Leita í fréttum mbl.is

Út af með dómarann!

Eftir hlaupið á Akureyri þá hefur sprottið upp ansi undarleg umræða um vöntun á dómara við markið. 

Þetta er hinn dæmigerði íslenski hugsunarháttur sem gengur einhvern veginn svona: eitthvað gerðist einhversstaðar og þá skilja menn af hverju ekki var búið að sjá það fyrir að eitthvað gerðist einhversstaðar og búið að koma einhverjum aðila fyrir "einhversstaðar" sem átti að grípa inn í atburðarrásina.

Þetta syndróm var t.d. í frábærri frétt fyrir nokkrum árum.  Unglingar réðust á mann upp í einhverri skíðabrekku í Bláfjöllum og í viðtalinu hneykslaðist manngarmurinn á því að skíðasvæðið í Bláfjöllum væri ekki með vörð akkúrat í þessum skafl sem hann stóð í.  Semsagt Skíðasvæðið átti að vera búið að sjá það fyrir að það yrði ráðist á hann í þessum skafli, 11. mars, 2005 kl: 10:47 og átti því að vera búið að koma einhverjum vesalings verði fyrir í þessum skafli.  

Sama sagan fyrir norðan, eitthvað gerist akkúrat við marklínuna og þá á að ráða sér mann til að horfa á marklínuna +/- 2 metra.  

Hvert er vandamálið við þetta, jú, maraþon er 42,2 km það getur eitthvað gerst á hverjum einasta meter sem gæti fallið undir vafamál, ætla menn þá að setja dómara meðfram allri leiðinni?  Eða skipta bara síðustu tveir metrarnir máli út af þessu atviki.  Þetta er svona dæmigert syndróm, nú á að grandskoða 4 fermetra en restin skiptir engu máli.  Er svo bara þörf á þessu á Akureyri, verður ekki að setja dómara við öll hlaup. Nei, eina hlaupið sem myndi verða með dómara yrði hlaupið á Akureyri.  Afhverju þarf þá bara að vera dómari þar en hvergi annarsstaðar?

Nei, hlaup hafa mót- eða keppnisstjóra, þetta er þeirra as usual.

Guð forði okkur frá þeirri vitleysu að ráða einhvern til að horfa á marklínuna í maraþonum og öðrum hlaupum! Ég verð allavegana sá fyrsti til að tryllast ef ég les einhversstaðar um hlaup þar sem stendur:

Marklínurýnir: Jón Garðarsson ... !

Það verður ekki aftur dramatík við marklínuna í íslensku maraþoni fyrr enn laugardaginn 20. ágúst,  2067.    Stay tuned!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta yrði nú aldeilis vinsælt starf í maraþoni :)

Bibba (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:45

2 identicon

Yrði svona virðulegur náungi í stól við marklínuna, með dálitla bumbu og myndi spígspora um svæðið af og til :) 

Börkur (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 06:28

3 Smámynd: Fríða

Væri það þá ekki einmitt starfið fyrir þig?  Ert þú ekki virðulegur og með dálitla bumbu :)  Nei, alveg rétt, hún er löngu horfin!

En það sem ég held nú að fólk sé að tala um er einhver sem segir af eða á um hvort hlaupari á að dæmast úr leik, einhvern sem sker úr um það.  Nú, og svo væri ekkert slæmt að fá umræðu um hvað má og hvað ekki í svona hlaupum þannig að ég held að þessi umræða þótt hún sé skrýtin eigi eftir að vera til gagns. 

Fríða, 16.7.2009 kl. 10:41

4 identicon

Skil hvað menn eru að fara en eins og ég bendi á þá eru engir dómarar í hlaupum.  Út af einu atviki þá ætla menn að fara að stofna eitthvert sérstakt embætti. 

Í einu hlaupi sem ég keppti í fékk sá sem var í öðru sæti og á undan mér það sem kalla mætti ólöglega utanaðkomandi aðstoð (var aðstoðaður við það að starfsfólki hlaupsins).  Þetta gerðist á drykkjarstöð í miðju hlaupi, þarf þá ekki dómara þar líka?  Mér eins og öllum öðrum, bæði þátttakendum og starfsmönnum (og mér) var alveg slétt sama um þessa aðstoð, hún varð til þess að hlauparinn náði að klára hlaupið og mér hefur aldrei dottið í hug að krefjast þess að dómari yrði eftirleiðis á þessari drykkjarstöð og aldrei hefði ég farið að kæra mig upp um sæti og var þvílíkt sáttur að standa við hliðina á honum í markinu.  Enda var hann svart á hvítu mun betri hlaupari en ég.

Svona atriði má finna í öllum hlaupum, t.d. hlaupa útlendingar ca. 100m lengri leið í Laugaveginum vegna þess að hlaupið er svo illa merkt að þeir fá að taka smá detour :)

Börkur (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband