Leita í fréttum mbl.is

UTMB & Scott Jurek

Styttist í hlaupið og spennan vex.   

Eftir hremmingarnar í WS100 í vor þá ætla ég að vera á varkár og auk þess sem ég ætla að taka púlsmæli með og hlaupa  eftir honum.  Ég er nefninlega svo viðkvæmur fyrir öllum orkuskotunum sem koma af og til í svona hlaupum t.d. eftir hvert gel að ég þarf að hlaupa þá orku úr mér (yfirleitt hlaupið mun hraðar en gott er í svona löngu hlaupiu) sem gerir hlaupið því frekar rykkjótt og ætla ég að reyna að nota púlsmælinn til að stramma mig af.  Ef ég finn að eitthvað er ekki eins og það á að vera þá hætti ég og set augun frekar á hlaupið að ári.  

Er heldur ekki viss um að ég sé að fullu búinn að jafna mig eftir WS, átti lengi í vandræðum með púlsinn á æfingum og því urðu þær oft frekar endasleppar.  Finnst lærin heldur ekki komin í fyrro styrk en vonandi kemur það með karbólódi vikunnar. 

Hef ávallt hlaupið fyrri hlutann á 12 tímum en seinni hlutann á 20 til 30 tímum!  Ætla að reyna að jafna þetta aðeins núna.  

Í WS100 hlaupinu brugðust lærin mér algjörlega, var úber sterkur áður en ég fór út en þau voru búin eftir nokkra km.  Í UTMB í fyrra gat ég tekið 4500 metra hæðarlækkun á botnkeyrslu (sumstaðar mjög bratt) og lærin héldu það vel út, fór ekki að finna til fyrr en á km 130.  Hvað klikkaði í WS er ég ekki viss um en frá byrjun fannst mér eitthvað vera að, hvort sem það var kvefið sem ég var með vikuna á undan eða eitthvað annað.   

Hélt að ég hefði amk þann styrk þegar ég fór í WS en þar var ekkert. Hljóp mikið með hlaupara frá USA í WS og lenti hann í tómum hremmingum og kláraði á 26-27 tímum og langt frá getu en hann hafði aldrei lent neðar en í 5 sæti í 50 km/50 mílna hlaupum svo það er eitthvað við WS sem gerir það erfiðara en önnur hlaup þrátt fyrir að brautin sjálf sé létt.  

Hlaupið núna mun því ráðast af því hvernig lærin þola niðurhlaupin.  

Annars var ég að fá SMS frá systrum mínum sem einu sinni héldu að ég væri stórskrýtinn að hlaupa eins og vitleysingur út um öll fjöll.   Þær eru núna í matarboði hjá Scott Jurek í Chamonix á meðan ég sit hér í Noregi og borða fúlt salat!!  :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel Börkur. Gott að familiuna er að smitast. Þá er enn meiri gaman.

Corinna (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 19:30

2 identicon

Haha....geðveikt fyndið að stelurnar séu í mat hjá súperman!! Það er ólíklegasta fólk sem fer að kunna vel við hlaupin og allt sem að þeim snýst. Gangi þér rosalega vel og það verður gaman að fylgjast með!! Go Barky.......

Sigrún (Glenna) (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 08:37

3 identicon

Sæll Börkur

Las pistilinn þinn og hnaut um nokkur atriði. Ég carbóloda aldrei fyrir svona löng hlaup. Það er fínt fyrir maraþon og styttri hlaup en hlaup sem taka sólarhring eða þaðan af meira er allt annað. Þetta er bara erfiðisvinna og við erfiðisvinnu þurfa menn mikinn og góðan mat. Carbólódið er ekkert til að byggja á í svona hlaupum og er jafnvel verra gert en ekki. Ég borða helst ekkert annað en mikinn og staðgóðan mat dagana fyrir hlaupið. Kjöt og fisk og mikið af hvoru tveggja. Þetta tók ég eftir Rune Larsson og hef ekki séð ástæðu til að breyta því. Hann borðar slátur (blodpudding) og ostakökur ef hann nær í það og hakkar í sig alveg fram á ræsingu. Mér sýnist að þú þurfir að skipuleggja hlaupið betur. Ef fyrri hlutinn er hlaupinn of hratt þá er miklu meiri hætta á að detta svo mikið niður á seinni hlutanum að það tapast meir en vannst á hröðum fyrri hluta. Þegar Kim Rasmussen hinn danski varð 10 í Spartathlon hér um árið þá var hann með síðustu mönnum inn í Korinþu eftir 80 km. Síðan hélt hann áfram í kraftgír og át hlauparana upp aftanfrá. Algengasti feillinn sem óvanir hlauparar gera í WS er að fara of hratt út. Sérstaklega á það við um hlaupara sem eru hraðir í styttri hlaupum (maraþon / 50 km). Það er gömul og ný saga. Það var mitt lán á sínum tíma að kynnast Monicu Schultz í brautinni. Hún kenndi mér margt. Meðal annars að það borgar sig ekki að botnstanda á leiðinni niður!! Samkvæmt því sem þú hefur skrifað um WS þá sýnist mér að næringuna hafi vantað. Það er ekki hægt að lifa af í gegnum WS á geli og ávöxtum. Hlaupararnir verða að borða hvort sem þá langar til þess eða ekki til að halda orkubúskapnum í lagi.

Gangi þér svo sem best og bið að heilsa hinum

Mbk

Gulli

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 09:17

4 identicon

Gott að sjá að þú ætlar að prófa skynsemina einu sinni

Annars held ég að það sé mikið til í þessu hjá Gunnlaugi, í svona Dunka-hlaup þarf prótein og fitu - alvöru orku!

Good luck félagi!  Við verðum með þér í anda hérna heima.

Jens (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 09:47

5 identicon

Alveg sammála þér Gunnlaugr að mataræðið skal vera gott en hinsvegar hefur blandan carbólód/gel skilað mér afskaplega vel áfram í UTMB en því til viðbótar er allt étið sem maður hefur lyst á hverri stöð.  Lélegur seinni hluti hjá mér verður að skrifast á skafsár 2008 og ónýta hásin 2009, annars var ég góðum gír ef svefnleysi er frátalið. 

2009 byrjaði ég rólega, var númer 900 á fyrstu stöð en hljóp mig niður í sæti 230 á næstu 90 km.  Það var gott plan en hásinin klikkaði áður en ég komst lengra með það.

Monica Sholtz hefur aldrei staðið uppi á Col du Bonhomme (2500m) í kolsvarta þoku og myrkri, grenjandi rigningu með stórgrýtta snarbratta fjallshlíð fyrir framan sig, í þeim aðstæðum er bara eitt hægt að gera, stand´ann rauðglóandi niður næstu 45 mínúturnar. Það er bara ekki til neitt skemmtilegra en það.  Fyrir mér eru 100 mílur ekki bara spurning um að komast þær heldur að hafa gaman að þegar það er hægt.  Gæti vissulega gengið alla leiðina hratt og komist á skikkanlegum tíma en það væri ekki eftirminnanlegt.    

Veit ekki með þessa óvönu í WS hvernig þeir útfæra sín hlaup.

Hvað næringuna varðar í WS, þá var orkubúskapurinn alltaf í góðu lagi en ég hefði hinsvegar kosið að geta komið einhverju niður á matarstöðvunum, ég bara kúgaðist strax af öllu öðru en geli og ávöxtum og ekki viðlit að koma því niður.  Hefði trúað því fyrirfram að það hefði átt að vera á hinn veginn, að gelið færi illa í mig enda var ég að borða þá tegund (GU) í fyrsta skipti, ekki gott (né bragðgott) en dugði!  

Þakka annars fyrir kveðjurnar og kem þeim áfram, öll ráð eru alltaf vel þegin og oftar en ekki þörf áminning.  UTMB hefur alltaf tekið vel á lærin en ef þau halda eins og í fyrra er stefnan tekin á skynsamt hlaup með áherslu á seinni hlutann.  Ef lærin verða aum fljótt verður farið rólega alla leiðina nema maður nái að snúa því við seinna í hlaupinu.

Börkur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 14:45

6 identicon

Ég trúi því Börkur að þegar þú lendir í svona skítaaðstæðum þá sé bara eitt að gera að bjarga sér út úr þeim sem hraðast. Monica veit hins vegar nokk hvað hún syngur því að á árinu 2001 hljóp hún 21 100 mílna hlaup á árinu þar af níu helgar í röð (fyrir utan allt annað)!!! Óvanir útfæra WS vafalaust á mismunandi hátt en það að fara of hratt af stað eru algengustu mistökin. Sérstaklega á það við um hraða maraþonhlaupara. Auðvitað er markmiðið að hafa gaman af þessu öllu saman, annars væri tilgangurinn býsna lítill. Spurningin er hins vegar hvort maður hafi mikið gaman en bara stundum eða dálítið gaman alla leið!!! Þú hefur nátturulega verið eitthvað lasinn í WS, það er ekki normalt að koma ekki niður mat. Yfirleitt er það gelið sem maður kúgast mest af.

Það verður gaman að fylgjast með ykkur.

Gunnlaugur Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:36

7 identicon

Gleymdi einu. Ertu búinn að fá þér zinpasta til að fyrirbyggja skafsárin? Ef ekki þá skaltu endilega reyna að útvega þér það. Það er í allt annarri deild en vaselínið. Apótekin eiga að hafa þetta til.

gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:38

8 identicon

Verð í sömu buxum og í fyrra sem reyndust mjög vel hvað núning varðar ásamt BodyGlide.  Verst hvað fötin lykta eftir BodyGlide-ið, ætla því að skoða zink-ið ef ég finn það einhversstaðar áður en ég legg af stað á morgunn. 

Börkur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 21:32

9 identicon

Keypti mér bandarískar kveftöflur kvöldið fyrir WS enda fann ég fyrir miklum þyngslum í höfði og gat ekkert andað með nefinu á fimmtudagskvöldinu þegar upp í rúm var komið.  Þess utan var einhver kuldaskjálfti búinn að vera í mér dagana á undan.  Varð alveg ónýtur þegar ég var kominn upp í rúm á föstudagskvöldið og bruddi kveftöflurnar en þá leist mér ekkert á að mæta á ráslínuna nokkrum tímum seinna.  A.m.k þegar ég vaknaði um miðnætti þá voru litlar líkur á að ég leggði af stað en var svo orðinn fínn þegar ég vaknaði.

Þegar seinni nóttin skall á fór ég í hlaupavesti utanyfir bolinn þar sem ég mér fannst kuldaskjálftinn vera á næsta leiti (engu öðrum datt slíkt í hug endað 25 gráður+) og fór ég nánast beint í skjálfta um leið og ég var stoppaður á km 135 og skalf næstu 3-4 daga við minnstu breytingu á lofthita t.d. þegar ég arkaði inn í Wal-Mart. Á einum veitingastaðnum varð ég að biðja um að slökkt yrði á viftum í loftinu því ég skalt eins og hrísla í léttum blæstrinum.  

Þannig að já það var einhver padda í mér þarna fyrir hlaupið, enda ekki einleikið hvað ég var viðkvæmur í líkamanum í hlaupinu og ekkert smá svekkelsi að lærin skildu gefa sig nánast strax án þess að það hefði reynt á þau eitthvað af viti.  

En maður gengur aldrei að neinu vísu í þessum hlaupum eins og þú þekkir. 

Börkur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 21:57

10 identicon

Á sjúkrahúsinu lá ég undir fjórum teppum, og stundum fékk maður þau heit en þrátt fyrir það þá skalf ég óstjórnlega.  Mældist samt aldrei með hita, þannig að ég veit ekki alveg hvaðan þessi skjálfti kom.

Börkur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 22:15

11 identicon

Heitir þetta ekki flensa á Íslandi? Þú hefur síðan tæmt tankinn og verið sérstaklega viðkvæmur þar til hann var búinn að hlaðast upp á nýjan leik. Zinkpastað er nú ekki beint andlitskrem en það sem skiptir máli er að það dugar. Skítt með hitt.

gunnlaugur A. Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband