5.7.2009 | 17:42
111 km hlaup og 103 km hjól
Ein mín besta vika frá upphafi er nú frá. Aðstæður hér í Noregi eru mjög fínar og veðrið verið ágæt, t.d. ekki mikill vindur, bara sól og blíða.
Hef náð að hjóla töluvert og þrátt fyrir að ég hafi ekki hjólað neitt af viti undanfarin ár hefur mér reynst auðvelt að detta í gírinn, ræð til dæmis vel við allar brekkur þó svo að hjólið sé á sverum grófmynstruðum vetrarhjólbörðum og 89% af orkunni fer í að yfirvinna viðnám dekkjanna!
Verður bara gaman að bæta við það í framtíðinni enda nóg af ókönnuðum leiðum hér á svæðinu.
Þar sem Garmurinn gleymdist heima hef ég þurft að giska á tíma hvað hlaup og hjól varðar, en mælt vegalengdirnar á hjólinu.
Ætla að reyna að halda mér í ágætu kílómetramagni næstu vikurnar og vonandi gengur það upp.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2009 | 21:53
7-tindahlaupið aka Pís of keik :)
Stel þessu frá Pétri Helga.
Takið eftir Óskarsverðlaunaleik Sigrúnar :)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 19:37
Ultramaraþon
Hér er listi yfir ultramaraþon víðsvegar um heiminn
Setti þetta einnig í tenglalistann hér til vinstri.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 19:34
Neil Kapoor þriðji
Neil Kapoor sem var hér á landi í fyrra tók þátt í Thames Ring 250 mílna hlaupinu um helgina og varð þriðji á tímanum 79:55 klst. Sá fyrsti var á rúmum 59 tímum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2009 | 22:29
Western States 100mílur
Western States 100 var þreytt um helgina að vanda og margar kanónur mættar á rásmarkið.
Vinur minn Jez, sem sést hér að neðan í partýinu eftir UTMB hljóp og náði þeim glæsilega árangri að lenda í 3ja sæti eftir að hafa hlaupið sig upp frá 18 sætið sem hann var í um miðbik keppninnar. Hefði þurft 2-3 mílur í viðbót til að ná 2 öðru sætinu en hann var a fljúgandi ferð í lokin.
Hér sést hann svo koma í mark:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2009 | 22:01
Á leið til Norge....
Við innritunarborðið í Leifsstöð
Daman við borðið: hvert ert þú að fara?
Ég: Stavanger
Hún: Frankfurt?
Ég: nei, Stavanger, Noregi
Hún: Amsterdam?
Ég: Nei........(soldið beyglaður yfir því að framburður minn á heitinu Stavanger hljómaði eins og Frankfurt eða Amsterdam)
Eftir smá grúsk í tölvunni
Hún: Hvert ertu aftur að fara? Frankfurt?
Ég: NEI, Stavanger, með viðkomu í Bergen
Hún: Berlín?
Ég: uhmm Neiiiiii
Smá bið meðan hún fiktaði í tölvunni, líklega að reyna að stafa Stavanger, B..e..r...l...í...n og Computer says Nooooo!
Hún: bíddu aðeins (kallar til konunar á næsta borði), hvar er Stavanger?
Þær: í Noregi...............
10 mín seinna fann hún Stavanger og ég komst út.....
True story!
Lífstíll | Breytt 29.6.2009 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2009 | 00:53
Fín vika..
Hef náð fínu rúlli síðustu daga eða um 20 km á dag. Tók mér frí í dag þar sem 7 tinda hlaupið er ennþá á radarnum en ákveð það á morgunn hvort að ég skelli mér suður bara fyrir eitt hlaup.
Fyrir utan smá strengi líður mér bara vel í löppunum eftir þessi hlaup og finnst ég vera mjög sterkur upp á móti og fínn hraði í gangi. Amk betri en í fyrra og það er bara jákvætt. Til að sannreyna það ætla ég að mæta í Kjarnaskóginn kl: 19:00 á þriðjudaginn í hið reglubundna skógarhlaup okkar félaganna á Akureyri og dusta aðeins rykið af þeim felögum.....:) Skilst að þeir séu komnir í ágætis form.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2009 | 01:49
Þorvaldsdalur og kominn á skrið
Fórum fimm saman á sunnudaginn og hlupum Þorvaldsdalinn. Þetta gekk bara ágætlega, var samt ekki alveg í topp orku þennan daginn og rúllaði þetta nokkurnveginn á sömu áreynslu allan tímann.
Töluverður snjór var þar sem hæst var farið eða við km 7 en eftir það var betra að hlaupa og snjólítið eftir km 10.
Tók tvær æfingar í dag og þá seinni á 4:45 meðaltempói (17,5 km). Hef fundið mikinn mun á mér undanfarnar vikur hvað hraða varðar. Að hlaupa niður á 4 mín tempó er orðið mjög lítið mál. Ætla ég að fara keyra á meira magn núna og fara yfir 100km pr. viku og reyna að halda góðu pústi næstu vikur. Laugavegurinn dettur líklega uppfyrir hjá mér en stefni þá á Jökulsárhlaupið í staðinn.
Dauðlangar svo í 7 Tinda hlaupið um helgina en veit ekki hvort ég kemst suður.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Bloggrúnturinn
- Agga
- Gunnlaugur
- Asics liðið
- Ásta
- Sóla
- Steinn Jóh.
- Gísli ritari
- Bibba svala
- Jens
- Biggi Sævars
- Vala
- Eva og co
- Stefán Gísla
Hlaupatenglar
- Hlaup.is
- Afreksvörur Daníels Smára
- Þríþrautarfélag Reykjavíkur
- Laugaskokk
- Átak heilsurækt
- Hlaupadagbókin
Hlaupasögur
Ultrahlaup
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar