Leita í fréttum mbl.is

Shoe review - Nike Air Pegasus+ 26

Keypti mér nýja Nike Air Pegasus um jólin þegar hin tvö pörin voru orðin slöpp (Air zoom vomero 3 og Air max moto 6).

nike.jpg

Er búinn að hlaupa frá áramótum í þeim og líka bara vel.  Fyrir neutral runner eru þeir mjög fínir en ég hleyp einnig með Superfeet innlegg frá Afreksvörum.   Skórnir eru það sem ég kalla hraðir æfingarskór, góðir fyrir tempóæfingar og lengri hlaup.  Dempunin er vel ásættanleg þó hún sé ekki eins mikil og í Air zoom vomero.  Dugir vel fyrir dunk eins og mig.  

Í gær þegar ég var að hlaupa á auðu í fyrsta skipti í skónum var ég fljótur að detta niður um 10-15 sek pr. km á hröðustu km án þess að vera að leggja hart að mér.   

Stærðin er passleg m.v. það númer sem ég nota en Air max moto eru samt rúmbetri í sömu stærð.

Mæli klárlega með þeim.  Fæ Asics Nimbus í næstu viku og verður gaman að endurnýja kynnin við þá en ég hef gefið þeim frí í 3 ár eða svo eftir að ég kynntist Nike skónum.  En Asics mega vera góðir til að toppa Nike skónna :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Börkur Árnason
Börkur Árnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband