Leita í fréttum mbl.is

2009 og 2010

2009 varð nú ekki ár stórra afreka sem skýrist af mestu af því að ég var nánast alveg frá síðustu mánuði 2008 vegna meiðsla í ilinni, plantar fasciitis.  Þá um áramótin var ég að lagast en það tók fram í maí að vera það góður að meiðslin hættu að angra mann við æfingar.  Flutningur til Noregs færði auk þess plön til þannig að Laugavegurinn datt út en hann hefði orðið sá sjöundi í röðinni og var ég svolítið svekktur því ég stefndi á 10 í röð. 

Náði Jökulsárhlaupinu og gekk ágætlega, náði 6 sæti umkringdur Laugaskokkurum. 

Æfingar hér úti gengu ágætlega svo ég kom nokkuð sterkari inn í UTMB hlaupið en tókst að rústa hásininni á hægri fæti rétt fyrir hlaup og gat vart hlaupið 3 km viku fyrir hlaupið.  Fór því rólega af stað í hlaupið þar til ég fann að allt hélt, þá dúndraði ég af stað og fann að ég var margfalt sterkari en síðustu ár og þoldi niðurhlaupin mjög vel og gekk vel upp á móti þar til á ca. km 120, þá sagði hásinin stopp.  Eftir alltof langt stopp stökk ég af stað og náði að fræsa vel í mark, en síðasti hlutinn er einhver flottasta hlaupaleið sem hægt er að komast í.  4 mánuðum seinna er ennþá stórt ör á hásininni en hún heldur vel og ekki til að hafa áhyggjur af.

Náði að koma mér í gang aftur í haust en vanalega hef ég verið rólegur í nóv/des svo nú kem ég í fínu formi inn í 2010 með tæpa 400 km í des og 3000 km í heildina.  Er ca. 13 kg léttari en um síðustu áramót þannig að ég vona að ég nái að hefja 2010 með stæl :)

Planið fyrir 2010 er enn sem komið er ekki fullmótað en amk Western States í júní, Laugavegurinn í júlí og UTMB í ágúst.   Er að skoða keppnir nú í vetur og fram á vor en ekkert fastnelgt í þeim efnum.  Kannski kemst maður heim í vormaraþon.  Hvernig sem það allt verður þá er allavegana stefna sett á að taka hlaupin á góðu farti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ansi metnaðarfull áætlun hjá þér og ég vona að þú náir að klár þetta allt með stæl. En endilega að skella sér í Vormaraþon!

Geir Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband