Færsluflokkur: Lífstíll
5.9.2009 | 19:24
Steinn að gera góða hluti
Steinn Jóhanns þríþrautargarpur var enn og aftur að sanna sig sem einn besti íþróttamaður landsins þegar hann náði 15 sæti í sprettþraut (þríþraut) í Köln í dag og varð ennfremur í fyrsta sæti í sínum aldursflokki. Verður gaman að fylgjast með honum í Barcelóna í næsta mánuði þegar hann tekst á við heilan járnkarl.
P.s. skv. hlaupadagbókinni þá var Torben í 6. sæti í þessari keppni sem er náttúrulega frábær árangur og hefur verið gaman fylgjast með árangri hans í gegnum árin og hvað hann hefur vaxið mikið sem íþróttamaður og var hann ekki slæmur þegar hann byrjaði. Verður gaman að fylgjast með þessum ofurjöxlum í þríþrautum framtíðarinnar.
Er kannski stutt í íslenskan sigur í þríþraut á erlendri grundu?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2009 | 20:42
Frásögn af keppninni
Góð frásögn af keppni fyrstu manna í UTMB
Held að það lýsi best hve erfið þessi keppni er að Scott Jurek sem er einn af þeim betri í heiminum með besta tímann í Western States og eina af bestu tímunum í Hardrock 100 og Spartathlon mátti gera sér 19 sætið að góðu þrátt fyrir að hafa æft í allt sumar í ölpunum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 16:13
Að skána
Svona löng og erfið hlaup eins og UTMB taka vel á líkamann og var ég með töluverðan bjúg eftir hlaupið og um 5 kg þyngri eftir hlaup en fyrir en það er að ganga til baka. Er nú ca. 2 kg þyngri og finn að allt er að færast í fyrra horf.
Öndunin var erfið þar til í morgunn en þindin verður býsna viðkvæm eftir svona átök og eins og hún fái strengi. Því getur maður bara notast við brjóstkassaöndun en ekki þindaröndun og er afleiðingin frekar grunn öndun og ör.
Einnig hef ég verið með töluverðan hausverk sem ég skrifa á þau átök þegar maður hleypur niður langar erfiðar brekkur með ca. 4 kg bakpoka á bakinu. Fann um miðbik hlaupsins að axlirnar voru orðnar ansi þreyttar.
Var býsna þreyttur í gær og í dag en ég hef vanist því að þreytan komi af fullu afli yfir mann 2-3 dögum eftir átök og svefnleysi.
Annars bara nokkuð frískur í liðum og slíku og reikna með að byrja æfingar í rólegheitum á morgunn.
Félagar mínir í Bretlandi voru ekki lengi að hvetja til hópferðar að ári í hlaupið en við vorum 3 af 7 sem fórum núna. Það er ekki hægt að sleppa því tækifæri enda öðlingar þar á ferð.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2009 | 15:58
Chamonix
Kominn til Chamonix og ár númer fjögur þar sem hitinn er nálægt 30 gráðum Ekki kannski óska hlaupaveðrið en fínt samt sem áður. Hugsanlega einhver rigning næstu nótt en annars á veðrið að vera til friðst.
Er í ágætisstandi og allur að detta í gírinn.
Blog ferðarinnar má finna hér: UTMB2009
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2009 | 08:06
Stuð
Er kominn í heljar stuð fyrir Mont Blanc hlaupið, líður vel og engin meiðsl að angra mig eins og síðustu tvö ár.
Ætla að reyna að setja hlaupið upp þannig að sem minnstur tími fari í drykkjarstöðvarnar en þar treysti ég á að veðrið verði okkur Íslendingunum hliðhollara. Frétti í gær að það væri klassískar 28 gráður og það er bara ekki hægt að hlaupa þegar veður er þannig. Sólin er svo sterk upp í fjöllunum að maður vill ekki fara út undir bert loft. Hef þó stundað sánuna grimmt og spurning hvort það skili sér.
Veðurspáin hefur þó heldur verið að breytast okkur Íslendingunum í hag og útlit fyrir skýjað og 15 gráður eða svo.
Geggjað!
P.s. síðustu fregnir herma að það séu nú þegar 28. gráður í Chamonix. Vonandi að spáin haldi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2009 | 12:53
82,6 kg
Kílóin hafa hrunið af mér síðustu dagana en upphafið að því má rekja til þess að ég hætti að drekka kók 27. júlí. Síðan eru farin 5 kg á 26 dögum.
Síðan breytti ég aðeins þjálfuninni, fór meira í spretti og tempó æfingar sem hafa aukið brennsluna umfram klassískt langt og rólegt. Magnið hefir ekki verið mikið ca. 50 km hlaup og 50 km hjól á viku.
Þannig að það verður gaman að sjá hvernig gengur um næsu helgi en ég verð ca. 5 kg léttari, munar um það. Aldrei að vita nema vigtin sýni 7x.xx eftir helgina en ég hef vigtað léttastur síðan ég byrjaði að hlaupa 80.9 kg en það var í júní 2003.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2009 | 20:44
Jæja
Er að verða klár fyrir UTMB. Hásinin verður orðin góð, mar og verkur farin, aðeins smá eymsli í sárinu en nóg að setja plástur yfir. Þannig að þetta verður amk ekki afsökun!
Hef stundað gufuböð eftir ræktina til að athuga hvort hitaþolið aukist en þetta hef ég gert nú í heilan mánuð.
Vigtin hefur heldur gefið sig þótt dagsveiflurnar séu enn frekar miklar. En reikna með að þegar ég verð kominn vel inn í hlaupið ætti vigtin að vera kannski 5 kg minni en í fyrra.
Hef ekki snert kók í mánuð, það hjálpaði mikið til.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2009 | 17:57
Allur að koma til
Búinn að fara til sjúkraþjálfara hér í Noregi og kunna þeir alveg sitt fag (amk ef sársauki er mælikvarði á færni). Hef fengið nálastungur tvisvar og í bæði skipting er straumi hleypt á með svo nálarnar ganga upp og niður að manni finnst (eins og orginalinn sé ekki nógu vondur.....)
En hef sagt getað hlaupið núna án verkja í hásininni sjálfri, sárið að gróa og allt að fara í rétta átt.
20 km í dag án vandræða. Tek nokkur hlaup út vikuna áður en ég fer að róa mig niður fyri UTMB.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 18:29
Hásin
Nú er rúm vika síðan ég rétt náði að bjarga mér frá falli á hjólinu og um leið bjarga því að lenda fyrir stífbónuðum BMW!
Það tók sinn toll því þegar ég setti lappirnar niður þá fékk ég pedalana á fullu krafti aftan á hásinarnar og þar sem þeir eru prýddir göddum til að gera þá stamari þá urðu verulegir eftirmálar af þessu "slysi". Hásinameiðsl eru ekki beint á óskalista hlauparans, sérstaklega ekki þegar hann er að fara keppa eftr 4 vikur.
Fór á brettið í dag og prófaði dæmið og virtist allt vera í nokkuð góðu standi svo ég rúllaði 15 km. Sár eru þó ennþá sjáanleg þrátt fyrir að rúm vika sé síðan að þetta gerðist.
Í fyrstu var þetta í lagið og ég gat hlaupið með því að setja plástur á neðra sárið en þegar marið fór að koma (mest á milli sáranna) þá varð ég að hætta öllum hlaupum enda þrýsti hælkappinn reglulega á sárið.
En nú er bara að skokka rólega næstu daga áður en ég tek vikufrí eða svo fyrir hlaupið úti.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.8.2009 | 21:48
Aftur af stað
Eftir rólega daga fyrir og eftir Jökulsárhlaupið er ég að fara að keyra upp magnið aftur næstu þrjár vikurnar. Er líka að taka nokkrar æfingar á fætur og maga til að styrkja mig betur fyrir hlaupið í lok ágúst. Svo er líka sánan óspart notuð og ætla ég að athuga hvort ég finn einhvern mun á mér í hlaupinu með þann undirbúning að baki. Hitinn hefur verið rétt um 30°C á daginn sem fær hvaða hlaupara í maraþoni til að bráðna, jafnvel strax um miðbik hlaupsins.
Að byrja í bakaraofni kl: 08:00 að morgni og vera í honum frameftir degi er því ekkert grín og ef það tekst að venjast hitanum að einhverju leiti þá er það bara hið besta mál.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar