10.6.2010 | 14:20
Að taka því rólega
Var að lesa viðtal við þrjá af þeim sem helst koma til greina til að standa eftst á palli i WS100. Þeir eru nú byrjaðir að slappa af og einn þeirra fer því úr 330 km á viku niður í 300 km til að vera ekki að ofgera sér síðustu dagana fyrir hlaupið, tekur þó nokkra daga í hvíld síðustu vikuna. Greinilegt að menn eru með aðrar áherslur þarna úti en ég hef (og líka meiri tíma). Annar tók því reyndar rólegar og sagðist hafa haldið sig við hóflegar vegalengdir (max. 180 km) og bara hlaupið þegar honum langaði til og með ekkert skipulag á æfingunum.
Þannig að það verður gaman að sjá hvernig þessum ólíku hlaupurum reiðir af þarna fremst. Kilian Jornet sem hefur unnið UTMB síðustu 2 ár var að klára 700 km hlaup á landamærum Frakklands og Spánar þ.e. frá Atlantshafinu yfir að Miðjarðarhafinu ef ég skildi það rétt. Svo hann mætir kannski smá þreyttur í hlaupið.
Fékk nýju skónna mína í gær, Salomon XT Wings 2 og reyndust þeir vel á fyrstu æfingunni. Góðir bæði á malbiki og offroad. Gömlu skórnir standa enn fyrir sínu og verða þeir teknir með sem vara skór.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.6.2010 | 13:06
Western States 100 nálgast
Hef átt í vandræðum með að logga mig inn hér og því hef ég verið latur við skriftir.
Hef náð að æfa ágætlega undanfarið sérstaklega utanvegar nú eftir að snjórinn fór. Hef aðgang að góðum slóðum hérna og 400m háu fjalli. Þarf ekki að hlaupa langt til að komast á uppáhaldsleiðina mína sem liggur fyrst í gegnum bæinn ca. 2.5 km og svo upp á heiði og þaðan upp á fjallið. Þannig nær maður upphitun, jafnri hækkun og svo góðum bratta í restina. Markmiðið er að hlaupa alla leið en ennþá einn skafl í leiðinni þannig að það hefur ekki tekist enn. Þegar upp er komið get ég þrumað niður 7 km veg ef ég vil fá góða æfingu í niðurhlaupum og tek ég yfirleitt þá leiðina og nokkra útúrdúra með ef ég vil lengja.
Er orðinn býsna sterkur eftir brekkuhlaupa vetursins og vorsins auk þess sem ég hef náð af mér nokkrum kg. Ég hleyp því mest núorðið utanvega þar sem það er orðið mjög auðvelt þótt það séu nokkrar brekkur á leiðinni og svo líka miklu skemmtilegra en að hlaupa á malbikinu.
Ákvað að taka þessa viku aðeins rólegar og ná frekar löngu hlaupi um helgina auk þess sem ég fann fyrir þreytu sem ég var ekki að ná úr mér með því að taka einn dag í frí, tók því þri og fim í frí núna.
Western states er 3 vikur í burtu og er spennan farin að aukast. Fékk viðbót í crewið mitt þegar dani nokkur sem ég hef verið í samskiptum við bauðst til að slást í lið með mér þarna úti þar sem félagi hans sem ætlaði að hlaupa viðbeinsbrotnaði í síðustu viku. Lét ekki segja mér það tvisvar enda bara betra að hafa fleiri en færri en Leó félagi minn og kona hans ætla einnig að koma með út.
Margir góðir munu mæta í þetta hlaup þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af fyrstu 20-30 sætunum þó því þau eru bókuð af klassahlaupurum frá USA og Evrópu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2010 | 21:59
Svamp skór
Sá hlaupara í UTMB hlaupinu í fyrra á bláum furðuskóm og gat bara vorkennt honum þar sem þeir litu út fyrir að vera gerðir fyrir allt annað en fjallahlaup.
Nú er einn af þeim bestu 100 mílna hlaupurunum búinn að fleygja La Sportiva skónum fyrir þessa skó og ætlar að mæta í UTMB hlaupið í haust í þeim.
Einhver hefði kallað þessa skó stafgönguskó :)
Hlaup í dag: 10 km (var eitthvað illa fyrirkallaður og á km 9.78 missti ég allann áhuga á frekari hlaupum þennan daginn). Langar samt aftur út núna.......
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2010 | 20:12
Danskur Laugavegur og fleira
Um síðustu helgi var Hammer Trail 50 miles haldið á Bornholm í Danmörku. Rakst á 20 mínútna þátt hjá TV2 um hlaupið og ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til hjá dönunum og leiðin að mörgu leiti skemmtileg. Spurning um að leggjast í víking að ári!
Frásögnin byrjar á mín 5:30, ath að tvíklikka til að fá stærri skjá (er á fredag 30. apríl)
Þýska blaðiðTrail magazin er eitt af þeim betri, mikið um skó og fatnað auk frásagna af hlaupum. Maður verður að rifja upp menntaskólaþýskuna til að geta lesið það en það hefst.
(ATH að fletta í gegnum Archive-ið hægra megin en þar eru eldri útgáfur)
Trail magazin er einnig með test á utanvegarskóm
Svo er það þreytti maðurinn á blaðsíðu 16
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2010 | 19:39
Myndbönd
Var bent á þetta myndband(-bönd) frá Western States 100 sem haldið var 2001 (held ég fari rétt með árið).
Er í 6 hlutum (sjá listann hægra meginn á Youtube)
Hér fyrir neðan er linkur á heimildarmynd um Marathon de Sables:
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2010 | 19:21
Skótest - hollenskir tréklossar
Keypti Nimbus 10 um daginn á fínu verði og endurnýjaði þar með kynni mín við Nimbus eftir ca. 4 ára fjarveru. Hafði mjög góða reynslu af Nimbus fyrir utan týpuna (6 eða 7) sem þeir gerðu svo létta að öll dempun að viti var í burtu.
Hef hinsvegar orðið fyrir vobrigðum með þessa skó, eru ekki eins góðir og hægt var að skilja af umsögnum á netinu auk þess eru þetta fyrstu skórnir sem kalla fram verki í hnjánum eftir 10 km rúnt (og bara yfirhöfuð verk í hnjánum). Á reyndar eftir að prófa þá með orginal innleggjum og sjá hvort þeir virki ekki betur þannig en hef notað Superfeet inleggin hingað til.
Í viðbót finnst mér þeir vera hundleiðinlegir að hlaupa í og var því feginn að fara aftur í Nike Pegasus sem eru einstaklega vel heppnaðir. Nimbus má þó eiga það að yfirbyggingin er betri og skórinn passar mér betur þ.e. meira pláss fremst og almennt passar Nimbusinn vel á fótinn og er ekkert sem angrar mig þar.
Mun samt ekki gefa Nimbus upp á bátinn, eiga að vera góðir skór en þegar verið er að breyta skónum mikið á milli ára er nánast hægt að segja að það sé jafnmikill breyting á milli ára í sömu tegund og að færa sig yfir í nýja tegund.
Annars ganga hlaupin vel, orðið autt að mestu og spáð hlýjindum næstu vikuna. Hef farið í nokkrar gönguskíðaferðir og fór t.d. í eina í dag sem varði í 4 klst og var ég algjörlega búin þegar ég kom heim.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2010 | 22:21
Vetur
Búið að vera vetrarlegt í dag, stórhríð stóran hluta dagsins þannig að ekki sést í næsta hús. Var að vonast að það lægði með kvöldinu en á endanum ákvað ég að drífa mig út. Skemmst er frá því að segja að það var heljarvetur á stuttri hlaupaleið, þétt hríð og skafrenningur svo það var hlaupið að mestu með augun lokuð.
Fékk nóg eftir rúma sex km og kom heim með andlitið vel stungið af ísnálum. En fór a.m.k út.
Stefni á að hjóla í vinnuna á morgunn þótt færið og veðrið sé ekki það besta.
Lag sem hæfir hlaupinu: Lonesome traveller.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 21:35
Latur, Laser, Ljós
Kominn í gang eftir smá hlé í febrúar. Fór heim í laser aðgerð á augum og var því smá hlaupastopp í kjölfarið. Áður en ég fór heim kom vika með allt að -18 gráðum og hvössum vindi sem skiljanlega gerði lítið úr hlaupum. Seinnihluta febrúar kom önnur svona vika svo í heildina var þetta hátt í 4 vikna stopp. Kem samt sprækur frá því, þegar ég hef farið út að hlaupa sýnist mér ca. 10-15 sek hafi farið af pace-inum, þ.e. ég er mun hraðari eftir pásuna en fyrir. Hvíldin gerði mér því gott.
Var samt hlaupalatur í síðustu viku, kom mér bara ekki út þrátt fyrir fínt færi og veður en brúkaði hjólið þeim mun meira en ég hef reynt að hjóla í vinnuna (2 x 7 km) á hverjum degi og reynt að taka smá rúnt um helgar. Er orðinn mun sterkari á hjólinu og léttara að klifra yfir Storsvingen, 80 m hæð, á leið til vinnu og það þótt vetrarfæri sé.
Nú er orðið allbjart um kl 6 þegar ég hjóla í vinnuna og hef ég verið að velta fyrir mér að fara að taka morgunrúnt t.d. 6 km hring áður en hjólað er í vinnuna.
Pepp lag dagsins: Basement Jaxx, Rende-vouz
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 17:27
Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi
Rakst á þessa grein um daginn en þar tekur blaðamaður Washington times saman 10 bestu hlaupara síðasta áratugar. Athyglisvert að á þeim lista eru tveir hlauparar sem eru með gervifætur, hinn velþekkti Oscar Pistorius og Amy Palmiero-Winters sem gerði sér lítið fyrir og vann kvennaflokkinn í Heartlands 100 mílna utanvegarhlaupinu um daginn og ekki bara það heldur var það annar besti tíminn í kvennaflokki frá upphafi þess hlaups. Hún er auk þess margreynd í þríþraut og á 3:04:16 í maraþoni, takk fyrir!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2010 | 22:26
Lognið á undan storminum
Eftir óvenju miklar æfingar síðan í nóvember miðað við síðustu ár var mig farið að lengja eftir mælanlegum árangri. Hef mest verið að taka +/- 20 km og safna km og æfingartímum. Slíkt skilar sér vel í hraða skv. minni reynslu þó það komi kannski ekki samhliða. Var því farið að lengja eftir góðu hlaupi.
Aðalvandinn hefur verið hálka og sú staðreynd að ég þarf að hlaupa úr einum "firði" yfir í annan og þarf strax á km 1,5 að byrja að þræla yfir 80m háa hæð sem er svipað og að hlaupa upp að hitaveitutönkunum í Grafarholti og það dregur dálítið úr lönguninni til að taka tempóhlaup. Svo þarf að að sjálfsögðu að hlaupa yfir hæðina til baka aftur þannig að ég er búinn að fara þessa hæð ansi oft en er orðinn í staðinn fjandi öflugur í brekkunum :)
Síðustu tvær vikur hljóp ég minna en ég hefði getað gert, einhver þreyta í kollinum held ég. Svo fann ég í dag þegar ég fór út að mér leið stórvel eftir hvíldina og ákvað taka brekkuna á meiri hraða en venjulega og eftir hana jók ég hraðan þannig að ég endaði á 4,5 tempó hlaupi þar sem ég hljóp niðurundir 4 mín pace án þess að vera reyna mikið á mig. Gat ekki keyrt á fullu vegna hálku og myrkurs sumsstaðar en það lofar góðu að vera kominn á þetta ról þegar þrjár vikur eru liðnar af janúar.
Flyt í aðra íbúð í næstu viku sem er í hinum firðinum og þá hef ég mun betri aðstæður til að taka spretti og tempóhlaup.
Annars er spáð stormi hér á morgunn svo það verður bara að koma í ljós hvort ég nái æfingu á morgunn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar