Leita í fréttum mbl.is

Jökulsárhlaup

Smellti mér í Jökulsárhlaupið en þurfti að hafa aðeins fyrir því að komast á leiðarenda enda var um að ræða ca. 30 klst ferðalag frá Stavanger með flug, bíl og dashi af svefni. 

Hlaupið gekk vel, ákvað að keyra á hlaupið í byrjun og sjá hvort að æfingar síðustu vikna sætu eitthvað í mér, fyrstu 8 km einkenndust af smá barningi í kollinum meðan hann var að meta hvort líkaminn þyldi þennan hraða eða ekki en á endanum komst ég yfir ákveðinn þröskuld og náði að halda ágæstis álagi út hlaupið.  

Eftir Hólmatungur lenti ég á eftir Stefáni Viðari og hékk ég í honum á þægilegu 4:10-4:20 pace-i á bestu köflunum en missti hann svo frá mér eftir Stallánna (ef ég man heitið rétt).  Lars Peter náði mér eftir Vesturdalinn en ég náði að detta í gang aftur eftir nokkra orkulausa kílómetra og fara fram úr aftur.  Náði svo Stefáni sem hafði lent í einhverjum vandræðum og reyndi svo að halda hraða niður úr.  Sá svo Ingólf nálgast, en hann er átta þyngdarflokkum fyrir neðan mig og varð mér ljóst að ég þyrfti að halda vel á spöðunum til að halda honum fyrir aftan mig en ca. 4 km voru þá í mark.  

En ekkert dugði, hann kom siglandi fram úr en ég náði síðan að halda restinni fyrir aftan mig út hlaupið en margir komu í kjölfarið og greinilegt að það eru margir hlauparar komnir í toppform.

Niðurstaða: 6 sæti og tíminn 2:40:37 en ég stefndi á þann tíma en var innst inn að vonast til að enda á 2:3X:XX en ég á best 2:38:00.

Allt skipulag til fyrirmyndar og toppfólk sem sem vinnur við þetta hlaup, bæði stjórnendur og sjálfboðaliðar.  

Ekki var síðra að fá flottan Hummel bol með merki hlaupsins, mjög gott framtak

Takk fyrir mig!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband