Leita í fréttum mbl.is

Nice!

Skokkaði 20 km áðan og var þetta ein af þeim æfingum sem ganga alveg 100% upp.  Án þess að hafa ætlað að vera með einhver læti hljóp ég stóran hluta leiðarinnar undir 4:30 einfaldlega vegna þess að mér leið vel og hvorki púls né öndun hreyfðust.  Hjartað sló kannski þrisvar allan tímann og ég dró andann djúpt í byrjun en svo ekki meir fyrr en ég var kominn heim í sturtu. 

.....og það er hreint æðislegt að vera í svona formi svona seint á árinu en yfirleitt hef ég dregið mikið úr æfingum í okt-des og verið á byrjunarreit 1. jan.  En nú er meiningin að mæta sterkur inn í árið 2010.  

Var að gæla við að skrá mig í Comrades en ákvað á síðustu stundu að bíða með það, veit ekki alveg hvernig næsta sumar verður með tilliti til sumarfrís og fl og hef verið að skoða önnur hlaup í júní sem hefðu stangast á við Comrades sem er síðast í maí.  En vissulega hefði verið að gaman að drífa þangað niðureftir.   Er annars með umsókn inni í Western States en líkurnar eru afskaplega litlar á að maður komist þar inn, en það freistar svolítið að prófa 100 mílur í USA fyrri hluta sumars.  

Skoða það betur á næstunni.  Annars opnar skráning í UTMB/CC/TDS 23. des fyrir áhugasama sem vilja taka þátt í einu flottasta hlaupi sem er í boði í dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst rosalega freistandi að reyna við CCC hlaupið.  Ekki verður maður yngri og mér skilst að Laugavegurinn gefi það stig sem til þarf.  Ef það gengur upp, þ.e. ég kemst að, verður líklega allt annað planað út frá því

Fríða (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 14:11

2 identicon

List vel a tad!

borkur (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 18:21

3 identicon

Fyrst þú fórst þetta á einum andardrætti þá hefur þú ekki sagt mikið á leiðinni...........hefði alveg verið til í að vera með þér í þetta skipti.  Bestu kveðjur, vinur.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband