10.6.2010 | 14:20
Að taka því rólega
Var að lesa viðtal við þrjá af þeim sem helst koma til greina til að standa eftst á palli i WS100. Þeir eru nú byrjaðir að slappa af og einn þeirra fer því úr 330 km á viku niður í 300 km til að vera ekki að ofgera sér síðustu dagana fyrir hlaupið, tekur þó nokkra daga í hvíld síðustu vikuna. Greinilegt að menn eru með aðrar áherslur þarna úti en ég hef (og líka meiri tíma). Annar tók því reyndar rólegar og sagðist hafa haldið sig við hóflegar vegalengdir (max. 180 km) og bara hlaupið þegar honum langaði til og með ekkert skipulag á æfingunum.
Þannig að það verður gaman að sjá hvernig þessum ólíku hlaupurum reiðir af þarna fremst. Kilian Jornet sem hefur unnið UTMB síðustu 2 ár var að klára 700 km hlaup á landamærum Frakklands og Spánar þ.e. frá Atlantshafinu yfir að Miðjarðarhafinu ef ég skildi það rétt. Svo hann mætir kannski smá þreyttur í hlaupið.
Fékk nýju skónna mína í gær, Salomon XT Wings 2 og reyndust þeir vel á fyrstu æfingunni. Góðir bæði á malbiki og offroad. Gömlu skórnir standa enn fyrir sínu og verða þeir teknir með sem vara skór.
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 476
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Siggi var að segja mér að hann lenti í vandræðum með XT wings skóna sína drainuðu ílla þegar hann hljóp á þeim í rigningu og þoku innleggið varð gegnsósa.
Hefur þú lent í því með gömlu XT wings skóna þína
Johann Sigurdsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:39
Segjum að það taki 30 klukkutíma að hlaupa 300 km. 30/6, það eru 5 klukkutímar á dag ef maður tekur sér einn hvíldardag í viku. Hefurðu ekki 8 tíma frítíma ef þú vinnur 8 tíma og sefur 8 tíma? Hvað ertu að kvarta?
Fríða (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 09:32
test
Börkur (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 18:53
Jóhann, tók nýju skónna í vatnstest í dag. Óð tvisvar út í á til að bleyta vel í þeim og þornuðu þeir mjög hratt. Orðnir fínir eftir 1 km. Fyrr í vor þegar ég var að hlaupa í krapa og blautari aðstæðum fann maður jú fyrir því að skórnir urðu vel blautir en ég held að allir skór hefðu verið þannig. En um leið og maður kom upp á veg þornuðu þeir fljótt.
Börkur (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 19:18
Fríða, ég er farinn út að hlaupa aðeins meira .......... ;)
Börkur (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.