Leita í fréttum mbl.is

Fundir og hlaupahópur

Seinnipartinn startaði ég byrjendahóp hjá Átaki, 10 mættir og von á fleirum eftir helgi.  Verð með hann í mánuð á mínum snærum áður en ég sleppi þeim lausum í aðalhópinn.

Í kvöld var svo fundur um Akureyrarhlaupið og var ég með smá erindi um undirbúning fyrir hlaup.   Lagði mesta áherslu á það sem flestir klikka á þ.e. annan undirbúning en hlaupaprógrammið sjálft, t.d. vatnsinntöku á meðan á hlaupi stendur, andlega þáttinn þ.e. vera búinn að setja sér markmið, hvíld fyrir hlaup og margt fleira því tengt.  

Rannveig Odds fór yfir maraþonprógrömm og hvaða markmið fólk getur sett sér og Óskar Halldórs fór yfir Akureyrarhlaupið í heild sinni en Valtýr tók hlaupaleiðirnar fyrir.   Verður nokkuð snúið að klára skipulagningu á þeim þar sem endað er á nýja Þórsvellinum á sama tíma og keppni fer fram á honum.  Líklega þarf einhverjar málamiðlanir til að það nái að ganga upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir commentið Börkur - ég skal muna þetta - alltaf gott að vera minntur á þetta - ég þarfti reyndar að láta undan lasarusi í smá stund - en læt engan bilbug á mér finna núna eftir að ég er orðin hress !!

Hvernig var það annars - fluttirðu í sveitina - eða ertu alveg á Akureyris??

kv. Ása D.

Ása Dóra (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband