Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
22.12.2010 | 21:41
"...you can quit... and they don't care... but you will always know..."
Rakst á þessa setningu á bloggi á alnetinu í dag og fannst hún býsna skondin og segja um leið ansi mikið.
Frostið að minnka hér og tók ég smá túr núna í kvöld til að testa hamstring og nára í vinstri fæti og virðist allt vera á réttri leið og gat ég hlaupið hratt án vandkvæða þannig að stopp síðustu daga virðist hafa gert mér gott. Stefni á aðra æfingu í fyrramálið og svo eftir vinnu og fyrir norska skötu enda ekkert víst að maður verði í standi til að hlaupa eftir að hafa étið hana......
Skráði mig í UTMB í fimmta skiptið núna, það er orðinn svo góður hópur í kringum þetta núna að það er orðið möst að drífa sig. Ég og Ásgeir erum skráðir í UTMB og vonandi skráir Höskuldur sig líka í lengsta hlaupið. Við erum nú níu talsins sem eru skráð hlaupin þrjú CCC, TDS og UTMB. Sjá nánar hér: UTMB 1 punkt þarf í CCC en Laugavegur gefur einn punkt og í TDS þarf 2 punkta t.d. Laugaveginn 2009/2010. Ekki er hægt að miða við hlaup fyrir 2008 og eldri.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2010 | 20:27
Frost
Nú er byrjað að frysta duglega, -10 stig verður normið um jólin en ég er aðeins betur græjaður núna en í fyrra og vonandi næ ég að æfa þokkalega þrátt fyrir kuldan. Síðustu viku hefur hvassviðri fylgt í kaupbæti og er óhætt að segja að það sé "hressandi".
Tókst að ná mér í smá meiðsl í nára á interval æfingu um daginn en ætti að ná að hlaupa það úr mér smátt og smátt.
Óhætt að óska Gunnlaugi til hamingju með 24 tíma hlaupið, þetta er ótrúlega vegalengd á bretti.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2010 | 20:12
Jæja.......
Hefur alveg vantað bloggstuðið hjá mínum en nú sest ég við skriftir aftur.
Verið rólegt hjá mér í haust en er samt í ágætis formi eftir smá set-back í lok okt/byrjun nóv þegar ég fékk smá tak í hamstring á vinstri fæti. Veðrið hefur þó verið frekar leiðinlegt og oft mikil hálka þannig að ég hef þá látið það vera að fara út að hlaupa.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar