Leita í fréttum mbl.is

Þorvaldsdalur og kominn á skrið

Fórum fimm saman á sunnudaginn og hlupum Þorvaldsdalinn.  Þetta gekk bara ágætlega, var samt ekki alveg í topp orku þennan daginn og rúllaði þetta nokkurnveginn á sömu áreynslu allan tímann. 

Töluverður snjór var þar sem hæst var farið eða við km 7 en eftir það var betra að hlaupa og snjólítið eftir km 10.   

Tók tvær æfingar í dag og þá seinni á 4:45 meðaltempói (17,5 km).  Hef fundið mikinn mun á mér undanfarnar vikur hvað hraða varðar. Að hlaupa niður á 4 mín tempó er orðið mjög lítið mál.  Ætla ég að fara keyra á meira magn núna og fara yfir 100km pr. viku og reyna að halda góðu pústi næstu vikur.  Laugavegurinn dettur líklega uppfyrir hjá mér en stefni þá á Jökulsárhlaupið í staðinn.

Dauðlangar svo í 7 Tinda hlaupið um helgina en veit ekki hvort ég kemst suður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá kemur þú bara til Ísafjarðar og hleypur Óshlíðina og Vesturgötuna.

Guðbjörg Rós (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 16:13

2 identicon

Var á Ólf og vissi af ykkur í Þorvalsdalnum en var föst í skírnarmessu/veislu. Djö...langaði mig með. 

Sjáumst í 7tindunum í Mosó.  Góð spá og flott leið.

vala (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband