Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
30.11.2009 | 22:49
Flott myndband
Myndband frá West Highland Way race 2009. Alvöru þáttur frá BBC, ath að inn á milli er verið komið inn á fleira t.d. göngumenn svo það þarf að spóla áfram af og til.
Hvað skyldi taka RÚV mörg ár að komast á þennan level?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2009 | 21:03
Enn gengur vel
Skaust út áðan og skokkaði 18.5 km, datt í fínan gír og rúllaði þetta á 4:27 meðaltempó með nokkrum góðum brekkum inn í. Er greinilega enn í fínu formi eftir sumarið og nú verður því haldið fram að áramótum, KOMASO!
Fyrir þá sem hafa gaman að því að skoða hlaupin sín á Google earth þá er fínt að henda Garmin tracki hér inn: http://www.endomondo.com/ Er skemmtilegra en Google earth og heldur auk þess utan um hlaupin hjá manni. Auk þess er hægt að skora á aðra í keppni t.d. hver hleypur flesta km í mán o.s.frv.
Líka fínt fyrir þá sem eru í fjallgöngum, fín grafík.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2009 | 21:44
Nice!
Skokkaði 20 km áðan og var þetta ein af þeim æfingum sem ganga alveg 100% upp. Án þess að hafa ætlað að vera með einhver læti hljóp ég stóran hluta leiðarinnar undir 4:30 einfaldlega vegna þess að mér leið vel og hvorki púls né öndun hreyfðust. Hjartað sló kannski þrisvar allan tímann og ég dró andann djúpt í byrjun en svo ekki meir fyrr en ég var kominn heim í sturtu.
.....og það er hreint æðislegt að vera í svona formi svona seint á árinu en yfirleitt hef ég dregið mikið úr æfingum í okt-des og verið á byrjunarreit 1. jan. En nú er meiningin að mæta sterkur inn í árið 2010.
Var að gæla við að skrá mig í Comrades en ákvað á síðustu stundu að bíða með það, veit ekki alveg hvernig næsta sumar verður með tilliti til sumarfrís og fl og hef verið að skoða önnur hlaup í júní sem hefðu stangast á við Comrades sem er síðast í maí. En vissulega hefði verið að gaman að drífa þangað niðureftir. Er annars með umsókn inni í Western States en líkurnar eru afskaplega litlar á að maður komist þar inn, en það freistar svolítið að prófa 100 mílur í USA fyrri hluta sumars.
Skoða það betur á næstunni. Annars opnar skráning í UTMB/CC/TDS 23. des fyrir áhugasama sem vilja taka þátt í einu flottasta hlaupi sem er í boði í dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar