Leita í fréttum mbl.is

Flott myndband

Myndband frá West Highland Way race 2009.  Alvöru þáttur frá BBC, ath að inn á milli er verið komið inn á fleira t.d. göngumenn svo það þarf að spóla áfram af og til.

Hvað skyldi taka RÚV mörg ár að komast á þennan level?

Myndbandið


Enn gengur vel

Skaust út áðan og skokkaði 18.5 km, datt í fínan gír og rúllaði þetta á 4:27 meðaltempó með nokkrum góðum brekkum inn í.   Er greinilega enn í fínu formi eftir sumarið og nú verður því haldið fram að áramótum, KOMASO!

Fyrir þá sem hafa gaman að því að skoða hlaupin sín á Google earth þá er fínt að henda Garmin tracki hér inn: http://www.endomondo.com/   Er skemmtilegra en Google earth og heldur auk þess utan um hlaupin hjá manni.  Auk þess er hægt að skora á aðra í keppni t.d. hver hleypur flesta km í mán o.s.frv.  

Líka fínt fyrir þá sem eru í fjallgöngum, fín grafík.  


Nice!

Skokkaði 20 km áðan og var þetta ein af þeim æfingum sem ganga alveg 100% upp.  Án þess að hafa ætlað að vera með einhver læti hljóp ég stóran hluta leiðarinnar undir 4:30 einfaldlega vegna þess að mér leið vel og hvorki púls né öndun hreyfðust.  Hjartað sló kannski þrisvar allan tímann og ég dró andann djúpt í byrjun en svo ekki meir fyrr en ég var kominn heim í sturtu. 

.....og það er hreint æðislegt að vera í svona formi svona seint á árinu en yfirleitt hef ég dregið mikið úr æfingum í okt-des og verið á byrjunarreit 1. jan.  En nú er meiningin að mæta sterkur inn í árið 2010.  

Var að gæla við að skrá mig í Comrades en ákvað á síðustu stundu að bíða með það, veit ekki alveg hvernig næsta sumar verður með tilliti til sumarfrís og fl og hef verið að skoða önnur hlaup í júní sem hefðu stangast á við Comrades sem er síðast í maí.  En vissulega hefði verið að gaman að drífa þangað niðureftir.   Er annars með umsókn inni í Western States en líkurnar eru afskaplega litlar á að maður komist þar inn, en það freistar svolítið að prófa 100 mílur í USA fyrri hluta sumars.  

Skoða það betur á næstunni.  Annars opnar skráning í UTMB/CC/TDS 23. des fyrir áhugasama sem vilja taka þátt í einu flottasta hlaupi sem er í boði í dag.  


Shoe evolution

Þessir skór eru komnir aðeins framar í þróun en margir aðrir

Saucony ProGrid

Var annars að fjárfesta í nýja Garminn 310XT, fæ hann í næstu viku en gamli góði 205 var ekki alveg að hvetja til hlaupa.  Þegar maður kom heim með plan í hausnum að hlaupa ákveðna leið á tíma þá var það oftar en ekki að neitaði að koma inn svo maður endaði á að fara hringinn án tíma.  Eiginlega hefur hann verið til leiðinda í 75% tilfella svo það var kominn tími á nýjan en þegar hann virkaði þá var enginn betri ;) 

Langar líka að nýta mér púlsmælinn og skoða æfingar eftir á í hugbúnaði sem er fáanlegur fyrir Garminn.  Kannski spurning um að fá tillögur að því hvort er betra orginal Garmin hugbúnaður eða annar og þá hver?


Járnbræður

Járnbræður eru mætti til Barcelóna til að taka þátt í Járnkarli á sunnudaginn. 

Ætla að reyna að fylgjast með þeim í glímunni og hvet aðra til að lesa bloggið hans Gísla 

 


London to Brighton 90 km

Gunnlaugur er í dag að hlaupa frá London til Brighton

Hér fyrir neðan er slóð þar sem hægt er að fylgjast með hlaupurunum, Gunnlaugur og Neil Kapoor hafa því miður ekki sendi með sér en hægt að sjá hvernig hlaupinu miðar.  Sýnist flestar vera á bilinu 50 - 70 km nú kl 13:00 að íslenskum tíma og því kannski ekki langt eftir fyrir fremstu menn.

 

London to Brighton

 

Ef valið er Show trails fyrir aftan hvern hlaupara kemur leiðin í ljós.  Best að vera með Aerial view (efst til vinstri) og þá sést hvernig leiðin liggur um ensk sveitahéruð.  Sýnist ekki vanþörf á að vera með kortið uppi allann tímann því ekki er þetta auðratanlegt að sjá.


Stelpur lesa þetta!

Frásögn Krissy Moehl frá UTMB hlaupinu en hún sigraði og var 11 í heildina.  Á auk þess 3 sætið í Hardrock 100 sem er almennt álitið erfiðasta 100 mílna hlaup heims.   Jebb, eins og ég segi þá þá eruð þið stelpur ekki að hlaupa nógu langt, þegar komið er yfir 100 km farið þið að taka okkur strákana í nefið!

Frásögn Krissy Moehl 

 


Ef ykkur leiðist....

...þá er hægt að dunda sér við að fletta í gegnum þessi þýsku trail blöð.   Mjög flottar myndir og þeir sem kunna þýsku geta lesið sér til um búnað, hlaupaleiðir og keppnir.  Rúmlega hundrað síður hvert.  Ekki slæmt.

Blaðið    Þurfið að fletta aðeins niður til að sjá öll blöðin.

 

 


Óvænt uppákoma

Á leið niður þriðja síðasta fjallið í Frakklandi í svarta myrkri fór allt í einu að heyrast í kúabjöllum sem eru mikið notaðar til að hvetja hlaupara áfram.   Þar sem ég var staddur frekar ofarlega í fjallinu og stígurinn mjög erfiður yfirferðar og þröngur fannst mér skrýtið að nokkur væri að hvetja hlaupara á þessum stað. 

Stuttu seinna heyri ég köll í frönskum hlaupurum sem voru stutt á undan mér.  Þar sem franskan er ekki góð gerði ég mér enga grein fyrir því hvað þeir voru að kallast á.  Svo ég hélt bruninu áfram niður en það var eins og hljóðið nálgaðist hratt og þar sem ég varð ekki var við neitt ljós þá var þetta eitthvað meira en lítið undarlegt.  

Nokkrum skrefum seinna hleyp ég næstum framan á vel hyrnt svart naut, og ekki bara eitt heldur sex stykki.   Mér varð ekki um sel enda erfitt að víkja eða forða sér frá þessum vígalegu nautum sem voru ekki að fara að stoppa.  Vinstra megin við mig var brattur og ókleifur bakki og hægra meginn eitthvert snarbratt hyldýpi.  Það eina sem ég gat gert var að stökkva á örgrannt tré sem var í kantinum hægra meginn og vonaði að það héldi.  Nautin stikuðu svo hjá en stoppuðu svo hjá næsta hlaupara á eftir svo hann komst hvergi.  

Ég varð því að hlaupa upp á eftir nautunum og reka þau áfram til að losa hann úr prísundinni.  

Greinilega von á ýmsu í svona hlaupum!

 


Leadville 100 miles MTB

Lance Armstrong vann ef ég man rétt.  Að ári verður víst 24 stunda hjóla og hlaupakeppni en eitt af frægari 100 mílna hlaupunum er Leadville 100 sem er haldið viku eftir hjólakeppnina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband