Leita í fréttum mbl.is

Hardrock 100

Um helgina síðustu var Hardrock 100 haldið en það er eitt erfiðasta (ef ekki það erfiðasta) 100 mílna hlaup sem haldið er.   Tekur ca. 3-4 tímum lengur að fara brautina en t.d. UTMB og ca. 9 tímum lengur en Western States sem skrifast að mestu á mikla hæð, en sumstaðar nær brautin vel upp fyrir 3000m.

......en þótt þetta sé erfitt hlaup þá hafa konur amk tvisvar lent í þriðja sæti, Krissy Moehl 2007 og Diane Finkel nú í ár, svo það undirstrikar það sem ég hef oft sagt við konur ef þeim finnst þær ekki vera að ná nægilega góðum samanborið við karlmenn að þær séu þá bara einfaldlega ekki að hlaupa nógu langt !!

Síða hlaupsins

Úrslit

Frásögn

 

Badwater 135 mílur var/er að klárast og sigraði brasilíumaðurinn Marcos Farinazzo. Jaime Donaldson var fyrst kvenna.   Badwater er almennt talið eitt erfiðasta hlaup sem hægt er að komast í sökum hita.  Ekki óalgengt að menn séu hreinlega með baðkar af ís í fylgdarbílnum.

Úrslit

 

Annars hjólaði ég samtals 67 km í dag sem er það mesta sem mér hefur dottið í hug að gera hingað til á einum degi.  Var bara alls ekki slæmt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband