Færsluflokkur: Lífstíll
Þetta eru orð Bandarríkjamannsins Karl Meltzer um UTMB hlaupið en hann hefur hlaupið flest 100 mílna hlaup í USA.
Get ekki annað en verið sammála honum, það er fátt sem toppar þetta hlaup. WS100 var að stærstum hluta skógahlaup og bauð ekki upp á mikið útsýni, ekkert verra fyrir það enda eru engin tvö hlaup eins í þessari vegalengd.
Börkur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2010 | 21:09
Reykjavíkurmaraþon
Nú framundan er Reykjavíkurmaraþon og því fylgir ávallt heljar mikið tilstand enda margir að stíga sín fyrstu skref í 10, 21,1 og maraþoni.
Mikil umræða hefur verið um aðstoð og vilja sumir meina að hvatning og það að hjóla með fólki og gefa því kók eða orkudrykk sé ólögleg utanaðkomandi aðstoð. Þvílíkt anskotans kjaftæði sem það er!
Frá því að ég byrjaði að hlaupa þá hefur alltaf verið lagt mikið í það að styðja byrjendur í hlaupum og líka þá sem vilja ná PB. Þess utan hafa margir ekki getað drukkið þá drykki sem eru í boði eða vilja hafa sína eigin drykki t.d. átti ég í erfiðleikum með blá Poweradin lengi vel og lét alltaf einhvern geyma minn eigin orkudrykki í hlaupum heima. Það er jafnmikið sport fyrir aðstandendur og vini að aðstoða sitt fólk eins og fyrir keppendur að taka þátt. T.d. er það alvanalegt að í maraþonum erlendis að hlauparar láti sitt fólk vera með drykki á leiðinni, enda er það ekki bannað. Einungis ætlast til að hlauparar hlaupi tilgreinda vegalengd.
Að þessu sögðu þá er vert að benda á það að í Tour du France eru óskráðar reglur þess efnis að ef einn af fremstu mönnum lendir í vandræðum t.d. keðjan fer af þá bíða hinir eftir honum (amk skyldist mér það á frétt um daginn). Það er nefninlega heimska að það þurfi að vera reglur til um allt, það er nóg að gera kröfu til fremstu hlauparanna þ.e. þeir sem eru í baráttu um verðlauna sæti að þeirra árangur sé óumdeildur að keppni lokinni. Þá er t.d. stór munur á því hvort keppendur mæti með utankomandi og planlagðan pacer í keppni eða hvort einhver slæst í för með keppendanum.
Mér vitanlega er engin almenningskeppni á Íslandi haldin með fyrirfram skilgreindum reglum og engin að ég held undir merkjum ÍSÍ eða annars sambands og hafa þau því enga lögsögu til að ákveða hvort eitt eða annað sé ólöglegt en geta að sjálfsögðu verið leiðbeinandi aðili. Correct me if I´m wrong!
Þannig að ekki láta umræðu undafarnar vikur trufla ykkur, aðstoðið ykkar fólk í brautinni eins og þið best getið, hvort sem það er hvatning, kók eða snickers!!:)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.8.2010 | 20:03
Challenge Copenhagen
Búið að vera meiriháttar að fylgjast með þríþrautarköppunum í dag og þrælspennandi. Þar sem þeir störtuðu á mismunandi tímum þá var spennan enn meiri því heildartímarnir sögðu ekki allt þar sem munur á startímum gat verið töluverður. Fjórir skelltu sér undir 11 tímana sem er vel að verki staðið og voru þeir að klára maraþonið að vel viðundandi tímum. Hef bara tekið einu sinni þátt í þríþraut og þá var hjólaleggurinn 7 km og 3 km hlaup á eftir, ekki voru það merkilegar vegalengdir miðað við Ironman en ég gleymi því seint hvað fæturnir voru ónýtir eftir þessa stuttu stund á hjólinu, að hlaupa maraþon eftir 180 km á hjóli er eitthvað sem er ekkert annað en ofurmannlegt!
Til hamingju allir Ironmen og konur, frábært að fylgjast með ykkur, þið hafið án efa hvatt marga til að prófa Ironman með frammistöðunni í dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2010 | 07:07
Jökulsárhlaupið
Undirbjó mig ekkert sérstaklega þar sem ég komst aldrei í neinn karbólód gír eins og ég ætlaði. Drakk því bara aðeins af orkudrykk fyrir hlaupið og ætlaði bara að hlaupa á þeirri orku sem var til staðar eftir nokkrar ferðir út að borða í RVK vikuna á undan ásamt 5 gelum.
Ætlaði að byrja rólega og tókst það nokkurn veginn, var ekkert stressaður þó ég sæi fremstu menn hverfa á undan mér. Gekk þokkalega fyrstu 4 km og allt á plani þegar ég lenti í tómu rugli. Öll orka hvarf og þar með löngunin til að klára þetta hlaup. Skakklappaðist þó áfram á þokkalegum hraða en var farinn að sjá að ég færi í besta falli bara niður í Hólmatungur og ekki meter meir.
Ákvað svo að gera eitthvað í mínum málum á km 8 og steig út fyrir brautina og fékk mér gel og vatn í rólegheitum meðan nokkrir þustu hjá. Var lítið skárri og var því nánast búin að ákveða að hætta í Hólmatungum. Fæ mér vatn og í því mætir félagi Ævar á staðinn og í stað eymdar ákvað ég að rúlla með honum. Stuttu síðar finn ég hvar orkustigið vex hratt og fljótlega ligg ég rétt yfir 4 mín tempó. Eins og ávallt er ég í baráttunni við Ívar og Ingólf og því markið sett að nýta þessa nýfengnu orku til að elta þá uppi en þeir höfðu ca. 2 mín forskot á mig. Hljóp svo eins og druslan dró næstu km og hljóp nokkra hlaupara uppi sem höfðu farið fram út mér. Náði tvíeykinu ásamt félaga Halldóri stuttu fyrir Vesturdal og fann þá orkuna vera farna að dvína aðeins. Fékk mér annað gel en það gerði lítið nema að halda í horfinu. Ákvað því að rúlla þægilega niður að næstu drykkjarstöð og keyra frekar á síðustu km ef ég fengi auka orku í restina.
Rúllaði svo fínt niður með brúninni og dró jafnt og þétt á Ívar og Ingólf og einn til (Viðar Braga). Sá að ég var hraðari í ójöfnunum svo ég var alveg rólegur og nokkuð viss um að ná þeim í restina. Þegar nær dróg "skóginum" í lokin keyrði ég upp hraðann og náði þessum þremur og er að gera mig tilbúin til að fara fram úr við næsta tækifæri þegar Ingólfur steinliggur fyrir framan mig og þar sem ég ætla að stinga mér framúr meðan hann er í einhverri Matrix stellingu og við það að lenda þá flýg ég að sjálfsögðu líka á hausinn.
(Hér vildi ég að sagan hefði verið á þann veg að Ingólfur hefði sparkað mig niður en eftir kröftug mótmæli frá þá lét ég undan, sagan hefði þó óneytanlega verið betri þannig!)
Ég var varla lentur þegar ég fékk þessa líku svakafínu krampa aftan í lærin og var alveg stopp við að ná þeim úr mér í ca. 2 mín. Þar með missti ég af möguleikunum á topp tíu.
Tíminn svona la la, hefði átt að liggja nær 2:40 á góðum degi en í heildina bara sáttur með að hafa náð að rífa mig upp eftir Hólmatungur og hlaupa dúndurgott hlaup það sem eftir var.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2010 | 23:27
Laugavegurinn er að líkindum off....!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.6.2010 | 04:50
WS100
Það var frekar kalt i Kanada og USA dagana fyrir hlaupid og náði ég mér í slæma kvefpest föstudaginn fyrir hlaupid og var ekkert of bjartsynn á að ég gæti lagt af stað þegar ég lagðist á koddann kl 21:00 um kvöldið.
Var þó skárri þegar ég vaknaði og græjaði mig í fötinn og náði í númerið. Eftir startið gekk ég nokkuð greiðlega upp fyrstu brekkuna, hljóp 3-4 sinnum smá spotta til að prófa lappirnar en annars var þetta of bratt til að hlaupa, amk fyrir mig. Þegar yfir tindinn var komið la leiðin yfir snjóbreiðu næstu 8 km eða svo. Ákvað að hengja mig í 15 manna hóp og hlaupa aftastur, þannig gat ég valið bestu leiðina þegar ég sæi hvernig hinir hlypu hana. Stor hluti af leiðinni var í lækjarfarvegum og snjóslabbi og hraðinn ekki mikill enda hlaupararnir endalaust á hausnum. Helt bara rólegri ferð fyrir aftan þá og passaði mig á því að misstíga mig ekki.
Þegar niður úr þessu var komið tók við vegur næstu ca. 20 km, bæði niðurámóti og á flatlendi. Reyndi að halda rólegu tempói en nýta mér jafnframt það að það var þægilegt hitastig. Við Duncan Canyon var byrjað að hitna og ég tók þá ákvörðun að labba sem mest yfir hádaginn eða fra ca. 9-10 vel fram yfir hádegi, amk til 3-4 eða þar til það færi að kólna (ca. til Forrest hill). Hafði ekki fengið neina hitaþjálfun af viti þar sem Norðmenn lokuðu sundlauginni fra apríl til maí.
Setti stefnuna á að vera í Forrest hill vel eftir fimm um daginn. Það gekk ágætlega, fullt af fólki tók fram úr mér á þessum parti og spurði hvort ekki væri allt í lagi og ég sagði bara eins og var að ég ætlaði að taka því rólega í sólinni, og það skyldi það vel þegar ég sagðist vera frá Íslandi. Fra Duncan Canyon til Forrest hill leiddist mér eiginlega, bara ganga upp og niður. Þó að Mont Blanc hlaupið sé með fleiri háum fjöllum þá fannst mér erfiðar andlega að fara upp þessar endalausu smá hæðir. Töluverður snjór var í Robinson flat og eftir þá stöð villtist ég og fleiri hlauparar en þá hafði gulum veifum og flöggum verið komið fyrir á stórum bletti í skóginum og engin leið að vita hvert við áttum að hlaupa. Það var ekki fyrr en við heyrðum aðra hlaupara kalla að við værum að fara ranga leið að við fundum út úr þessu rugli.
Matalystin var ekki mikil en hún hverfur vanalegast þegar ég kvefast og fátt sem ég gat étið á drykkjarstöðvunum eða réttara sagt, maginn var ekki í stuði fyrir það sem var í boði. Vínber og melónur ásamt geli var matseðill dagsins (og já þetta er viðbóður saman þegar borðað er í heilan dag)
Brekkurnar upp að Devils point og Michingan bluff voru frekar erfiðar enda vel heitt þar. Stoppaði dálítið lengi á Devil´s point þar sem íspinninn sem ég fékk var svo beinfrosinn að það tók dágóða stund að þíða hann upp í hitanum !
Frá Michigan Bluff var markmiðið að ná upp orku og koma fínn inn í Forrest hill. Margir kvörðuðu yfir hitanum í giljunum og Portugali einn sem var alltaf í nágrenni við mig kvartaði mikið undan honum sem og fremstu hlauparar. Hitinn angraði mig þó ekki mikið fyrri hluta leiðarinnar.
Kom í Forrest hill nokkuð kátur á ca. 13:30 tímum og var bara rólegur. Fann aðeins fyrir blöðurmyndun undir táberginu báðum meginn en ákvað að kíkja ekkert á það, hlyti að þola það í nokkra klukkutíma í viðbót.
Þegar ég lagði af stað frá Forrest hill fann ég að orkan var í góðu lagi og ég ekkert of stirrður fyrir hlaup, reyndar bara æstur í hlaup svo við rúlluðum frekar greitt niður frá Forrest hill og langleiðina niður að American river. Þá byrjaði að dimma og mitt crew var með betra ljósið handan við ánna. Fannst frekar erfitt og óöruggt að hlaupa með litla ljósið þannig að ég gekk síðasta partinn að stórum hluta.
Við stöðinna við ánna fékk ég mér melónur og gel til viðbótar og það fór beint upp úr mér, taldi nóg komið af gelum í þessari keppni!
Fórum yfir ánna í gúmmíbát og var ræðarinn ánægður með að heyra að við værum frá Íslandi og sagðist vera á leið til Íslands næsta sumar til að vinna við fljótasiglingar. Lítill heimur!
Hittum Allan Trans sem var í crewinu mínu við ánna og gengum með honum upp í Green gate stöðina. Var bara í góðu standi og eftir að hafa skipt um ljós gengum við af stað, fórum fljótt að hlaupa og var það bara létt. Þegar ég var ca. hálfnaður kom ég einu geli ofan í mig en þegar ég ætlaði að fá mér annað þá kúgaðist ég og létt það gott heita. Rúllaði fínn niður að ALT stöðinni, frekar þyrstur þó því nóttin var heitari en ég átti von á. Steig á vigtina og var rétt yfir en annars hafði ég alltaf verið á gramminu. Þar sem ég var sá eini sem kom inn á stöðina fór ég eitthvað að tala við læknana og sagði að gelin gerðu mig vel grænan í framan og bara að hugsa um þau fengu mig til að kúgast. A leið til drykkjarborðsins kallaði læknirinn í mig og spyr hvort að ég hafi pissað nýlega, ég kvað nei við og spurði hann þá hvort ég vildi ekki fá mér að drekka og athuga hvort ég gæti pissað. Það var minnsta málið, langaði þó mest til að bruna í mark því mér leið mjög vel og orkustuðullinn hár. Mér gekk þó ekkert að pissa, fékk reyndar frekar lítið að drekka.
Læknunum stóð ekki á sama, ekki gátu þau látið mig fara eftir að vera búin að taka mig í sína umsjá og ekki búin að fá grænt ljós á mitt ástand svo á endanum tóku þau ákvörðun um að senda mig á sjúkrahús í tékk. Það reyndist góð ákvörðun því nýrun höfðu fengið slattia af próteini frá niðurbroti í vöðvunum sem er ekki gott og maður vill hreinsa burt SNAREST. Var þó ekki að pissa blóði eins og margir aðrir og læknirinn var feginn að ég hélt ekki áfram. Allann þennan tíma leið mér mjög vel og fannst þetta bara vesen en betra að vera öruggur, engin sylgja er nýrnanna virði. Hef sennilega fundið þetta á mér því rétt áður en ég fór út keypti ég auka tryggingu til að dekka svona áföll en þá hafði ég lesið alltof margar WS100 frásagnir sem höfðu endað þarna inni á þessu sama sjúkrahúsi.
25.6.2010 | 22:24
@ws100
Var ad koma af Pre-race meeting. Allt litur vel ut, ringdi i nott og sma udi nuna og vonandi ad tad hlyni ekki of mikid naestu klukkutimana. Buid ad vera skyjad og undir 20 gradum i dag.
klart ad tad verdur heljar baratta um fyrstu saetinn, margir their bestu maettir a svaedid.
Her fyrir nedan er linkur siduna og tar er ad finna link a timana a stodvunum, t.e. webcast.
Bib#76
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2010 | 21:48
Kanada og á leið til USA
Búinn að vera í góðu yfirlæti hér í Kanada og fara aðeins út að skokka með vinafólki. Ekki leiðinlegasti staður í heimi þ.e. Vancouver. Stutt í fjöllin og önnur útivistarsvæði.
Flýg til Seattle á eftir og hitti þar á Leó og Sirrý sem ætla að fylgja mér í hlaupið. Fljúgum svo áfram til Sacramento á fimmtudaginn áður en við förum til squaw Valley þar sem hlaupið hefst á laugardagsmorgunn kl: 05.00. Ca. 13:00 að íslenskum tíma.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.6.2010 | 21:01
Ýmislegt
Vegna frekar mikilla snjóa eru líkurnar á að fara verði aðra leið í byrjun
eða réttara sagt beygja út af núverandi leið eftir ca. 15 km og hlaupa
neðar í fjöllunum ca. 15-20 km leið og hluta af henni á malbiki. Síðast
var hún hlaupin 2005.
David Goldberg félagi minn sem ég kynntist í UTMB 2007 byrjaði í gær í
fjallahjólakeppni frá Kanada til landamæra Mexíkó. Tour Divide er 4400 km
að lengd og er hægt að fylgjast með keppendum hér á korti
Þannig að þeir sem vilja eitthvað meira en Bláalónsþrautina geta kíkt yfir hafið.
Hef keypt margar tegundir af sokkum gegnum árin en er nú alveg hættur að
kaupa eitthvað annað en sokka frá X-Socks og þá Speed one týpuna. Hef nú
notað sama parið síðan í ágúst í fyrra og hlaupið kannski 1500 km í þeim
og eru þeir enn það góðir að ég er að hugsa um að nota þá í Western States
hlaupið þ.e. ef ég kaupi ekki nýja af því tilefni. Keypti "venjulega" sokka um daginn og þeir entust tæpa 200 km sem mér fannst ansi lélegt ekki síst vegna þetta virtust vera góðir sokkar og frá Asics sem framleiðir nú ekkert drasl en hafa greinilega ekki verið topp of the line sokkar þótt verðið hafi verið þannig.
X-Socks speed one
Hljóp upp að mínum "Steini" í dag. Leiðin er 7.5 km og því ca. 4 km lengri en upp að rétta Steininum og náði ég að bæta mig um ca. 5 mín og hlaupa nánast alla leiðina. Varð að gefa aðeins eftir í brattasta hlutanum. Tíminn var 43:32 og er ég orðinn frekar spenntur að reyna mig við rétta Steininn þegar ég kem heim í sumar. 4 km aukalega eru að lágmarki 16 mín svo kannski maður nái þangað upp undir 30 mín.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar