Leita í fréttum mbl.is

Fréttamat

Verð að taka undir með Gunnlaugi að fréttamatið er frekar skrítið hjá þessum blessuðum fjölmiðlum okkar.  Það er engin launung að fjölmiðlar fjalla ekkert eða amk lítið um almenningshlaup ef Reykjavíkurmaraþon er undanskilið, já og kannski ÍR hlaupið. 

Þátttakan í hlaupinu um helgina hefði átt að vekja athygli enda ekki á hverjum degi sem 150 manns hlaupa hálft maraþon.

Spurningin er, er það framtaksleysi okkar hlauparanna að t.d. úrslit og umfjöllun um hlaup birtist ekki í blöðunum en ef það þá birtist þá er  það undir einhverjum undarlegum flokkum, fólk í fréttum, lífstíll en ekki á íþróttarsíðunum.  Vantar kannski einhvern "upplýsingafulltrúa" sem kemur þessum upplýsingum á framfæri og fréttamiðlar gætu þá bara haft samband við þennan tiltekna aðila í stað þess að leita uppi einhvern sem sér um tiltekið hlaup.  Auðvitað er vonlaust að koma öllu að en hægt væri að sigta út þau hlaup þar sem keppni er mikil (t.d. ÍR hlaupið) eða eru óvenjuleg (t.d. Vesturgatan).  Jafnvel væri hægt að birta af og til topplista í 5 km, 10 km, 21.1 og maraþoni.

Kannski viljum við bara fljúga undir radarnum en að mínu mati verðskulda okkar fremstu menn mun meiri athygli en varamenn í fótbolta.

Kannski er þetta bara útópía!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er nákvæmlega málið að það vantar upplýsingafulltrúa.
Ég mundi taka starfið að mér en ég er bara alltaf svo bókuð. 
Ég á von á að þegar eitthvert okkar, - þú, ég, Gunnlaugur, Gísli..... sest í aðeins helgari stein vegna fótafúa þá verði fréttamennskan að áhugamáli hjá okkur og þá nái almenningsíþróttir almennt þeim veglega sess sem þeim ber.

Bibba (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband