Leita í fréttum mbl.is

Western States 100 nálgast

Hef átt í vandræðum með að logga mig inn hér og því hef ég verið latur við skriftir.

Hef náð að æfa ágætlega undanfarið sérstaklega utanvegar nú eftir að snjórinn fór.  Hef aðgang að góðum slóðum hérna og 400m háu fjalli.  Þarf ekki að hlaupa langt til að komast á uppáhaldsleiðina mína sem liggur fyrst í gegnum bæinn ca. 2.5 km og svo upp á heiði og þaðan upp á fjallið.  Þannig nær  maður upphitun, jafnri hækkun og svo góðum bratta í restina.  Markmiðið er að hlaupa alla leið en ennþá einn skafl í leiðinni þannig að það hefur ekki tekist enn.  Þegar upp er komið get ég þrumað niður 7 km veg ef ég vil fá góða æfingu í niðurhlaupum og tek ég yfirleitt þá leiðina og nokkra útúrdúra með ef ég vil lengja.   

Er orðinn býsna sterkur eftir brekkuhlaupa vetursins og vorsins auk þess sem ég hef náð af mér nokkrum kg.  Ég hleyp því mest núorðið utanvega þar sem það er orðið mjög auðvelt þótt það séu nokkrar brekkur á leiðinni og svo líka miklu skemmtilegra en að hlaupa á malbikinu.

Ákvað að taka þessa viku aðeins rólegar og ná frekar löngu hlaupi um helgina auk þess sem ég fann fyrir þreytu sem ég var ekki að ná úr mér með því að taka einn dag í frí, tók því þri og fim í frí núna. 

Western states er 3 vikur í burtu og er spennan farin að aukast.  Fékk viðbót í crewið mitt þegar dani nokkur sem ég hef verið í samskiptum við bauðst til að slást í lið með mér þarna úti þar sem félagi hans sem ætlaði að hlaupa viðbeinsbrotnaði í síðustu viku.  Lét ekki segja mér það tvisvar enda bara betra að hafa fleiri en færri en Leó félagi minn og kona hans ætla einnig að koma með út. 

Margir góðir munu mæta í þetta hlaup þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af fyrstu 20-30 sætunum þó því þau eru bókuð af klassahlaupurum frá USA og Evrópu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér sýnist eins og sæti 19 sé ekki frátekið ennþá, kannski þú getir bókað það? 

En án gríns, þetta verður spennandi, þú átt örugglega eftir að gera góða hluti þarna.  Já, og passaðu að eyðileggja nú ekkert í skrokknum á þér núna næstu vikur, ekki stíga á nagla, ekki láta keyra á þig, já, farðu bara varlega!  Ekkert svona hásinarbull eins og í fyrrasumar fyrir UTMB.

Fríða (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband