Leita í fréttum mbl.is

Western States 100

Mikil spenna búin að vera í desember, setti inn umsókn í október fyrir lotteríið nú í byrjun des.  Mjög margir voru um fá sæti svo líkurnar voru ekki miklar og fór það því þannig að ég komst ekki inn.  Bara einn frá Noregi og einn frá Svíþjóð.

Fékk síðan póst í þessari viku frá Greg Soderlund um að ég hefði verið valinn til "representera" mitt land í keppninni. Þurfti bara að staðfesta það og var skiljanlega snöggur að.  

Greiddi svo áðan fyrir plássið svo nú er ég kominn inn í WS100, jeiiii :)

Draumur að rætast sem hefur blundað síðan Gunnlaugur fór í þetta hlaup 2005/6.  Á eftir að ræða vel við hann um þetta hlaup á næstu mánuðum en þangað til verða æfingar teknar föstum tökum.   Hlaupið er 26. júní.

Jez Bragg, kunningi minn frá Bretlandi mun einnig keppa en hann fékk sjálfkrafa skráningu út á 3ja sætið í fyrra.

Bara gaman!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera kominn inn í þetta sögufræga hlaup. Mun hlaupið íta þríþrautaáformum þínum af dagskránni næsta sumar?

Steinn (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:11

2 identicon

Tja það gerir planið aðeins flóknara en reikna samt með að halda þríþrautinni opinni eitthvað fram á vorið og sjá til hvort maður kemur ekki hjóli og sundi inn í prógrammið svo maður verði ekki alveg óæfður fyrir þrírþraut ef maður ákveður að tækla hana líka.

Börkur (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:06

3 identicon

Áfram Ísland!!!

Fríða (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 23:46

4 identicon

Til hamingju átt eftir að standa þig vel í þessu UTMB ætti að vera fín undirstaða fyrir Western.

kv.

Jói

Jóhann Gísli Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 14:24

5 identicon

Þetta er alveg frábært, til hamingju félagi. Þetta er fullorðinn áskorun, en þú ert maður til að takast við þetta. Æfðu vel en mundu að öfgarnar skila engu nema meiðslum.

Bestu úr snjónum fyrir norðan.

Steini

Aðalsteinn Árnason (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband