Leita í fréttum mbl.is

111 km hlaup og 103 km hjól

Ein mín besta vika frá upphafi er nú frá.  Aðstæður hér í Noregi eru mjög fínar og veðrið verið ágæt, t.d. ekki mikill vindur, bara sól og blíða. 

Hef náð að hjóla töluvert og þrátt fyrir að ég hafi ekki hjólað neitt af viti undanfarin ár hefur mér reynst auðvelt að detta í gírinn, ræð til dæmis vel við allar brekkur þó svo að hjólið sé á sverum grófmynstruðum vetrarhjólbörðum og 89% af orkunni fer í að yfirvinna viðnám dekkjanna!  

 Verður bara gaman að bæta við það í framtíðinni enda nóg af ókönnuðum leiðum hér á svæðinu.

Þar sem Garmurinn gleymdist heima hef ég þurft að giska á tíma hvað hlaup og hjól varðar, en mælt vegalengdirnar á hjólinu.  

Ætla að reyna að halda mér í ágætu kílómetramagni næstu vikurnar og vonandi gengur það upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Norge rokkar!

Eva Margrét Einarsdóttir, 6.7.2009 kl. 07:58

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Þetta er flott! Mér finnst samt best sagan sem ég var að lesa á eldra bloggi hjá þér um konuna í Leifsstöð og Svavanger.  

Fór sjálfur á ráðstefnu í Stavanger 2001, en keyrði reyndar þangað frá Osló eða eitthvað. Í tengslum við það varð þessi saga til (ekki alveg "true story", en samt...):

Vinur minn:  Hvar varst þú?
Ég:  Stafangur.
Vinur minn: Hvað varstu að gera þar?
Ég:  Ég var á ráðstefnu.
Vinur minn: Um lesblindu?

(Ath.: Flestir þurfa að hlægja tvisvar að þessu; fyrst fyrir kurteisissakir og svo aftur þegar þeir „fatta djókið“).

En aðallega: Takk fyrir síðast og gangi þér vel að hlaupa og hjóla og gera hvaðeina annað!

Stefán Gíslason, 9.7.2009 kl. 14:02

3 identicon

Takk fyrir það Stefán, mun gera mitt besta. 

Norðmenn eru mikið fyrir Motbakka hlaup svokölluð en það eru hlaup þar sem farið er beint upp fjöll og allt að 1800m hækkun og yfirleitt peningaverðlaun.  Verð að prófa það við tækifæri.

Börkur (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband