hlaup birtist ekki í blöðunum en ef það þá birtist þá er  það undir einhverjum undarlegum flokkum, fólk í fréttum, lífstíll en ekki á íþróttarsíðunum.  Vantar kannski einhvern "upplýsingafulltrúa" sem kemur þessum upplýsingum á framfæri og fréttamiðlar gætu þá bara haft samband við þennan tiltekna aðila í stað þess að leita uppi einhvern sem sér um tiltekið hlaup.  Auðvitað er vonlaust að koma öllu að en hægt væri að sigta út þau hlaup þar sem keppni er mikil (t.d. ÍR hlaupið) eða eru óvenjuleg (t.d. Vesturgatan).  Jafnvel væri hægt að birta af og til topplista í 5 km, 10 km, 21.1 og maraþoni.

Kannski viljum við bara fljúga undir radarnum en að mínu mati verðskulda okkar fremstu menn mun meiri athygli en varamenn í fótbolta.

Kannski er þetta bara útópía!


Annar rúntur um dalinn

Þurfti að ná í bílinn niður á Dalvík í morgunn og ákvað að taka lengri leiðina þangað eða hringinn í dalnum (23 km).  Var frekar þreyttur þegar ég náði að bílnum og sat hálfmaraþonið í gær í mér.  

Stefni á góða viku núna og ná viðunandi tíma í 1. maí hlaupinu á Akureyri (10 km), helst sub: 43:00

 


Hamborg maraþon

Sé að Jói Gylfa er kominn í mark á 3:08:23 eftir 1:24:05 splitt í hálfu.  Hann fékk tak í bakið stuttu fyrir hlaupið, spurning hvort það hafi verið að angra hann í seinnihlutanum.

Hrafn Ómar bróðir hans var nú að klára á 3:18:14, flott hjá þeim bræðrum.

Tók þátt í Kosningahlaupinu á Akureyri í gær morgunn.  Var ekki alveg viss hvað ég ætti inni eftir mjög erfiða 25 km æfingu á fimmtudaginn en ákvað að keyra bara á þetta og sjá til.  Fór frekar hratt út í byrjun og hljóp með Þresti fyrstu 4 km eða svo en fann svo að það var of hratt fyrir mig og hægði á niður í ca. 4:20 pace, leið mjög vel á þeim hraða.  Svo kom Halldór Arinbjarnar framúr á góðum hraða og rétt fyrir snúninginn á km 10.5 þá náði Sævar mér.  Við lentum strax í mótvindi við þegar við snérum við og ákváðum að skiptast á að taka vindinn, þannig náðum við að hlaupa Halldór og Þröst uppi og hlupum svo með þeim upp að km 19 en þá fór ég að stífna aftan í hægra lærinu og missti þá frá mér.  Náði mér þó aftur á strik í lokin en náði bara að minnka bilið aðeins.  Rannveig Odds tók okkur strákana í nefið var á 1:29:21 en svo komum við fjórir strákarnir í mark á bilinu frá 1:33:35 til 1:34:14. 

Kom mér á óvart hvað ég var búinn að ná miklum framförum undanfarið en þessir sem ég var að keppa við hafa verið 2-3 mín á undan mér í 10 km en ég náði að hanga vel í þeim núna.  Lofar góðu fyrir sumarið.

Úrslitin annars að finna hér: Kosningahlaup 2009 - úrslit


Hringur í dalnum

Hafði mig loksins í að hlaupa hringinn í Svarfaðardal.  Seinni hlutinn var ansi erfiður og fann ég vel fyrir sprettunum í gær. 

Veðrið var fínt og ég ekki frá því að vorið sé komið.


Gott hlaup

Skaust í hádeginu með félögum mínum í 11 km tempóhlaup, þeir ætluðu að hlaupa rétt undir 5 tempóinu og gekk það mjög vel og var öndunin róleg. 

Þegar við snérum við rétt sunnan við Akureyrarflugvöll ákvað ég að prófa mig aðeins og skellti á skeið á móti vindinum og náði að hlaupa þessa 3.5 km á ca. 4 tempói sem þýðir að ég er kominn í ágætis form m.v. árstíma.   Hljóp þessa leið nokkrum sinnum í fyrra og hef því nokkuð gott viðmið.

Reikna með að taka hálft maraþon á Akureyri en ekki fyrir sunnan, svolítið breyttar aðstæður en þó aldrei að vita hvar mig mun bera niður.


Double or nothing

Skaust 30 km í morgunn með Eyrarskokki og leið mjög vel eftir það.  Var síðan alveg friðlaus seinnipartinn og tók 12 km tempóhlaup, sjaldan liðið betur á hlaupum en þá!

Fjallganga á morgunn


Fundir og hlaupahópur

Seinnipartinn startaði ég byrjendahóp hjá Átaki, 10 mættir og von á fleirum eftir helgi.  Verð með hann í mánuð á mínum snærum áður en ég sleppi þeim lausum í aðalhópinn.

Í kvöld var svo fundur um Akureyrarhlaupið og var ég með smá erindi um undirbúning fyrir hlaup.   Lagði mesta áherslu á það sem flestir klikka á þ.e. annan undirbúning en hlaupaprógrammið sjálft, t.d. vatnsinntöku á meðan á hlaupi stendur, andlega þáttinn þ.e. vera búinn að setja sér markmið, hvíld fyrir hlaup og margt fleira því tengt.  

Rannveig Odds fór yfir maraþonprógrömm og hvaða markmið fólk getur sett sér og Óskar Halldórs fór yfir Akureyrarhlaupið í heild sinni en Valtýr tók hlaupaleiðirnar fyrir.   Verður nokkuð snúið að klára skipulagningu á þeim þar sem endað er á nýja Þórsvellinum á sama tíma og keppni fer fram á honum.  Líklega þarf einhverjar málamiðlanir til að það nái að ganga upp.


Yfir þröskuldinn

Það er alltaf góð tilfinning þegar maður kemst yfir þann þröskuld að láta ekki sjónvarpið eða almenna leti hindra sig í að fara út að hlaupa.  Yfirleitt tekur smá tíma á vorin að komast í gírinn og það gerðist í dag hjá mér, eftir að hafa farið 10 km í hádeginu þá hreinlega kom ekki annað til að greina en að fara aftur út í kvöld og setti ég stefnuna á 20 km en það var farið að skyggja og stytti ég það því í 15 km. 

Annars voru páskarnir bara rólegir en náði þó að léttast um 2 kg sem er held ég ágætt innan allar þær freistingar sem fylgja páskunum.


Fyrsta fjallgangan

Dreif mig í fyrstu fjallgönguna í gær og var það þvílíkur lúxus.  Gekk bara vel en snéri við skammt frá toppnum því það hvessti og kólnaði snögglega.  Stuttu eftir að ég snéri við þá datt allt í dúnalogn. 

Hljóp 12 km í morgunn og gekk sæmilega, var samt stirrður eftir fjallgönguna.  Vigtin er að sýna betri og betri tölur en nú byrja ég daginn á stórri skál af ávöxtum sem heldur manni söddum langt fram eftir degi.

Ætla að reyna við 30 km á morgunn með Eyrarskokki

 

Séð inn Svarfaðardalinn, Kerling fyrir miðju.

Kerling í Svarfaðardal


Næsta síða »

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband