Leita í fréttum mbl.is

Ýmislegt

Vegna frekar mikilla snjóa eru líkurnar á að fara verði aðra leið í byrjun  
eða réttara sagt beygja út af núverandi leið eftir ca. 15 km og hlaupa  
neðar í fjöllunum ca. 15-20 km leið og hluta af henni á malbiki. Síðast  
var hún hlaupin 2005.

David Goldberg félagi minn sem ég kynntist í UTMB 2007 byrjaði í gær í  
fjallahjólakeppni frá Kanada til landamæra Mexíkó.  Tour Divide er 4400 km  
að lengd og er hægt að fylgjast með keppendum hér á korti

Þannig að þeir sem vilja eitthvað meira en Bláalónsþrautina geta kíkt yfir hafið.

Hef keypt margar tegundir af sokkum gegnum árin en er nú alveg hættur að  
kaupa eitthvað annað en sokka frá X-Socks og þá Speed one týpuna.  Hef nú  
notað sama parið síðan í ágúst í fyrra og hlaupið kannski 1500 km í þeim  
og eru þeir enn það góðir að ég er að hugsa um að nota þá í Western States  
hlaupið þ.e. ef ég kaupi ekki nýja af því tilefni.  Keypti "venjulega" sokka um daginn og þeir entust tæpa 200 km sem mér fannst ansi lélegt ekki síst vegna þetta virtust vera góðir sokkar og frá Asics sem framleiðir nú ekkert drasl en hafa greinilega ekki verið topp of the line sokkar þótt verðið hafi verið þannig.
X-Socks speed one

Hljóp upp að mínum "Steini" í dag.  Leiðin er 7.5 km og því ca. 4 km lengri en upp að rétta Steininum og náði ég að bæta mig um ca. 5 mín og hlaupa nánast alla leiðina.  Varð að gefa aðeins eftir í brattasta hlutanum.   Tíminn var 43:32 og er ég orðinn frekar spenntur að reyna mig við rétta Steininn þegar ég kem heim í sumar.  4 km aukalega eru að lágmarki 16 mín svo kannski maður nái þangað upp undir 30 mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða steinn er það? :)

Arna Rut (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband