Leita í fréttum mbl.is

Lognið á undan storminum

Eftir óvenju miklar æfingar síðan í nóvember miðað við síðustu ár var mig farið að lengja eftir mælanlegum árangri.  Hef mest verið að taka +/- 20 km og safna km og æfingartímum.  Slíkt skilar sér vel í hraða skv. minni reynslu þó það komi kannski ekki samhliða.  Var því farið að lengja eftir góðu hlaupi.

Aðalvandinn hefur verið hálka og sú staðreynd að ég þarf að hlaupa úr einum "firði" yfir í annan og þarf strax á km 1,5 að byrja að þræla yfir 80m háa hæð sem er svipað og að hlaupa upp að hitaveitutönkunum í Grafarholti og það dregur dálítið úr lönguninni til að taka tempóhlaup.  Svo þarf að að sjálfsögðu að hlaupa yfir hæðina til baka aftur þannig að ég er búinn að fara þessa hæð ansi oft en er orðinn í staðinn fjandi öflugur í brekkunum :)

Síðustu tvær vikur hljóp ég minna en ég hefði getað gert, einhver þreyta í kollinum held ég.  Svo fann ég í dag þegar ég fór út að mér leið stórvel eftir hvíldina og ákvað taka brekkuna á meiri hraða en venjulega og eftir hana jók ég hraðan þannig að ég endaði á 4,5 tempó hlaupi þar sem ég hljóp niðurundir 4 mín pace án þess að vera reyna mikið á mig.  Gat ekki keyrt á fullu vegna hálku og myrkurs sumsstaðar en það lofar góðu að vera kominn á þetta ról þegar þrjár vikur eru liðnar af janúar.   

Flyt í aðra íbúð í næstu viku sem er í hinum firðinum og þá hef ég mun betri aðstæður til að taka spretti og  tempóhlaup.

Annars er spáð stormi hér á morgunn svo það verður bara að koma í ljós hvort ég nái æfingu á morgunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband