Leita í fréttum mbl.is

Hringur í dalnum

Hafði mig loksins í að hlaupa hringinn í Svarfaðardal.  Seinni hlutinn var ansi erfiður og fann ég vel fyrir sprettunum í gær. 

Veðrið var fínt og ég ekki frá því að vorið sé komið.


Gott hlaup

Skaust í hádeginu með félögum mínum í 11 km tempóhlaup, þeir ætluðu að hlaupa rétt undir 5 tempóinu og gekk það mjög vel og var öndunin róleg. 

Þegar við snérum við rétt sunnan við Akureyrarflugvöll ákvað ég að prófa mig aðeins og skellti á skeið á móti vindinum og náði að hlaupa þessa 3.5 km á ca. 4 tempói sem þýðir að ég er kominn í ágætis form m.v. árstíma.   Hljóp þessa leið nokkrum sinnum í fyrra og hef því nokkuð gott viðmið.

Reikna með að taka hálft maraþon á Akureyri en ekki fyrir sunnan, svolítið breyttar aðstæður en þó aldrei að vita hvar mig mun bera niður.


Double or nothing

Skaust 30 km í morgunn með Eyrarskokki og leið mjög vel eftir það.  Var síðan alveg friðlaus seinnipartinn og tók 12 km tempóhlaup, sjaldan liðið betur á hlaupum en þá!

Fjallganga á morgunn


Fundir og hlaupahópur

Seinnipartinn startaði ég byrjendahóp hjá Átaki, 10 mættir og von á fleirum eftir helgi.  Verð með hann í mánuð á mínum snærum áður en ég sleppi þeim lausum í aðalhópinn.

Í kvöld var svo fundur um Akureyrarhlaupið og var ég með smá erindi um undirbúning fyrir hlaup.   Lagði mesta áherslu á það sem flestir klikka á þ.e. annan undirbúning en hlaupaprógrammið sjálft, t.d. vatnsinntöku á meðan á hlaupi stendur, andlega þáttinn þ.e. vera búinn að setja sér markmið, hvíld fyrir hlaup og margt fleira því tengt.  

Rannveig Odds fór yfir maraþonprógrömm og hvaða markmið fólk getur sett sér og Óskar Halldórs fór yfir Akureyrarhlaupið í heild sinni en Valtýr tók hlaupaleiðirnar fyrir.   Verður nokkuð snúið að klára skipulagningu á þeim þar sem endað er á nýja Þórsvellinum á sama tíma og keppni fer fram á honum.  Líklega þarf einhverjar málamiðlanir til að það nái að ganga upp.


Yfir þröskuldinn

Það er alltaf góð tilfinning þegar maður kemst yfir þann þröskuld að láta ekki sjónvarpið eða almenna leti hindra sig í að fara út að hlaupa.  Yfirleitt tekur smá tíma á vorin að komast í gírinn og það gerðist í dag hjá mér, eftir að hafa farið 10 km í hádeginu þá hreinlega kom ekki annað til að greina en að fara aftur út í kvöld og setti ég stefnuna á 20 km en það var farið að skyggja og stytti ég það því í 15 km. 

Annars voru páskarnir bara rólegir en náði þó að léttast um 2 kg sem er held ég ágætt innan allar þær freistingar sem fylgja páskunum.


Fyrsta fjallgangan

Dreif mig í fyrstu fjallgönguna í gær og var það þvílíkur lúxus.  Gekk bara vel en snéri við skammt frá toppnum því það hvessti og kólnaði snögglega.  Stuttu eftir að ég snéri við þá datt allt í dúnalogn. 

Hljóp 12 km í morgunn og gekk sæmilega, var samt stirrður eftir fjallgönguna.  Vigtin er að sýna betri og betri tölur en nú byrja ég daginn á stórri skál af ávöxtum sem heldur manni söddum langt fram eftir degi.

Ætla að reyna við 30 km á morgunn með Eyrarskokki

 

Séð inn Svarfaðardalinn, Kerling fyrir miðju.

Kerling í Svarfaðardal


Garmin fyrir þríþrautargarpana

Græja fyrir þríþrautarfólkið

http://www.roadrunnersports.com/rrs/products/GAR116/

 

 


Vel tekið á því

Skokkaði 7 km í hádeginu og náði að svitna vel eftir random hill.  Seinnipartinn hafði ég lítið að gera fram að OneCore námskeiði kl: 20:00 svo ég mætti fljótlega eftir vinnu og hljóp og hamaðist í 1,5 klst fyrir tíman þannig að það var vel tekið á.

 

Markmið þriðjudagsins: OneCore og 15 km.


Sunnudagur

Markmið dagsins náðist ekki vegna anna en dagskráin var pökkuð frá morgni til kvölds en ég náði að smeygja 8 km hlaupi inn í prógrammið en ætlaði 18 km.

Markmið mánudagsins: 17 km + OneCore

Raun mánudagur: 18 km + OneCore 

 

 


París maraþon

Skv. hlaup.com þá kláraði Biggi Sævars á 2:35:55 (Óstaðfest). Glæsilegur árangur hjá honum

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband