Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ultramaraþon

Hér er listi yfir ultramaraþon víðsvegar um heiminn

Ultramaraþon

Setti þetta einnig í tenglalistann hér til vinstri.


Neil Kapoor þriðji

Neil Kapoor sem var hér á landi í fyrra tók þátt í Thames Ring 250 mílna hlaupinu um helgina og varð þriðji á tímanum 79:55 klst.   Sá fyrsti var á rúmum 59 tímum.

 

Úrslit 

tr250.jpg


Western States 100mílur

Western States 100 var þreytt um helgina að vanda og margar kanónur mættar á rásmarkið.

Vinur minn Jez, sem sést hér að neðan í partýinu eftir UTMB hljóp og náði þeim glæsilega árangri að lenda í 3ja sæti eftir að hafa hlaupið sig upp frá 18 sætið sem hann var í um miðbik keppninnar.  Hefði þurft 2-3 mílur í viðbót til að ná 2 öðru sætinu en hann var a fljúgandi ferð í lokin.

dsc_0624_871039.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést hann svo koma í mark:


Á leið til Norge....

Við innritunarborðið í Leifsstöð

Daman við borðið: hvert ert þú að fara?

Ég: Stavanger

Hún: Frankfurt? 

Ég: nei, Stavanger, Noregi

Hún: Amsterdam?

Ég: Nei........(soldið beyglaður yfir því að framburður minn á heitinu Stavanger hljómaði eins og Frankfurt eða Amsterdam)

Eftir smá grúsk í tölvunni 

Hún: Hvert ertu aftur að fara? Frankfurt?

Ég: NEI, Stavanger, með viðkomu í Bergen

Hún: Berlín?

Ég: uhmm Neiiiiii

Smá bið meðan hún fiktaði í tölvunni, líklega að reyna að stafa Stavanger, B..e..r...l...í...n  og Computer says Nooooo!

Hún: bíddu aðeins (kallar til konunar á næsta borði), hvar er Stavanger?

Þær: í Noregi...............

10 mín seinna fann hún Stavanger og ég komst út.....

True story!

 


Fín vika..

Hef náð fínu rúlli síðustu daga eða um 20 km á dag.    Tók mér frí í dag þar sem 7 tinda hlaupið er ennþá á radarnum en ákveð það á morgunn hvort að ég skelli mér suður bara fyrir eitt hlaup.

Fyrir utan smá strengi líður mér bara vel í löppunum eftir þessi hlaup og finnst ég vera mjög sterkur upp á móti og fínn hraði í gangi.  Amk betri en í fyrra og það er bara jákvætt.  Til að sannreyna það ætla ég að mæta í Kjarnaskóginn kl: 19:00 á þriðjudaginn í hið reglubundna skógarhlaup okkar félaganna á Akureyri og dusta aðeins rykið af þeim felögum.....:)   Skilst að þeir  séu komnir í ágætis form.


Þorvaldsdalur og kominn á skrið

Fórum fimm saman á sunnudaginn og hlupum Þorvaldsdalinn.  Þetta gekk bara ágætlega, var samt ekki alveg í topp orku þennan daginn og rúllaði þetta nokkurnveginn á sömu áreynslu allan tímann. 

Töluverður snjór var þar sem hæst var farið eða við km 7 en eftir það var betra að hlaupa og snjólítið eftir km 10.   

Tók tvær æfingar í dag og þá seinni á 4:45 meðaltempói (17,5 km).  Hef fundið mikinn mun á mér undanfarnar vikur hvað hraða varðar. Að hlaupa niður á 4 mín tempó er orðið mjög lítið mál.  Ætla ég að fara keyra á meira magn núna og fara yfir 100km pr. viku og reyna að halda góðu pústi næstu vikur.  Laugavegurinn dettur líklega uppfyrir hjá mér en stefni þá á Jökulsárhlaupið í staðinn.

Dauðlangar svo í 7 Tinda hlaupið um helgina en veit ekki hvort ég kemst suður.


Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband