Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Vetur

Búið að vera vetrarlegt í dag, stórhríð stóran hluta dagsins þannig að ekki sést í næsta hús.  Var að vonast að það lægði með kvöldinu en á endanum ákvað ég að drífa mig út.  Skemmst er frá því að segja að það var heljarvetur á stuttri hlaupaleið, þétt hríð og skafrenningur svo það var hlaupið að mestu með augun lokuð. 

Fékk nóg eftir rúma sex km og kom heim með andlitið vel stungið af ísnálum.  En fór a.m.k út.

Stefni á að hjóla í vinnuna á morgunn þótt færið og veðrið sé ekki það besta.

 

Lag sem hæfir hlaupinu: Lonesome traveller.

 


Latur, Laser, Ljós

Kominn í gang eftir smá hlé í febrúar.  Fór heim í laser aðgerð á augum og var því smá hlaupastopp í kjölfarið.  Áður en ég fór heim kom vika með allt að -18 gráðum og hvössum vindi sem skiljanlega gerði lítið úr hlaupum.  Seinnihluta febrúar kom önnur svona vika svo í heildina var þetta hátt í 4 vikna stopp.  Kem samt sprækur frá því, þegar ég hef farið út að hlaupa sýnist mér ca. 10-15 sek hafi farið af  pace-inum, þ.e. ég er mun hraðari eftir pásuna en fyrir.  Hvíldin gerði mér því gott. 

Var samt hlaupalatur í síðustu viku, kom mér bara ekki út þrátt fyrir fínt færi og veður en brúkaði hjólið þeim mun meira en ég hef reynt að hjóla í vinnuna (2 x 7 km) á hverjum degi og reynt að taka smá rúnt um helgar.  Er orðinn mun sterkari á hjólinu og léttara að klifra yfir Storsvingen, 80 m hæð, á leið til vinnu og það þótt vetrarfæri sé.  

Nú er orðið allbjart um kl 6 þegar ég hjóla í vinnuna og hef ég verið að velta fyrir mér að fara að taka morgunrúnt t.d. 6 km hring áður en hjólað er í vinnuna.

Pepp lag dagsins: Basement Jaxx, Rende-vouz

 


Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband