Leita í fréttum mbl.is

Eyvindarstaðahlaupið

Evindarstaðahlaupið fór fram í dag í annað sinn í ár og vel tókst til að vanda en Gugga í Átaki og Ágúst maðurinn hennar sjá um úfærsluna á því.  Hlaupnar eru 3 mism leiðir fram í Eyvindarstaði í Eyjarfjarðasveit (nánar tilt. í Sölvadal) sú lengsta 36.7 km.   

Hljóp  ásamt 3 öðrum lengstu leiðina.  Skiptist fljótlega í tvo hópa og hljóp ég með Þresti en Einar og Gulli voru á eftir okkur.   Ég og Þröstur pössuðum vel saman og hlupum við 5 tempó-ið í byrjun en hægðum aðeins á okkur eftir 7 km og héldum ca. 5:15 upp í km 20 en þá fundum við að við vorum bara í góðum málum tókum allar bremsur af og dúndruðum niður á 4:30 tempó fram að km 30 en þar vorum við á ca. 2:30.00.   Þá tóku við brekkurnar góðu upp í Sölvadal og náðum við að halda okkur hlaupandi upp allar brekkurnar þann 6 km part sem þær taka en um 250m hækkun er á áfangastað.

Fengum góðar móttökur á Eyvindarstöðum en þar var fyrir hópur fólks sem hljóp 9 km og 24 km ásamt  fylgdarliði.  

Leið dúndurvel eftir hlaupið og greinilega í mun betra formi en á sama tíma í fyrra.  Tíminn var 3:07:00 sem er 10 mín bæting frá því í fyrra.  

Án efa eitt af betri hlaupum sem í boði hér á landi.

Eyvindarstaðir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn elding

Alltaf gaman að skoða línurit. Þetta er þónokkur hækkun.

Ein spurning: Ég á pláss í Laugaveginum og er að æfa mig fyrir þá þolraun, þótt minna hafi verið um hlaup síðustu vikur. Átt þú nokkuð línurit sem sýnir hækkun og lækkun á þeirri leið.

Örn elding, 16.5.2009 kl. 23:49

2 identicon

Heyrðu, jú einhversstaðar átti ég hana.  Skal athuga hvort ég finni hana. 

Börkur (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 21:25

3 identicon

Flott hlaup og þú á þrusu tíma.

kv. vala

vala (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 22:17

4 identicon

Flott hjá þér

Bogga (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband