Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
26.7.2009 | 21:18
Jökulsárhlaup
Smellti mér í Jökulsárhlaupið en þurfti að hafa aðeins fyrir því að komast á leiðarenda enda var um að ræða ca. 30 klst ferðalag frá Stavanger með flug, bíl og dashi af svefni.
Hlaupið gekk vel, ákvað að keyra á hlaupið í byrjun og sjá hvort að æfingar síðustu vikna sætu eitthvað í mér, fyrstu 8 km einkenndust af smá barningi í kollinum meðan hann var að meta hvort líkaminn þyldi þennan hraða eða ekki en á endanum komst ég yfir ákveðinn þröskuld og náði að halda ágæstis álagi út hlaupið.
Eftir Hólmatungur lenti ég á eftir Stefáni Viðari og hékk ég í honum á þægilegu 4:10-4:20 pace-i á bestu köflunum en missti hann svo frá mér eftir Stallánna (ef ég man heitið rétt). Lars Peter náði mér eftir Vesturdalinn en ég náði að detta í gang aftur eftir nokkra orkulausa kílómetra og fara fram úr aftur. Náði svo Stefáni sem hafði lent í einhverjum vandræðum og reyndi svo að halda hraða niður úr. Sá svo Ingólf nálgast, en hann er átta þyngdarflokkum fyrir neðan mig og varð mér ljóst að ég þyrfti að halda vel á spöðunum til að halda honum fyrir aftan mig en ca. 4 km voru þá í mark.
En ekkert dugði, hann kom siglandi fram úr en ég náði síðan að halda restinni fyrir aftan mig út hlaupið en margir komu í kjölfarið og greinilegt að það eru margir hlauparar komnir í toppform.
Niðurstaða: 6 sæti og tíminn 2:40:37 en ég stefndi á þann tíma en var innst inn að vonast til að enda á 2:3X:XX en ég á best 2:38:00.
Allt skipulag til fyrirmyndar og toppfólk sem sem vinnur við þetta hlaup, bæði stjórnendur og sjálfboðaliðar.
Ekki var síðra að fá flottan Hummel bol með merki hlaupsins, mjög gott framtak
Takk fyrir mig!!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 22:33
Hvíld
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 18:10
Loksins á ég séns ......;)
Af vef RÚV:
Afreksíþróttafólk hækkar og þyngist
Afreksíþróttafólk í dag er mun hærra og þyngra en fyrir hundrað árum. Munurinn er miklu meiri en hjá venjulegu fólki. Meðalmaður er nú um fimm sentimetrum hærri en fyrir hundrað árum. Afrekshlauparar eru hins vegar rúmlega 16 sentimetrum hærri en þeir voru fyrir einni öld. Þetta er niðurstaða rannsókna vísindamanna við Duke-háskóla í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir mæla með því farið verði að keppa í þyngdarflokkum í fleiri íþróttum, annars geti hópur risavaxinna ,,ofuríþróttamanna" orðið ráðandi í keppnisíþróttum.
Sé fram á að geta unnið nokkur hlaup í 85 kg+ flokknum :)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Spóla fram á 1:40 eða svo og hafið þetta á fullum skjá (tvíklikka á videóið) og velja svo fullan skjá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 16:24
En að einhverju skemmtilegu
Laugavegurinn um helgina og mun ég vera fjarlægur áhorfandi í þetta sinn eftir að hafa farið hann 6 sinnum í röð. Næ því ekki að fara hann 10 sinnum í röð eins og planið var.
Margir góðir að fara og verður spennandi að sjá hvernig fólki mun ganga. Þar sem enginn listi er til yfir þátttakendur frekar en fyrri ár (mættu nú alveg læra á internetið þarna hjá Reykjarvíkurmaraþoni) þá veit maður ekki hvort allir sem maður hafði heyrt að ætluðu að fara skili sér.
Í kvennaflokkinum mun Rakel koma sterk inn ásamt Völu og svo vona ég að Ásta skila sér hratt niður úr.
Í karlflokkinum er allt frekar óljóst en gera má ráð fyrir að Þorbergur og hans félagar mæti ekki bara til að vera með. Svo verður Daníel Smári öflugur að vanda og reikna með félagi Sveinbjörn í Bootcamp bæti um betur frá í fyrra.
Ætla síðan að vona að Siggi Skarphéðins mæti eins og síðustu ár enda hafa framfarir hans verið rosalegar, fanta góður tími í Miðnæturhlaupinu og fjallareynsla ættu að koma honum undir 5:15 á góðum degi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 22:44
Út af með dómarann!
Eftir hlaupið á Akureyri þá hefur sprottið upp ansi undarleg umræða um vöntun á dómara við markið.
Þetta er hinn dæmigerði íslenski hugsunarháttur sem gengur einhvern veginn svona: eitthvað gerðist einhversstaðar og þá skilja menn af hverju ekki var búið að sjá það fyrir að eitthvað gerðist einhversstaðar og búið að koma einhverjum aðila fyrir "einhversstaðar" sem átti að grípa inn í atburðarrásina.
Þetta syndróm var t.d. í frábærri frétt fyrir nokkrum árum. Unglingar réðust á mann upp í einhverri skíðabrekku í Bláfjöllum og í viðtalinu hneykslaðist manngarmurinn á því að skíðasvæðið í Bláfjöllum væri ekki með vörð akkúrat í þessum skafl sem hann stóð í. Semsagt Skíðasvæðið átti að vera búið að sjá það fyrir að það yrði ráðist á hann í þessum skafli, 11. mars, 2005 kl: 10:47 og átti því að vera búið að koma einhverjum vesalings verði fyrir í þessum skafli.
Sama sagan fyrir norðan, eitthvað gerist akkúrat við marklínuna og þá á að ráða sér mann til að horfa á marklínuna +/- 2 metra.
Hvert er vandamálið við þetta, jú, maraþon er 42,2 km það getur eitthvað gerst á hverjum einasta meter sem gæti fallið undir vafamál, ætla menn þá að setja dómara meðfram allri leiðinni? Eða skipta bara síðustu tveir metrarnir máli út af þessu atviki. Þetta er svona dæmigert syndróm, nú á að grandskoða 4 fermetra en restin skiptir engu máli. Er svo bara þörf á þessu á Akureyri, verður ekki að setja dómara við öll hlaup. Nei, eina hlaupið sem myndi verða með dómara yrði hlaupið á Akureyri. Afhverju þarf þá bara að vera dómari þar en hvergi annarsstaðar?
Nei, hlaup hafa mót- eða keppnisstjóra, þetta er þeirra as usual.
Guð forði okkur frá þeirri vitleysu að ráða einhvern til að horfa á marklínuna í maraþonum og öðrum hlaupum! Ég verð allavegana sá fyrsti til að tryllast ef ég les einhversstaðar um hlaup þar sem stendur:
Marklínurýnir: Jón Garðarsson ... !
Það verður ekki aftur dramatík við marklínuna í íslensku maraþoni fyrr enn laugardaginn 20. ágúst, 2067. Stay tuned!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.7.2009 | 20:06
Hardrock 100
Um helgina síðustu var Hardrock 100 haldið en það er eitt erfiðasta (ef ekki það erfiðasta) 100 mílna hlaup sem haldið er. Tekur ca. 3-4 tímum lengur að fara brautina en t.d. UTMB og ca. 9 tímum lengur en Western States sem skrifast að mestu á mikla hæð, en sumstaðar nær brautin vel upp fyrir 3000m.
......en þótt þetta sé erfitt hlaup þá hafa konur amk tvisvar lent í þriðja sæti, Krissy Moehl 2007 og Diane Finkel nú í ár, svo það undirstrikar það sem ég hef oft sagt við konur ef þeim finnst þær ekki vera að ná nægilega góðum samanborið við karlmenn að þær séu þá bara einfaldlega ekki að hlaupa nógu langt !!
Badwater 135 mílur var/er að klárast og sigraði brasilíumaðurinn Marcos Farinazzo. Jaime Donaldson var fyrst kvenna. Badwater er almennt talið eitt erfiðasta hlaup sem hægt er að komast í sökum hita. Ekki óalgengt að menn séu hreinlega með baðkar af ís í fylgdarbílnum.
Annars hjólaði ég samtals 67 km í dag sem er það mesta sem mér hefur dottið í hug að gera hingað til á einum degi. Var bara alls ekki slæmt.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 10:22
Sko minn...........
Ég virka feitur ? ! :)
<div><object style="width:420px;height:297px" ><param name="movie" value="http://static.issuu.com/webembed/viewers/style1/v1/IssuuViewer.swf?mode=embed&layout=http%3A%2F%2Fskin.issuu.com%2Fv%2Flight%2Flayout.xml&showFlipBtn=true&documentId=090807214820-c2e052339b564b59a1e5e4ba749fe728&docName=bootcamp__tilega_2008&username=neworder&loadingInfoText=Boorcamp&et=1249681798511&er=37" /><param name="allowfullscreen" value="true"/><param name="menu" value="false"/><embed src="http://static.issuu.com/webembed/viewers/style1/v1/IssuuViewer.swf" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" menu="false" style="width:420px;height:297px" flashvars="mode=embed&layout=http%3A%2F%2Fskin.issuu.com%2Fv%2Flight%2Flayout.xml&showFlipBtn=true&documentId=090807214820-c2e052339b564b59a1e5e4ba749fe728&docName=bootcamp__tilega_2008&username=neworder&loadingInfoText=Boorcamp&et=1249681798511&er=37" /></object><div style="width:420px;text-align:left;"><a href="http://issuu.com/neworder/docs/bootcamp__tilega_2008?mode=embed&layout=http%3A%2F%2Fskin.issuu.com%2Fv%2Flight%2Flayout.xml&showFlipBtn=true" target="_blank">Open publication</a> - Free <a href="http://issuu.com" target="_blank">publishing</a> - <a href="http://issuu.com/search?q=camp" target="_blank">More camp</a></div></div>
Lífstíll | Breytt 7.8.2009 kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.7.2009 | 21:57
Gengur vel
Loks að detta í gírinn, var dálítið bratt að fara upp í 100 km+ í hlaupum og hjólum frá því að ég kom út og æfingarnar voru hættar að vera skemmtilegar, aðallega hægar og orkulausar.
Breytti mataræðinu yfir í meira kolvetni og náði að koma mér í gang um helgina og í morgunn var ég alveg friðlaus, bara varð að hlaupa langt. Sem gekk vel og líðanin fín.
Er líka að léttast hratt og finn ég vel fyrir minna álagi á hnén. Kannski maður detti loks undir 80 kg sem hefur bara einu sinni gerst síðan í menntó....!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2009 | 21:02
Vatn
Síðan ég kom hingað út til Noregs hefur vatn verið ofarlega á vinsældarlistanum og er ég alveg ótrúlega þyrstur eftir æfingar, t.d. í kvöld hljóp ég 22 km, var með 600ml með mér og veðrið mátulegt, við það að vera kalt. Samt sem áður var lítið mál að klára 2-3 lítra þegar heim var komið.
Svona hefur þetta verið í ca. tvær vikur sem er reyndar mjög gott en öllu má nú ofgera.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 476
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar