Leita í fréttum mbl.is

Challenge Copenhagen

Búið að vera meiriháttar að fylgjast með þríþrautarköppunum í dag og þrælspennandi.   Þar sem þeir störtuðu á mismunandi tímum þá var spennan enn meiri því heildartímarnir sögðu ekki allt þar sem munur á startímum gat verið töluverður.   Fjórir skelltu sér undir 11 tímana sem er vel að verki staðið og voru þeir að klára maraþonið að vel viðundandi tímum.  Hef bara tekið einu sinni þátt í þríþraut og þá var hjólaleggurinn 7 km og 3 km hlaup á eftir, ekki voru það merkilegar vegalengdir miðað við Ironman en ég gleymi því seint hvað fæturnir voru ónýtir eftir þessa stuttu stund á hjólinu, að hlaupa maraþon eftir 180 km á hjóli er eitthvað sem er ekkert annað en ofurmannlegt!

Til hamingju allir Ironmen og konur, frábært að fylgjast með ykkur, þið hafið án efa hvatt marga til að prófa Ironman með frammistöðunni í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband