3.9.2009 | 16:13
Að skána
Svona löng og erfið hlaup eins og UTMB taka vel á líkamann og var ég með töluverðan bjúg eftir hlaupið og um 5 kg þyngri eftir hlaup en fyrir en það er að ganga til baka. Er nú ca. 2 kg þyngri og finn að allt er að færast í fyrra horf.
Öndunin var erfið þar til í morgunn en þindin verður býsna viðkvæm eftir svona átök og eins og hún fái strengi. Því getur maður bara notast við brjóstkassaöndun en ekki þindaröndun og er afleiðingin frekar grunn öndun og ör.
Einnig hef ég verið með töluverðan hausverk sem ég skrifa á þau átök þegar maður hleypur niður langar erfiðar brekkur með ca. 4 kg bakpoka á bakinu. Fann um miðbik hlaupsins að axlirnar voru orðnar ansi þreyttar.
Var býsna þreyttur í gær og í dag en ég hef vanist því að þreytan komi af fullu afli yfir mann 2-3 dögum eftir átök og svefnleysi.
Annars bara nokkuð frískur í liðum og slíku og reikna með að byrja æfingar í rólegheitum á morgunn.
Félagar mínir í Bretlandi voru ekki lengi að hvetja til hópferðar að ári í hlaupið en við vorum 3 af 7 sem fórum núna. Það er ekki hægt að sleppa því tækifæri enda öðlingar þar á ferð.
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugavert að lesa þetta. Þarna er margt sem ég kannast ekki við. Tekurðu mikið af söltum á meðan á hlaupinu stendur? Það hlýtur að vera því annars myndirðu ekki safna svona miklum bjúg. Ég lenti í þessu í vor að ég var of stressaður yfir steinefnatapi og tók of mikið af steinefnum. Þegar ég sá bjúg á höndunum áttaði ég mig og hætti því nema í mjög litlum mæli. Ég er yfirleitt jafnþungur eftir svona hlaup ef maður gætir þess að borða og drekka vel. Finnurðu þá ekkert til í nýrunum? Ég var svona hálfan mánuð að jafna mig í þeim í vor. Ég hef aldrei fengið neina eftiráþreytu. Svefn eina nótt og maður er fínn. Ertu viðkvæmur með svefn? Þá þarftu að gæta þess vel að vera vel hvíldur fyrir svona löng hlaup. Þindarverki hef ég aldrei fengið eða aðkenningu með öndunina. Þarftu að vera með 4 kg á bakinu? Er ekki hægt að senda dót út á drykkjarstöðvar (fatnað, næringu og fleira sem maður þarf á að halda)? Hvernig er hásinin?
Mbk.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 18:05
Hef gjarnan tekið mikið af söltum en ekki í þessari keppni, kannski 3-4 töflur en drakk salta súpu á hverri stöð og voru þær stundum vel saltar og kannski erfiðara að stjórna saltmagni þegar maður blandar það ekki sjálfur. Annars drakk ég bara vatn með ekki orkudrykku t.d.
Man eftir að hafa fengið í nýrun 2007 eftir 40 km eða svo, lagaðist eftir eina íbúfen en þá var ég í um 2500m og taldi það vera hluta af ástæðunni. Amk versnaði það með meiri hæð.
Var held ég meiri bjúg núna en áður eftir þessa keppni.
Sef mjög laust og á erfitt að sofna bæði fyrir og eftir svona átök, þau sem voru með mér gátu sofnað hvenær sem er yfir daginn en ég t.d. var vaknaður kl: 05:00 eða svo bæði fimmtudag og föstudag fyrir keppni og ekki að ræða það að sofna eitthvað yfir daginn.
Bakpokinn með 2 x ennisljósum, léttum aukafatnaði, mat o.fl + ca. 1.5 ltr af vatni vegur langleiðina í 4 kg en léttist svo um leið og gengið er á vatnið. Það er bara ein stöð þar sem hægt er að skilja eftir aukaföt/mat. En það er líka tækni að færa þyngdina frá öxlum niður á mittið á réttum tíma, ef maður hleypur á jafnsléttu vill maður herða pokann að sér að ofan en slaka á því t.d. á leiðinni niður og færa þyngdina niður á mjaðmirnar. Stundum gleymist það um stund og þá kemur skakkt átak en líkaminn er fljótur að láta vita af því.
Þindarverkir og vandræði með öndun skrifa ég á þau miklu högg sem koma þegar maður fer niður hverja brekkuna af fætur annarri flestar með 1000 fallhæð. Vantar líklega öflugri magaæfingar til að þola þessi högg betur.
Hásinin er í lagi að svo komnu máli, en hef ekki verið að reyna á hana neitt að ráði. Fer bara rólega af stað.
Börkur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.