Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

"...you can quit... and they don't care... but you will always know..."

Rakst á þessa setningu á bloggi á alnetinu í dag og fannst hún býsna skondin og segja um leið ansi mikið.  

Frostið að minnka hér og tók ég smá túr núna í kvöld til að testa hamstring og nára í vinstri fæti og virðist allt vera á réttri leið og gat ég hlaupið hratt án vandkvæða þannig að stopp síðustu daga virðist hafa gert mér gott.  Stefni á aðra æfingu í fyrramálið og svo eftir vinnu og fyrir norska skötu enda ekkert víst  að maður verði í standi til að hlaupa eftir að hafa étið hana......

Skráði mig í UTMB í fimmta skiptið núna, það er orðinn svo góður hópur í kringum þetta núna að það er orðið  möst að drífa sig.   Ég og Ásgeir erum skráðir í UTMB og vonandi skráir Höskuldur sig líka í lengsta hlaupið.    Við erum nú níu talsins sem eru skráð hlaupin þrjú CCC, TDS og UTMB.   Sjá nánar hér: UTMB   1 punkt þarf í CCC en Laugavegur gefur einn punkt og í TDS þarf 2 punkta t.d. Laugaveginn 2009/2010.  Ekki er hægt að miða við hlaup fyrir 2008 og eldri.  


Frost

Nú er byrjað að frysta duglega, -10 stig verður normið um jólin en ég er aðeins betur græjaður núna en í fyrra og vonandi næ ég að æfa þokkalega þrátt fyrir kuldan.  Síðustu viku hefur hvassviðri fylgt í kaupbæti og er óhætt að segja að það sé "hressandi".  

Tókst að ná mér í smá meiðsl í nára á interval æfingu um daginn en ætti að ná að hlaupa það úr mér smátt og smátt.   

Óhætt að óska Gunnlaugi til hamingju með 24 tíma hlaupið, þetta er ótrúlega vegalengd á bretti.

 


Jæja.......

Hefur alveg vantað bloggstuðið hjá mínum en nú sest ég við skriftir aftur.

Verið rólegt hjá mér í haust en er samt í ágætis formi eftir smá set-back í lok okt/byrjun nóv þegar ég fékk smá tak í hamstring á vinstri fæti.  Veðrið hefur þó verið frekar leiðinlegt og oft mikil hálka þannig að ég hef þá látið það vera að fara út að hlaupa.  


Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband