Leita í fréttum mbl.is

Óvænt uppákoma

Á leið niður þriðja síðasta fjallið í Frakklandi í svarta myrkri fór allt í einu að heyrast í kúabjöllum sem eru mikið notaðar til að hvetja hlaupara áfram.   Þar sem ég var staddur frekar ofarlega í fjallinu og stígurinn mjög erfiður yfirferðar og þröngur fannst mér skrýtið að nokkur væri að hvetja hlaupara á þessum stað. 

Stuttu seinna heyri ég köll í frönskum hlaupurum sem voru stutt á undan mér.  Þar sem franskan er ekki góð gerði ég mér enga grein fyrir því hvað þeir voru að kallast á.  Svo ég hélt bruninu áfram niður en það var eins og hljóðið nálgaðist hratt og þar sem ég varð ekki var við neitt ljós þá var þetta eitthvað meira en lítið undarlegt.  

Nokkrum skrefum seinna hleyp ég næstum framan á vel hyrnt svart naut, og ekki bara eitt heldur sex stykki.   Mér varð ekki um sel enda erfitt að víkja eða forða sér frá þessum vígalegu nautum sem voru ekki að fara að stoppa.  Vinstra megin við mig var brattur og ókleifur bakki og hægra meginn eitthvert snarbratt hyldýpi.  Það eina sem ég gat gert var að stökkva á örgrannt tré sem var í kantinum hægra meginn og vonaði að það héldi.  Nautin stikuðu svo hjá en stoppuðu svo hjá næsta hlaupara á eftir svo hann komst hvergi.  

Ég varð því að hlaupa upp á eftir nautunum og reka þau áfram til að losa hann úr prísundinni.  

Greinilega von á ýmsu í svona hlaupum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MERDE - SCHEISSE - þetta hefur verið hrikalegt mar!!!!

Ása Dóra (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband