10.1.2010 | 15:49
Góð vika að baki
Búin að vera að undirbúa mig fyrir ögn lengri viku undanfarið og ákvað að fara upp í 140 km. Reikna samt ekki með að fara ofar en það a.m.k. ekki alveg á næstunni. Kem bara býsna vel frá þessu og ekkert of erfitt, aðstæður hafa þó ekki verið þær bestu, erfitt færi, snjókoma, hláka og svell gerðu þessa kílómetra ögn meira krefjandi.
Hef hlaupið með gorma allann tímann og hafði ég alveg gleymt hversu gott er að hlaupa með þá, hraðinn er meiri þar sem minna fer í spól og þeir eru ekkert að þvælast fyrir.
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 476
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enginn smá kraftur í kallinum sé fram á að þú farir á undir 5tímum á Laugaveginum ef að þú heldur svona áfram.
Þarftu ekki að fara að finna þér gott hlaup núna á næstu mánuðum til að nota þetta frábæra form?
Annars spurning varðandi Mont Blanc hlaupið hvaða græjur þarf maður (bakpoka og stafi) er eithvað annað sem þarf að spá í græjulega séð?
Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 18:33
Kíktu á lista sem finnst undir Rules/ Regulations
Hann tekur á flestu, heyri í þér síðar með fleira dót.Börkur (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 22:27
Hvernig er það með þig, ertu aldrei í neinni hættu á að lenda í ofþjálfun?
Fríða (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:26
Fer örugglega oft að þeim mörkum en tek svo af og til frídaga t.d. eins og ég ætla að gera í dag þannig að ég næ í skottið á mér ef mér finnst æfingarálagið vera farið að angra mig.
Næstu æfingar á eftir verða líka mun skemmtilegri.
barky (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.